Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 9: Hvaða fjall er þetta, og hvað nefndist þýski herinn í Stalíngrad?

Spurningaþraut 9: Hvaða fjall er þetta, og hvað nefndist þýski herinn í Stalíngrad?

Níunda spurningaþrautin er sams konar og hingað til, tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan myndina af karli einum.

Aukaspurningar eru svo tvær að venju:

Hvað heitir fjallið hér að ofan?

Og hver er karlinn á myndinni?

1.   Dave Greenfield hljómborðsleikari rokkhljómsveitarinnar The Stranglers lést í gær. Hvað hét söngvari hljómsveitarinnar fyrstu 15 árin eða svo?

2.  Í hvaða stjörnumerki er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Serbíu?

4. Hugtakið pí eða π lýsir sambandi ummáls og þvermáls hrings. Hvaða tala er pí? Ekki þarf að nefna nema einn tölustaf og tvo aukastafi.

5.   Árið 1910 var stofnað dagblað í Reykjavík. Þótt á ýmsu hafi gengið um eigendur og útgáfu má segja að arftaki þess komi enn út. En hvað hét blaðið sem þarna kom fyrst út?

6.  Hver lék stærsta kvenhlutverkið í kvikmyndinni Vonarstræti?

7.  Móhumla, húshumla og garðhumla eru þrjár náskyldar dýrategundir sem allar búa á Íslandi. Móhumla hefur sennilega búið hér frá lokum ísaldar en hinar tvær tegundir komu miklu síðar - garðhumla um 1960 en húshumla um 1980 og hefur nú nærri rutt garðhumlu úr vegi. Hún er líka sú af þessum tegundum sem flestir þekkja, enda tíður gestur í húsum, eins og nafnið bendir til. Til hvaða sameiginlegu dýrategundar flokkast þær móhumla, garðhumla og húshumla?

8.  Söngkona ein er einhver sú vinsælasta í heimi, en hún hefur gefið út sjö plötur sem allar hafa selst í milljónavís um veröld víða. Þar á meðal eru plötur sem nefnast Fearless, Speak Now, Red, 1989, Reputation og sú nýjasta sem kom út í fyrra og heitir Lover. Hvað heitir söngkonan?

9.  Númer hvað var þýski herinn sem lokaðist inni í Stalíngrad í vetrarbyrjun 1942 og varð að lokum að gefast upp?

10.  Í bókum og bíómyndum um Bangsímon segir meðal annars frá Jakobi, vini dýranna í Hundraðekruskógi. Pilturinn heitir að minnsta kosti Jakob í íslensku þýðingunum, en hvað heitir hann á frummálinu ensku?

Þá koma hér svörin:

1.   Hugh Cornwell.

2.  Hrútnum.

3.  Belgrad.

4.  3,14.

5.  Vísir.

6.  Hera Hilmar.

7.  Hunangsflugur. „Flugur“ dugar ekki.

8.  Taylor Swift.

9.  Þetta var Sjötti herinn.

10.  Christopher Robin.

Svör við aukaspurningum:

Fjallið er Kirkjufell.

Karlinn er Robert Redford, kvikmyndastjarna.

Næsta spurningaþraut á undan er hérna. En sú næsta, sú tíunda, hún er aptur á móti hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár