Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 11: Hver bakaði þessa köku, og þriðja stærsta eyja Grikklands

Spurningaþraut 11: Hver bakaði þessa köku, og þriðja stærsta eyja Grikklands

Ellefta spurningaþrautin er sams konar og hingað til, tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan ljósmynd af vinsælli kvikmyndaleikkonu.

Aukaspurningar eru svo tvær að venju: Á plötuumslagi hvaða hljómsveitar er þessi ljómandi girnilega kaka hér að ofan, og hver er svo leikkonan?

1.  Hvað heitir höfuðborg Skotlands?

2.   Gruoch hét drottning ein. Fátt er vitað um hana í lifanda lífi en frægð hennar byggist á listaverki einu þar sem hún kemur fyrir og er kunnust fyrir að þvo blóð af höndum sér, eða reyna það alla vega. Hvað nefnist það listaverk?

3.  Hvað heitir forsætisráðherra Nýja Sjálands? Hér dugar annaðhvort fornafn eða eftirnafn þessa kvenskörungs.

4.   Sú góða nýsjálenska kona er uppalin í trúarsöfnuði sem varð til á þriðja áratug 19. aldar í Bandaríkjunum. Þá kvaðst tæplega tvítugur bóndasonur hafa fundið merkilega bók, sem varð undirstaða safnaðarins. Hinn nýsjálenski forsætisráðherra hefur fyrir löngu yfirgefið söfnuðinn, en hvað er þessi söfnuður kallaður?

5.   Krít er stærst grísku eyjanna, eins og allir vita. Næststærst er eyja sem nefnist Evbóea en hún er svo nærri landi að henni svipar meira til skaga en eyju. En hver er þriðja stærsta gríska eyjan?

6.   Hvaða dýr er teiknimyndasögufígúran Grettir - á ensku Garfield?

7.   Hvaða lið varð enskur meistari í fótbolta karla í fyrravor?

8.  En í fótbolta kvenna í sama landi, Englandi?

9.   Hvað hét fyrsta skip Eimskipafélags Íslands?

10.  Hvað heitir ritari yfirmanns bresku leyniþjónustunnar í James Bond-kvikmyndunum? Eftirnafnið dugar.

Þá koma svörin hér:

1.   Edinborg.

2.  Makbeð, leikrit eftir William Shakespeare. Lafði Makbeð er ekki nefnd á nafn í leikritinu en kona hins raunverulega Makbeðs ( eða Mac Bethads mac Findlaíchs) hét Gruoch.

3.  Jacinda Ardern.

4.   Mormónar.

5.  Lesbos.

6.  Köttur.

7.  Manchester City.

8.  Arsenal.

9.  Gullfoss.

10.  Moneypenny.

Aukaspurningarnar: Hljómsveitin er The Rolling Stones, þetta er hluti af umslagi plötunnar Let It Bleed.

Kvikmyndaleikkonan heitir Julia Roberts.

Næsta spurningaþraut á undan er hérna.

En sú tólfta kemur hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár