„Guði sé lof fyrir gleðilegt sumar“ stóð framan á Morgunblaðinu á fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Kveðjan var hluti af fjögurra blaðsíðna auglýsingu Þjóðkirkjunnar sem birtist sem kápa utan um blaðið allt. Einnig voru fluttar auglýsingar í útvarpi.
Þá sendi Þjóðkirkjan í vikunni boli með merki stofnunarinnar til 4.100 barna. Viðtakendur eru öll börn á Íslandi fædd 2007, en þau komast á fermingaraldur á næsta ári. „Skírnarkjólsbolnum“ svokallaða fylgdu leiðbeiningar um að fara inn á síðuna Ferming.is og leita upplýsinga um athafnir næsta árs.
„Þó svo veiruinnrás hafi sett fermingar vorsins í kransaköku sjáum við glitta í fermingarlandið,“ segir í tilkynningunni. „Þá er ekki seinna vænna að hefja fermingarundurbúning ársins 2021, barna fædd 2007. Það er sumsé ekki til fermingarundirbúningur. En, það er til fermingarundurbúningur. Ok, boomer!“
„Skírnarkjólsbolurinn er hallærislega allrar athygli verður“
Með tilkynningunni fylgdi mynd af Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi í bolnum. „Skírnarkjólsbolurinn er hallærislega allrar athygli verður, eins og …
Athugasemdir