Um þetta leyti á ári hverju undanfarna áratugina hafa þau Björk Guðjónsdóttir og Jón Hallur Jóhannsson verið snúin aftur úr sinni fyrstu ferð norður á Strandir, þar sem þau hafa lagt stund á fuglarannsóknir. Dæmigert vorverk hjá þeim var að telja fugla á borð við grágæsir, heiðagæsir og helsingja í túnum, eða skima fyrir nýjum tegundum. „Maður beið alltaf eftir þessum tíma, eftir því að gera bílinn tilbúinn og koma sér svo norður. Um leið og við komum yfir Holtavörðuheiði vorum við komin í annan heim. Stundum var ennþá mikill snjór á þessum tíma, en fuglarnir komu samt sem áður og létu ekki snjóinn stoppa sig.“
Fuglarnir hafa verið sameiginlegt áhugamál þeirra Bjarkar og Jóns Halls allt frá því þau kynntust fyrst. Þau hafa nú um árabil tilheyrt þeim mikla fjölda áhugamanna um fugla sem gegna lykilhlutverki í fuglarannsóknum, hér á Íslandi eins og annars staðar, því þeir skila margir …
Athugasemdir