Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi meðan á samkomubanni stendur.
Í Kúltúr klukkan 13 í dag munu þau Ágúst Ólafsson baritón, Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir Tchaikovsky, Rachmaninov og Borodin. Tónleikarnir eru partur af þeirri dagskrá sem þríeykið ætlaði að flytja á Tíbrártónleikum 21. apríl.
Útsendingin hefst klukkan 13. Streymi af viðburðinum verður birt í þessari frétt, á forsíðu Stundarinnar og á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.
Eftirfarandi er tilkynning frá menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:
Kúltúr klukkan 13 | From Russia with Love
Þau Ágúst Ólafsson baritón, Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir Tchaikovsky, Rachmaninov og Borodin. Dagskráin er full af dramatík og tilfinningum enda eru laglínur rússnesku tónskáldanna þriggja stórbrotnar. Tónleikarnir eru partur af þeirri dagskrá sem þríeykið ætlaði að flytja á Tíbrártónleikum 21. apríl.
Ágúst Ólafsson hefur frá því hann snéri heim úr námi í Finnlandi sungið sig inn í hjörtu landsmanna en hann hefur sérhæft sig í ljóðasöng en einnig komið fram í stórum hlutverkum hjá Íslensku Óperunni.
Lilja Guðmundsdóttir stundaði framhaldsnám í Vínarborg en hefur frá námslokum verið virk á tónleikasviði m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og tekur þátt í uppfærslu á Valkyrju Wagners á Listahátíð í Reykjavík 2020.
Eva Þyri Hilmarsdóttir er einn helsti meðleikari íslenskra söngvara. Hún tók þátt í flutningi á verkinu Mannsröddin eftir Poulenc hjá Íslensku Óperunni og hefur verið virk í kammertónlist frá því hún lauk einleikarprófi frá tónlistarháskólanum í Aarhus í Danmörku og framhaldsgráður frá Royal Academie of Music.
Athugasemdir