Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur

For­svars­fólk hjálp­ar­sam­taka hef­ur þó áhyggj­ur af því hvað kunni að ger­ast þeg­ar fjölda­upp­sagn­ir verða komn­ar til fram­kvæmda. Verk­efni er­lend­is eru orð­in kostn­að­ar­sam­ari og erf­ið­ari.

Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur
Styðja áfram við þá sem minna mega sín Þrátt fyrir efnahagsleg áföll sem fylgja Covid-19 faraldrinum er ekki að greina að Íslendingar hafi markvert dregið úr stuðningi sínum við hjálparsamtök. Forsvarsmenn þeirra eru þó nokkuð uggandi um hvað muni verða á næstu mánuðum. Mynd: Unicef

Enginn flótti hefur brostið á í röðum Íslendinga sem styðja hjálpar- og mannúðarsamtök, þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. Í einhverjum tilvikum má greina eilitla fækkun en í öðrum hefur þeim, sem styðja hjálparstarf, fjölgað frekar en hitt. Starfsemi þeirra samtaka sem Stundin hafði samband við hefur þó öll orðið þyngri vegna kórónaveirufaraldursins og einkum er það vegna þess ótryggs ástands erlendis, þar sem sum samtakanna halda úti starfsemi. 

Hjá UNICEF á Íslandi, landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur fólk ekki greint fækkun í hópi stuðningsaðila eða samdrátt í framlögum þeirra.  „Svo skemmtilega - og heppilega - vill til að fólk á Íslandi virðist þvert á móti hafa þjappað sér saman um að gleyma ekki börnum í neyð. Þó að ástandið sé kannski skítt hjá okkur, þá er það alltaf verra hjá þeim,“ segir Sigurður Mikael Jónsson, upplýsingafulltrúi UNICEF.

Sigurður Mikael segir að samtökin hafi fengið góðan stuðning við COVID-19 neyðarsöfnun UNICEF nýverið og þá hafi Íslendingar tekið mjög vel í Sannar gjafir, verkefni samtakanna þar sem meðal annars hefur verið seld vernd fyrir heilbrigðisstarfsfólk, handsápur og fleira sem tengist faraldrinum.  „Okkar mikilvægasta og tryggasta bakland er svo auðvitað Heimsforeldrar og þar hefur fólk ekki látið neinn bilbug á sér finna.“

Mikilvægara en nokkru sinni að gæta að mannréttindum

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastýra Amnesty International á Íslandi, segir að COVID-19 faraldurinn hafi haft áhrif á starfsemi samtakanna, einkum hvað varðar mikilvægi þess að fylgjast með stöðu mannréttindamála í faraldrinum. „Eins og staðan er núna hafa verið einhverjar úrsagnir þar sem tiltekið hefur verið að fólk hafi misst vinnuna eða að það sé óöruggt með tekjur sínar. Heildarfjöldi úrsagna er hins vegar ekkert meiri heldur en í venjulegu árferði. Við höfum síðan lagt áherslu á að koma þeim skilaboðum út til almennings að nú skipti mjög miklu máli að gæta að mannréttindum. Í svona ástandi er hætta á að yfirvöld nýti sér stöðuna til að skerða mannréttindi á einn eða annan hátt, eins og tjáningarfrelsið eða friðhelgi einkalífs. Þess vegna er ekki síður nú en áður mikilvægt að Amnesty International sé í stakk búið til að fylgjast með og vekja athygli á því ef mannréttindi eru brotin, og það höfum við verið að gera.“ 

„Við finnum fyrir meiri velvild núna heldur en í meðalári“

Hjá Rauða krossinum hefur orðið meiri fjölgun í hópi Mannvina, stuðningsaðila samtakanna, upp á síðkastið heldur en oft áður, að sögn Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa. „Við finnum fyrir meiri velvild núna heldur en í meðalári. Almenningur hefur því þjappað sér saman utan um okkar starfsemi. Við höfum hins vegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi sökum þess að Rauði krossinn er einn af eigendum Íslandsspila, sem reka spilakassana sem var lokað vegna samkomubannsins. Þess vegna hafa mannvinir aldrei verið mikilvægari í okkar starfi, vegna þess að sá tekjustofn er horfinn.“

Brynhildur segir að sömuleiðis hafi tekjur af rekstri verslana Rauða krossins dregist verulega saman, enda hafi þurft ýmist að loka þeim eða draga úr rekstri þeirra. „Fólk er bara búið að vera heima hjá sér og því ekki í verslunum. Við vonumst til að núna, þegar samfélagið fer að opnast aðeins meira, muni salan þar glæðast á ný.“

Sjálfboðaliðar hafa þurft að draga sig til baka

Starf ABC barnahjálparinnar hefur orðið fyrir höggi en samtökin halda úti starfsemi í sjö ríkjum Afríku og Asíu. „Við fengum til að mynda skipun um að öll börn þyrftu að yfirgefa heimavistina sem við rekum í Nairobi í Kenía, sem er auðvitað afleitt ,“ segir Laufey Birgisdóttir framkvæmdastýra samtakanna.

Hvað varðar störfin hér heima segir Laufey að mikið af þeim sjálfboðaliðum, sem starfi fyrir samtökin, séu fólk sem glími við undirliggjandi sjúkdóma og hafi þar með þurft að draga sig út úr starfinu. Af þeim sökum hafi þurft að loka öðrum nytjamarkaði samtakanna vegna manneklu. 

„Við hins vegar höfum áhyggjur af því hvað getur gerst núna um mánaðarmótin, þegar margir missa vinnuna“

Þegar kemur að annarri fjáröflun segir Laufey að mikið hafi dregið úr framlögum sem komi í gegnum söfnunarbauka. Ástæðan sé auðvitað sú að fólk sé einfaldlega minna á ferðinni og fari ekki í verslanir þar sem baukarnir séu. Þá hafi verkefninu Börn hjálpa börnum, sem venjulega standi yfir í febrúar til apríl, verið að mestu frestað. Þeir fjármunir sem komi þar inn standi að öllu jöfnu undir byggingaframkvæmdum erlendis. „Okkar grunnrekstur, fyrir utan þetta, eru síðan stuðningur við börn til náms. Mjög fáir hafa sagt upp stuðningi við börnin. Við hins vegar höfum áhyggjur af því hvað getur gerst núna um mánaðarmótin, þegar margir missa vinnuna.“

Laufey bætir við að eftir að COVID-19 faraldurinn fór að hafa áhrif í þeim löndum þar sem samtökin halda úti starfsemi hafi þau haft samband við stuðningsaðila sína og hafið söfnun til að geta aukið við matargjafir til foreldra barnanna sem samtökn styðja. Á tveggja vikna tímabili safnaðist 1,1 milljón króna sem þegar hefur verið nýtt til þessara efna. 

Hæg niðursveifla síðustu misseri

Verkefni SOS barnaþorpanna hafa þyngst verulega að sögn Ragnars Schram, framkvæmdastjóra þeirra. Kostnaður við starfsemina úti hafi aukist verulega með hækkandi vöruverði, aukinni verðbólgu og vöruskorti. Þá hafi kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu aukist talsvert og auk þess þurfi að kosta meiru til við að vernda börnin og þorpin. 

„Hvað varðar stöðuna hér heima, þá hefur eitthvað verið um að fólk hafi samband og segi upp stuðningi en við merkjum ekki neitt fall vegna COVID-19. Það verður hins vegar að segjast að í um eitt og hálft ár, eða kannski sérstaklega frá falli WOW air í mars á síðasta ári, þá hefur verið smá niðursveifla hjá okkur í fjölda styrktaraðila. Á móti kemur að þeir sem hafa haldið áfram að styrkja okkur hafa heldur gefið í, svo við höfum ekki séð lækkun í heildarframlögum. En það er svoleiðis að eftir að við fórum að sjá blikur á lofti í efnahagslífinu hefur heldur fækkað í hópi stuðningsaðila hjá okkur. Við skulum heldur ekki gleyma því að nú eru tugir þúsunda að missa vinnuna og maður veit ekki hvað gerist í framhaldinu vegna þess. Við höfum af því allnokkrar áhyggjur,“ segir Ragnar. 



Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár