Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tónleikar klukkan 13: From Russia with Love

Í Kúltúr klukk­an 13 í dag munu þau Ág­úst Ólafs­son ba­ritón, Lilja Guð­munds­dótt­ir sópr­an og Eva Þyri Hilm­ars­dótt­ir pí­anó­leik­ari flytja söng­lög eft­ir Tchai­kov­sky, Rachman­in­ov og Borod­in. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Tónleikar klukkan 13: From Russia with Love

Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi meðan á samkomubanni stendur.

Í Kúltúr klukkan 13 í dag munu þau Ágúst Ólafsson baritón, Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir Tchaikovsky, Rachmaninov og Borodin. Tónleikarnir eru partur af þeirri dagskrá sem þríeykið ætlaði að flytja á Tíbrártónleikum 21. apríl. 

Útsendingin hefst klukkan 13. Streymi af viðburðinum verður birt í þessari frétt, á forsíðu Stundarinnar og á Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:

Kúltúr klukkan 13 | From Russia with Love

Þau Ágúst Ólafsson baritón, Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir Tchaikovsky, Rachmaninov og Borodin. Dagskráin er full af dramatík og tilfinningum enda eru laglínur rússnesku tónskáldanna þriggja stórbrotnar. Tónleikarnir eru partur af þeirri dagskrá sem þríeykið ætlaði að flytja á Tíbrártónleikum 21. apríl. 

Ágúst Ólafsson hefur frá því hann snéri heim úr námi í Finnlandi sungið sig inn í hjörtu landsmanna en hann hefur sérhæft sig í ljóðasöng en einnig komið fram í stórum hlutverkum hjá Íslensku Óperunni. 

Lilja Guðmundsdóttir stundaði framhaldsnám í Vínarborg en hefur frá námslokum verið virk á tónleikasviði m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og tekur þátt í uppfærslu á Valkyrju Wagners á Listahátíð í Reykjavík 2020. 

Eva Þyri Hilmarsdóttir er einn helsti meðleikari íslenskra söngvara. Hún tók þátt í flutningi á verkinu Mannsröddin eftir Poulenc hjá Íslensku Óperunni og hefur verið virk í kammertónlist frá því hún lauk einleikarprófi frá tónlistarháskólanum í Aarhus í Danmörku og framhaldsgráður frá Royal Academie of Music.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kúltúr klukkan 13

GerðarStundin klukkan 13: Mósaík úr matvælum
MenningKúltúr klukkan 13

Gerð­ar­Stund­in klukk­an 13: Mósaík úr mat­væl­um

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag verð­ur þriðja Gerð­ar­Stund­in send út frá Gerð­arsafni þar sem mynd­list­ar­menn­irn­ir Berg­ur Thom­as And­er­son, Logi Leó Gunn­ars­son og Una Mar­grét Árna­dótt­ir leiða skap­andi fjöl­skyldu­smiðju í Stúd­íói Gerð­ar. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.
GerðarStundin klukkan 13: Málning úr maísmjöli
MenningKúltúr klukkan 13

Gerð­ar­Stund­in klukk­an 13: Máln­ing úr maísmjöli

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag verð­ur önn­ur Gerð­ar­Stund­in send út frá Gerð­arsafni þar sem mynd­list­ar­menn­irn­ir Berg­ur Thom­as And­er­son, Logi Leó Gunn­ars­son og Una Mar­grét Árna­dótt­ir leiða skap­andi fjöl­skyldu­smiðju í Stúd­íói Gerð­ar. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár