Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tónleikar klukkan 13: From Russia with Love

Í Kúltúr klukk­an 13 í dag munu þau Ág­úst Ólafs­son ba­ritón, Lilja Guð­munds­dótt­ir sópr­an og Eva Þyri Hilm­ars­dótt­ir pí­anó­leik­ari flytja söng­lög eft­ir Tchai­kov­sky, Rachman­in­ov og Borod­in. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Tónleikar klukkan 13: From Russia with Love

Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi meðan á samkomubanni stendur.

Í Kúltúr klukkan 13 í dag munu þau Ágúst Ólafsson baritón, Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir Tchaikovsky, Rachmaninov og Borodin. Tónleikarnir eru partur af þeirri dagskrá sem þríeykið ætlaði að flytja á Tíbrártónleikum 21. apríl. 

Útsendingin hefst klukkan 13. Streymi af viðburðinum verður birt í þessari frétt, á forsíðu Stundarinnar og á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:

Kúltúr klukkan 13 | From Russia with Love

Þau Ágúst Ólafsson baritón, Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir Tchaikovsky, Rachmaninov og Borodin. Dagskráin er full af dramatík og tilfinningum enda eru laglínur rússnesku tónskáldanna þriggja stórbrotnar. Tónleikarnir eru partur af þeirri dagskrá sem þríeykið ætlaði að flytja á Tíbrártónleikum 21. apríl. 

Ágúst Ólafsson hefur frá því hann snéri heim úr námi í Finnlandi sungið sig inn í hjörtu landsmanna en hann hefur sérhæft sig í ljóðasöng en einnig komið fram í stórum hlutverkum hjá Íslensku Óperunni. 

Lilja Guðmundsdóttir stundaði framhaldsnám í Vínarborg en hefur frá námslokum verið virk á tónleikasviði m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og tekur þátt í uppfærslu á Valkyrju Wagners á Listahátíð í Reykjavík 2020. 

Eva Þyri Hilmarsdóttir er einn helsti meðleikari íslenskra söngvara. Hún tók þátt í flutningi á verkinu Mannsröddin eftir Poulenc hjá Íslensku Óperunni og hefur verið virk í kammertónlist frá því hún lauk einleikarprófi frá tónlistarháskólanum í Aarhus í Danmörku og framhaldsgráður frá Royal Academie of Music.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kúltúr klukkan 13

GerðarStundin klukkan 13: Mósaík úr matvælum
MenningKúltúr klukkan 13

Gerð­ar­Stund­in klukk­an 13: Mósaík úr mat­væl­um

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag verð­ur þriðja Gerð­ar­Stund­in send út frá Gerð­arsafni þar sem mynd­list­ar­menn­irn­ir Berg­ur Thom­as And­er­son, Logi Leó Gunn­ars­son og Una Mar­grét Árna­dótt­ir leiða skap­andi fjöl­skyldu­smiðju í Stúd­íói Gerð­ar. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.
GerðarStundin klukkan 13: Málning úr maísmjöli
MenningKúltúr klukkan 13

Gerð­ar­Stund­in klukk­an 13: Máln­ing úr maísmjöli

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag verð­ur önn­ur Gerð­ar­Stund­in send út frá Gerð­arsafni þar sem mynd­list­ar­menn­irn­ir Berg­ur Thom­as And­er­son, Logi Leó Gunn­ars­son og Una Mar­grét Árna­dótt­ir leiða skap­andi fjöl­skyldu­smiðju í Stúd­íói Gerð­ar. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár