Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 10: Hvaða keisara giftist hasarkvendið Messalína?

Spurningaþraut 10: Hvaða keisara giftist hasarkvendið Messalína?

Tíunda spurningaþrautin er sams konar og hingað til, tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan myndina af atkvæðakonu einni mikilli.

Aukaspurningar eru svo tvær að venju: Úr hvaða rosknu íslensku kvikmynd er myndin að ofan, og hver er konan?

1.  Í hringiðu hvaða atburða var ræðuskörungurinn Georges Danton?

2.   Í hvaða kirkju flutti séra Jón Steingrímsson „eldmessu“ sína árið 1783?

3.  Hvað heitir sú kona sem nú stendur næst ríkiserfðum á Bretlandi?

4.   Fyrir hvaða hlutverk er leikkonan Emilia Clarke lang, lang, langfrægust?

5.   Hvað heitir sundið milli Kaupmannahafnar í Danmörku og Málmeyjar í Svíþjóð?

6.  Milli hvaða tveggja reikistjarna í sólkerfinu er hið svonefnda „smástirna-“ eða „loftsteinabelti“?

7.  Hvað hét forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum 2012?

8. Einhvern tíma verður frumsýnd nýjasta James Bond-kvikmyndin, No Time to Die. Hvað heitir leikarinn, sem þá mun leika Bond, James Bond í fimmta og væntanlega síðasta sinn?

9.  Messalína þótti eitt mikið hasarkvendi og er kunn fyrir að hafa farið í keppni í ákveðnum aðgerðum við dugmestu portkonuna í Rómaborg hinni fornu. Sumum þótti frekar ósmekklegt af henni að taka þátt í slíkri keppni, því Messalína var jú keisaraynja í ríkinu. Maður hennar keisarinn þótti reyndar hálfgerður auli stundum, en hann var nú keisari samt. Hvað hét hann?

10.  Hver flýgur eða feykist alla vega um á regnhlíf í leikritinu góða, Dýrin í Hálsaskógi?

Þá koma svörin hér:

1.   Frönsku byltingarinnar.

2.  Kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri.

3.  Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms prins Karlssonar, hertoga af  Cambridge. Hún hélt upp á fimm ára afmælið sitt 2. maí, Karlotta. Stúlkan er sú fjórða í erfðaröðinni á eftir Karli prinsi afa sínum, Vilhjálmi föður sínum og Georg eldri bróður sínum.

4.   Daenerys Targaryan úr Game of Thrones.

5.  Eyrarsund.

6.  Júpíers og Mars.

7.   Mitt Romney.

8.  Daniel Craig.

9. Claudius hét hann, heillakarlinn.

10.  Amma mús.

Rétt svör við aukaspurningunum tveim:

Kvikmyndin er „Óðal feðranna“ eftir Hrafn Gunnlaugsson en konan með sóttvarnargrímuna er Nancy Pelosi, þingmaður vestan hafs og forseti fulltrúardeildarinnar.

Næsta spurningaþraut á undan, sú níunda, hún er hérna.

En sú næsta og ellefta - hana má finna hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár