Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur

For­svars­fólk hjálp­ar­sam­taka hef­ur þó áhyggj­ur af því hvað kunni að ger­ast þeg­ar fjölda­upp­sagn­ir verða komn­ar til fram­kvæmda. Verk­efni er­lend­is eru orð­in kostn­að­ar­sam­ari og erf­ið­ari.

Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur
Styðja áfram við þá sem minna mega sín Þrátt fyrir efnahagsleg áföll sem fylgja Covid-19 faraldrinum er ekki að greina að Íslendingar hafi markvert dregið úr stuðningi sínum við hjálparsamtök. Forsvarsmenn þeirra eru þó nokkuð uggandi um hvað muni verða á næstu mánuðum. Mynd: Unicef

Enginn flótti hefur brostið á í röðum Íslendinga sem styðja hjálpar- og mannúðarsamtök, þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. Í einhverjum tilvikum má greina eilitla fækkun en í öðrum hefur þeim, sem styðja hjálparstarf, fjölgað frekar en hitt. Starfsemi þeirra samtaka sem Stundin hafði samband við hefur þó öll orðið þyngri vegna kórónaveirufaraldursins og einkum er það vegna þess ótryggs ástands erlendis, þar sem sum samtakanna halda úti starfsemi. 

Hjá UNICEF á Íslandi, landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur fólk ekki greint fækkun í hópi stuðningsaðila eða samdrátt í framlögum þeirra.  „Svo skemmtilega - og heppilega - vill til að fólk á Íslandi virðist þvert á móti hafa þjappað sér saman um að gleyma ekki börnum í neyð. Þó að ástandið sé kannski skítt hjá okkur, þá er það alltaf verra hjá þeim,“ segir Sigurður Mikael Jónsson, upplýsingafulltrúi UNICEF.

Sigurður Mikael segir að samtökin hafi fengið góðan stuðning við COVID-19 neyðarsöfnun UNICEF nýverið og þá hafi Íslendingar tekið mjög vel í Sannar gjafir, verkefni samtakanna þar sem meðal annars hefur verið seld vernd fyrir heilbrigðisstarfsfólk, handsápur og fleira sem tengist faraldrinum.  „Okkar mikilvægasta og tryggasta bakland er svo auðvitað Heimsforeldrar og þar hefur fólk ekki látið neinn bilbug á sér finna.“

Mikilvægara en nokkru sinni að gæta að mannréttindum

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastýra Amnesty International á Íslandi, segir að COVID-19 faraldurinn hafi haft áhrif á starfsemi samtakanna, einkum hvað varðar mikilvægi þess að fylgjast með stöðu mannréttindamála í faraldrinum. „Eins og staðan er núna hafa verið einhverjar úrsagnir þar sem tiltekið hefur verið að fólk hafi misst vinnuna eða að það sé óöruggt með tekjur sínar. Heildarfjöldi úrsagna er hins vegar ekkert meiri heldur en í venjulegu árferði. Við höfum síðan lagt áherslu á að koma þeim skilaboðum út til almennings að nú skipti mjög miklu máli að gæta að mannréttindum. Í svona ástandi er hætta á að yfirvöld nýti sér stöðuna til að skerða mannréttindi á einn eða annan hátt, eins og tjáningarfrelsið eða friðhelgi einkalífs. Þess vegna er ekki síður nú en áður mikilvægt að Amnesty International sé í stakk búið til að fylgjast með og vekja athygli á því ef mannréttindi eru brotin, og það höfum við verið að gera.“ 

„Við finnum fyrir meiri velvild núna heldur en í meðalári“

Hjá Rauða krossinum hefur orðið meiri fjölgun í hópi Mannvina, stuðningsaðila samtakanna, upp á síðkastið heldur en oft áður, að sögn Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa. „Við finnum fyrir meiri velvild núna heldur en í meðalári. Almenningur hefur því þjappað sér saman utan um okkar starfsemi. Við höfum hins vegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi sökum þess að Rauði krossinn er einn af eigendum Íslandsspila, sem reka spilakassana sem var lokað vegna samkomubannsins. Þess vegna hafa mannvinir aldrei verið mikilvægari í okkar starfi, vegna þess að sá tekjustofn er horfinn.“

Brynhildur segir að sömuleiðis hafi tekjur af rekstri verslana Rauða krossins dregist verulega saman, enda hafi þurft ýmist að loka þeim eða draga úr rekstri þeirra. „Fólk er bara búið að vera heima hjá sér og því ekki í verslunum. Við vonumst til að núna, þegar samfélagið fer að opnast aðeins meira, muni salan þar glæðast á ný.“

Sjálfboðaliðar hafa þurft að draga sig til baka

Starf ABC barnahjálparinnar hefur orðið fyrir höggi en samtökin halda úti starfsemi í sjö ríkjum Afríku og Asíu. „Við fengum til að mynda skipun um að öll börn þyrftu að yfirgefa heimavistina sem við rekum í Nairobi í Kenía, sem er auðvitað afleitt ,“ segir Laufey Birgisdóttir framkvæmdastýra samtakanna.

Hvað varðar störfin hér heima segir Laufey að mikið af þeim sjálfboðaliðum, sem starfi fyrir samtökin, séu fólk sem glími við undirliggjandi sjúkdóma og hafi þar með þurft að draga sig út úr starfinu. Af þeim sökum hafi þurft að loka öðrum nytjamarkaði samtakanna vegna manneklu. 

„Við hins vegar höfum áhyggjur af því hvað getur gerst núna um mánaðarmótin, þegar margir missa vinnuna“

Þegar kemur að annarri fjáröflun segir Laufey að mikið hafi dregið úr framlögum sem komi í gegnum söfnunarbauka. Ástæðan sé auðvitað sú að fólk sé einfaldlega minna á ferðinni og fari ekki í verslanir þar sem baukarnir séu. Þá hafi verkefninu Börn hjálpa börnum, sem venjulega standi yfir í febrúar til apríl, verið að mestu frestað. Þeir fjármunir sem komi þar inn standi að öllu jöfnu undir byggingaframkvæmdum erlendis. „Okkar grunnrekstur, fyrir utan þetta, eru síðan stuðningur við börn til náms. Mjög fáir hafa sagt upp stuðningi við börnin. Við hins vegar höfum áhyggjur af því hvað getur gerst núna um mánaðarmótin, þegar margir missa vinnuna.“

Laufey bætir við að eftir að COVID-19 faraldurinn fór að hafa áhrif í þeim löndum þar sem samtökin halda úti starfsemi hafi þau haft samband við stuðningsaðila sína og hafið söfnun til að geta aukið við matargjafir til foreldra barnanna sem samtökn styðja. Á tveggja vikna tímabili safnaðist 1,1 milljón króna sem þegar hefur verið nýtt til þessara efna. 

Hæg niðursveifla síðustu misseri

Verkefni SOS barnaþorpanna hafa þyngst verulega að sögn Ragnars Schram, framkvæmdastjóra þeirra. Kostnaður við starfsemina úti hafi aukist verulega með hækkandi vöruverði, aukinni verðbólgu og vöruskorti. Þá hafi kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu aukist talsvert og auk þess þurfi að kosta meiru til við að vernda börnin og þorpin. 

„Hvað varðar stöðuna hér heima, þá hefur eitthvað verið um að fólk hafi samband og segi upp stuðningi en við merkjum ekki neitt fall vegna COVID-19. Það verður hins vegar að segjast að í um eitt og hálft ár, eða kannski sérstaklega frá falli WOW air í mars á síðasta ári, þá hefur verið smá niðursveifla hjá okkur í fjölda styrktaraðila. Á móti kemur að þeir sem hafa haldið áfram að styrkja okkur hafa heldur gefið í, svo við höfum ekki séð lækkun í heildarframlögum. En það er svoleiðis að eftir að við fórum að sjá blikur á lofti í efnahagslífinu hefur heldur fækkað í hópi stuðningsaðila hjá okkur. Við skulum heldur ekki gleyma því að nú eru tugir þúsunda að missa vinnuna og maður veit ekki hvað gerist í framhaldinu vegna þess. Við höfum af því allnokkrar áhyggjur,“ segir Ragnar. 



Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár