Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tekjurnar minnka en verkefnum fjölgar

Bú­ist er við að út­svar­s­tekj­ur sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni drag­ast sam­an um 30 millj­arða í ár og á næsta ári. Á sama tíma er bú­ist við gríð­ar­legri aukn­ingu í fé­lags­þjón­ustu. Sveit­ar­fé­lög­in vilja óend­urkræf fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði og láns­fé á hag­kvæm­um kjör­um.

Tekjurnar minnka en verkefnum fjölgar
Framkvæmdir Samdráttur í byggingaframkvæmdum er ein ástæða þess að tekjur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa dregist saman. Á sama tíma hefur þörfin fyrir þjónustu þeirra aukist mikið. Áætlað er að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um það sem nemur 130.000 á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næsta ári. Mynd: Davíð Þór

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa frammi fyrir gríðarlegri tekjuskerðingu vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins og á sama tíma hefur þörfin fyrir þá nærþjónustu sem þau veita sjaldan, eða aldrei, verið jafn mikil. Auknar lántökur myndu hafa langvarandi og lamandi áhrif á skóla- og félagsþjónustu og sveitarfélögin vilja óendurkræf fjárframlög úr ríkissjóði og lánsfé á hagkvæmum kjörum. Verði ekkert að gert gætu þau þurft að nýta sér hlutabótaleiðina.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, sendu frá sér minnisblað fyrr í vikunni þar sem fram koma niðurstöður greininga fjármálastjóra sveitarfélaganna á áhrifum faraldursins á fjárhag þeirra og þjónustu. Gangi þær eftir verði rekstur sveitarfélaganna ósjálfbær um langan tíma og verði ekki leystur nema með miklum lántökum og niðurskurði í þjónustu sveitarfélaganna, nema til komi ríkisaðstoð. 

Minnisblaðið var sent Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra og undir það skrifa bæjarstjórar og borgarstjóri þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að samtökunum en það eru Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í MosfellsbæHann segir ljóst að sveitarfélögin muni verða fyrir miklu tekjutapi. Margir óvissuþættir séu og erfitt að átta sig á heildarmyndinni á þessum tímapunkti.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ljóst að sveitarfélögin muni verða fyrir miklu tekjutapi. Margir óvissuþættir séu og erfitt að átta sig á heildarmyndinni á þessum tímapunkti. „Við í Mosfellsbæ eigum til dæmis ekki von á að íbúum muni fjölga jafn mikið í ár og við höfðum gert ráð fyrir og þá verða tekjur af gatnagerðargjöldum minni en við höfðum áætlað. Og það er alveg ljóst að sveitarfélögin munu verða fyrir talsverðum kostnaðarauka, haldi þau áfram úti þeirri þjónustu sem þau gera nú,“ segir Haraldur.

Í minnisblaðinu kemur fram að í fyrstu hafi verið talið að höggið myndi standa í stuttan tíma, eða þrjá til sex  mánuði. Greiningarnar hafi leitt í ljós að djúp niðursveifla verði í níu til tólf mánuði og að áætla megi að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um það sem nemur 130.000 á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu samanlagt í ár og á næsta ári. Þessi upphæð nemur því að tekjur þessara sveitarfélaga myndu lækka um 30 milljarða. Því til viðbótar er tekjulækkun vegna niðurfellingar þjónustugjalda sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla og fjármagnskostnaður og aukinn þungi afborgana vegna tekjusamdráttar og kostnaðarauka, auk fjármögnunar aðgerða, eins og frestun fasteignagjaldatekna. 

Meira á hvern íbúa vegna velferðarþjónustu

Í minnisblaðinu er áætlað að hækkun framlaga til velferðarþjónustu, þar með talinnar félagslegrar þjónustu, fjárhagsaðstoðar og vegna húsnæðisbóta, verði að minnsta kosti 8 milljarðar króna í ár og á næsta ári. Það eru um 35.000 krónur á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að gangi spár um aukið atvinnuleysi eftir sé ljóst að kostnaður vegna þessara þátta muni áfram verða hár á komandi árum. 

„Áætla má að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um 130.000 á hvern íbúa samanlagt í ár og á næsta ári“

Minni byggingarumsvif hafi áhrif á tekjur af byggingaréttargjöldum og gatnagerðargjöldum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggur fyrir nákvæm greining á þessum þætti en í Reykjavík, Mosfellsbæ og Hafnarfirði er gert ráð fyrir því að samtals muni þessar tekjur lækka um 15 milljarða króna, að stærstum hluta í Reykjavík á fyrrgreindu tímabili. 

Mikill tekjusamdráttur Strætó og Sorpu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reka saman byggðasamlögin Strætó bs. og Sorpu. Hjá báðum samlögum hefur orðið talsverð tekjulækkun það sem af er ári, hjá Strætó nemur hún 500 milljónum í ár en þar hefur ferðum verið fækkað um 60%. Verulegt tekjutap er fyrirsjáanlegt hjá Sorpu vegna minnkandi umsvifa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin bera einnig kostnað við almannavarnir á svæðinu og hefur hann aukist umtalsvert vegna faraldursins.

Haraldur segir að gera megi ráð fyrir því að sveitarfélögin muni þurfa að efla félagsþjónustu sína talsvert, en ekki sé hægt að áætla nú hversu mikið eða á hvaða sviðum. Erfitt sé að sjá hvernig sveitarfélögin eigi að geta nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og aukin þörf sé fyrir þjónustu þeirra.

„Það fer örugglega illa saman. En byggðasamlögin okkar, Sorpa og Strætó, eru reyndar þegar farin að nýta sér þessa leið að einhverju leyti. Það hefur dregið það mikið úr þjónustu þeirra,“ segir Haraldur. Hann segir að það hafi ekki komið til tals á vettvangi SSH að fækka starfsfólki sveitarfélaganna: „Nei, það hefur ekki verið rætt.“

Í minnisblaðinu segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til þess að láta fjárfestingaáætlanir ganga eftir og helst flýta eða auka við framkvæmdir. Framkvæmdaáætlanir sveitarfélaganna gera ráð fyrir að fjárfesta fyrir um 52 milljarða króna á höfuðborgarsvæðinu í ár og með auknu fjármagni og flýtingum um 55 milljarða króna. Samtals eru þetta um 110 milljarða króna fjárfestingar sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra á árunum 2020 og 2021. 

Langvarandi og lamandi áhrif

Haraldur segir líklega allan gang á því hvort sveitarfélögin geti aukið við eða flýtt framkvæmdum. „Í Mosfellsbæ eru reyndar fordæmalausar framkvæmdir á þessu ári, fyrir um það bil þrjá milljarða, og við höfum einfaldlega ekki möguleika á að framkvæma meira. Við höfum aftur á móti flýtt viðhaldsframkvæmdum, til dæmis sinnt viðhaldi á íþróttamannvirkjum á meðan þau hafa verið lokuð, en það hefðum við annars gert í sumar.“

Í minnisblaðinu segir að verði efnahagslegum áhrifum af faraldrinum velt yfir á fjárhag sveitarfélaganna með stóraukinni lántöku sé tvennt ljóst: Í fyrsta lagi myndi það hafa „langvarandi og lamandi áhrif á skóla- og velferðarþjónustuna við íbúa vegna þeirrar hagræðingar og niðurskurðar sem slíkar skuldir, vaxtakostnaður og afborganir myndu hafa í för með sér. Í öðru lagi væri sveitarfélögunum ekki fært að taka þátt í því viðnámi, hvorki í veittri þjónustu, vinnumarkaðsaðgerðum eða verklegum framkvæmdum sem þarf til að samfélagið komist hratt á nýjan og betri stað, með auknum umsvifum og atvinnu um leið og faraldurinn leyfir,“ eins og segir í minnisblaðinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár