Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kirkjan birtir auglýsingar og sendir börnum boli

Þjóð­kirkj­an keypti fjög­urra blað­síðna aug­lýs­ingu í Morg­un­blað­inu til að óska gleði­legs sum­ars. Sam­skipta­stjóri seg­ir til­efni til að senda kveðju og styðja at­vinnu­líf­ið í nú­ver­andi ástandi.

Kirkjan birtir auglýsingar og sendir börnum boli
Agnes M. Sigurðardóttir Biskup sýnir bolinn sem öll börn fædd 2007 fengu sendan. Mynd: Þjóðkirkjan

„Guði sé lof fyrir gleðilegt sumar“ stóð framan á Morgunblaðinu á fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Kveðjan var hluti af fjögurra blaðsíðna auglýsingu Þjóðkirkjunnar sem birtist sem kápa utan um blaðið allt. Einnig voru fluttar auglýsingar í útvarpi.

Þá sendi Þjóðkirkjan í vikunni boli með merki stofnunarinnar til 4.100 barna. Viðtakendur eru öll börn á Íslandi fædd 2007, en þau komast á fermingaraldur á næsta ári. „Skírnarkjólsbolnum“ svokallaða fylgdu leiðbeiningar um að fara inn á síðuna Ferming.is og leita upplýsinga um athafnir næsta árs.

„Þó svo veiruinnrás hafi sett fermingar vorsins í kransaköku sjáum við glitta í fermingarlandið,“ segir í tilkynningunni. „Þá er ekki seinna vænna að hefja fermingarundurbúning ársins 2021, barna fædd 2007. Það er sumsé ekki til fermingarundirbúningur. En, það er til fermingarundurbúningur. Ok, boomer!“

„Skírnarkjólsbolurinn er hallærislega allrar athygli verður“

Með tilkynningunni fylgdi mynd af Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi í bolnum. „Skírnarkjólsbolurinn er hallærislega allrar athygli verður, eins og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár