Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 11: Hver bakaði þessa köku, og þriðja stærsta eyja Grikklands

Spurningaþraut 11: Hver bakaði þessa köku, og þriðja stærsta eyja Grikklands

Ellefta spurningaþrautin er sams konar og hingað til, tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan ljósmynd af vinsælli kvikmyndaleikkonu.

Aukaspurningar eru svo tvær að venju: Á plötuumslagi hvaða hljómsveitar er þessi ljómandi girnilega kaka hér að ofan, og hver er svo leikkonan?

1.  Hvað heitir höfuðborg Skotlands?

2.   Gruoch hét drottning ein. Fátt er vitað um hana í lifanda lífi en frægð hennar byggist á listaverki einu þar sem hún kemur fyrir og er kunnust fyrir að þvo blóð af höndum sér, eða reyna það alla vega. Hvað nefnist það listaverk?

3.  Hvað heitir forsætisráðherra Nýja Sjálands? Hér dugar annaðhvort fornafn eða eftirnafn þessa kvenskörungs.

4.   Sú góða nýsjálenska kona er uppalin í trúarsöfnuði sem varð til á þriðja áratug 19. aldar í Bandaríkjunum. Þá kvaðst tæplega tvítugur bóndasonur hafa fundið merkilega bók, sem varð undirstaða safnaðarins. Hinn nýsjálenski forsætisráðherra hefur fyrir löngu yfirgefið söfnuðinn, en hvað er þessi söfnuður kallaður?

5.   Krít er stærst grísku eyjanna, eins og allir vita. Næststærst er eyja sem nefnist Evbóea en hún er svo nærri landi að henni svipar meira til skaga en eyju. En hver er þriðja stærsta gríska eyjan?

6.   Hvaða dýr er teiknimyndasögufígúran Grettir - á ensku Garfield?

7.   Hvaða lið varð enskur meistari í fótbolta karla í fyrravor?

8.  En í fótbolta kvenna í sama landi, Englandi?

9.   Hvað hét fyrsta skip Eimskipafélags Íslands?

10.  Hvað heitir ritari yfirmanns bresku leyniþjónustunnar í James Bond-kvikmyndunum? Eftirnafnið dugar.

Þá koma svörin hér:

1.   Edinborg.

2.  Makbeð, leikrit eftir William Shakespeare. Lafði Makbeð er ekki nefnd á nafn í leikritinu en kona hins raunverulega Makbeðs ( eða Mac Bethads mac Findlaíchs) hét Gruoch.

3.  Jacinda Ardern.

4.   Mormónar.

5.  Lesbos.

6.  Köttur.

7.  Manchester City.

8.  Arsenal.

9.  Gullfoss.

10.  Moneypenny.

Aukaspurningarnar: Hljómsveitin er The Rolling Stones, þetta er hluti af umslagi plötunnar Let It Bleed.

Kvikmyndaleikkonan heitir Julia Roberts.

Næsta spurningaþraut á undan er hérna.

En sú tólfta kemur hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár