Spurningaþraut 8: Hvað gerðist í Tjeljabinsk?

Spurningaþraut 8: Hvað gerðist í Tjeljabinsk?

Áttunda spurningaþrautin er sams konar og hingað til, tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan myndina af karli einum ungum.

Aukaspurningar eru svo tvær að venju: Úr hvaða kvikmynd er myndin að ofan og hver er svo ungi karlinn hér að neðan?

1.   Hvað heitir utanríkisráðherra Bandaríkjanna?

2.   Stöðuvatn nokkurt var til skamms tíma hið fjórða stærsta í veröldinni en á síðustu áratugum hefur það nálega horfið, eftir að ánum, sem í það féllu, var í stórum stíl veitt í áveitur. Hvaða vatn er þetta - eða var?

3. Hvaða efnilegi fótboltakappi þurfti um 12 ára aldur að leggja land undir fót og fara til liðs í öðru landi, af því liðin í heimalandi hans höfðu ekki efni á að borga rándýra hormónameðferð, sem hann þurfti á að halda til að stækka eðlilega?   

4.   Aðeins ein kona hefur verið forsætisráðherra Ísraels og það er langt síðan. Hvað hét hún?

5.  Í hvaða landi er hinn víðfrægi Coronabjór upprunninn?

6.  „Hvað dvelur Orminn langa?“ spyrja menn stundum þegar þá er farið að lengja eftir einhverju. Hver var þessi ormur?

7.  Hver er nýr ríkislögreglustjóri?

8.  Ráðherra í ríkisstjórn Íslands vann einu sinni bæði fyrstu og önnur verðlaun í samkeppni um örsögur sem félag nokkurt hélt. Hver var þessi sigursæli ráðherra (sem var reyndar ekki í embætti þá stundina)?

9.  „Megas“ hét fyrsta plata Megasar. Hvað hét sú næsta?

10.  Tjeljabinsk heitir borg ein í Rússlandi á mótum Mið-Asíu og Síberíu. Þann 15. febrúar 2013 gerðist í nágrenni borgarinnar atburður sem vakti heimsathygli og jafnvel nokkurn ugg. Hver var hann?

Þá koma hér svörin:

1.   Mike Pompeo - síðara nafnið dugar

2.  Aral-vatn

3.  Lionel Messi

4.  Golda Meir

5.  Mexíkó

6.  Herskip, langskip, víkingaskip - skip Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs, óvinir hans biðu þess að það birtist svo þeir gætu ráðist til atlögu, en „skip“ nægir alveg sem rétt svar

7.  Sigríður Björk Guðjónsdóttir

8.  Katrín Jakobsdóttir - félagið var Mímir, félag íslenskufræðinema við Háskóla Íslands

9.  Millilending

10.  Stór loftsteinn sprakk í 30 kílómetra hæð yfir borginni

Aukaspurningarnar: Kvikmyndin er „Doctor Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb“ en karlinn er Nelson Mandela, síðar forseti Suður-Afríku.

Næsta spurningaþraut á undan er hérna. Sú næsta er hins vegar hér.

Þá er hér að gamni mynd af sprengingunni í Tjeljabinsk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár