Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tekjurnar minnka en verkefnum fjölgar

Bú­ist er við að út­svar­s­tekj­ur sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni drag­ast sam­an um 30 millj­arða í ár og á næsta ári. Á sama tíma er bú­ist við gríð­ar­legri aukn­ingu í fé­lags­þjón­ustu. Sveit­ar­fé­lög­in vilja óend­urkræf fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði og láns­fé á hag­kvæm­um kjör­um.

Tekjurnar minnka en verkefnum fjölgar
Framkvæmdir Samdráttur í byggingaframkvæmdum er ein ástæða þess að tekjur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa dregist saman. Á sama tíma hefur þörfin fyrir þjónustu þeirra aukist mikið. Áætlað er að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um það sem nemur 130.000 á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næsta ári. Mynd: Davíð Þór

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa frammi fyrir gríðarlegri tekjuskerðingu vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins og á sama tíma hefur þörfin fyrir þá nærþjónustu sem þau veita sjaldan, eða aldrei, verið jafn mikil. Auknar lántökur myndu hafa langvarandi og lamandi áhrif á skóla- og félagsþjónustu og sveitarfélögin vilja óendurkræf fjárframlög úr ríkissjóði og lánsfé á hagkvæmum kjörum. Verði ekkert að gert gætu þau þurft að nýta sér hlutabótaleiðina.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, sendu frá sér minnisblað fyrr í vikunni þar sem fram koma niðurstöður greininga fjármálastjóra sveitarfélaganna á áhrifum faraldursins á fjárhag þeirra og þjónustu. Gangi þær eftir verði rekstur sveitarfélaganna ósjálfbær um langan tíma og verði ekki leystur nema með miklum lántökum og niðurskurði í þjónustu sveitarfélaganna, nema til komi ríkisaðstoð. 

Minnisblaðið var sent Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra og undir það skrifa bæjarstjórar og borgarstjóri þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að samtökunum en það eru Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í MosfellsbæHann segir ljóst að sveitarfélögin muni verða fyrir miklu tekjutapi. Margir óvissuþættir séu og erfitt að átta sig á heildarmyndinni á þessum tímapunkti.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ljóst að sveitarfélögin muni verða fyrir miklu tekjutapi. Margir óvissuþættir séu og erfitt að átta sig á heildarmyndinni á þessum tímapunkti. „Við í Mosfellsbæ eigum til dæmis ekki von á að íbúum muni fjölga jafn mikið í ár og við höfðum gert ráð fyrir og þá verða tekjur af gatnagerðargjöldum minni en við höfðum áætlað. Og það er alveg ljóst að sveitarfélögin munu verða fyrir talsverðum kostnaðarauka, haldi þau áfram úti þeirri þjónustu sem þau gera nú,“ segir Haraldur.

Í minnisblaðinu kemur fram að í fyrstu hafi verið talið að höggið myndi standa í stuttan tíma, eða þrjá til sex  mánuði. Greiningarnar hafi leitt í ljós að djúp niðursveifla verði í níu til tólf mánuði og að áætla megi að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um það sem nemur 130.000 á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu samanlagt í ár og á næsta ári. Þessi upphæð nemur því að tekjur þessara sveitarfélaga myndu lækka um 30 milljarða. Því til viðbótar er tekjulækkun vegna niðurfellingar þjónustugjalda sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla og fjármagnskostnaður og aukinn þungi afborgana vegna tekjusamdráttar og kostnaðarauka, auk fjármögnunar aðgerða, eins og frestun fasteignagjaldatekna. 

Meira á hvern íbúa vegna velferðarþjónustu

Í minnisblaðinu er áætlað að hækkun framlaga til velferðarþjónustu, þar með talinnar félagslegrar þjónustu, fjárhagsaðstoðar og vegna húsnæðisbóta, verði að minnsta kosti 8 milljarðar króna í ár og á næsta ári. Það eru um 35.000 krónur á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að gangi spár um aukið atvinnuleysi eftir sé ljóst að kostnaður vegna þessara þátta muni áfram verða hár á komandi árum. 

„Áætla má að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um 130.000 á hvern íbúa samanlagt í ár og á næsta ári“

Minni byggingarumsvif hafi áhrif á tekjur af byggingaréttargjöldum og gatnagerðargjöldum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggur fyrir nákvæm greining á þessum þætti en í Reykjavík, Mosfellsbæ og Hafnarfirði er gert ráð fyrir því að samtals muni þessar tekjur lækka um 15 milljarða króna, að stærstum hluta í Reykjavík á fyrrgreindu tímabili. 

Mikill tekjusamdráttur Strætó og Sorpu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reka saman byggðasamlögin Strætó bs. og Sorpu. Hjá báðum samlögum hefur orðið talsverð tekjulækkun það sem af er ári, hjá Strætó nemur hún 500 milljónum í ár en þar hefur ferðum verið fækkað um 60%. Verulegt tekjutap er fyrirsjáanlegt hjá Sorpu vegna minnkandi umsvifa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin bera einnig kostnað við almannavarnir á svæðinu og hefur hann aukist umtalsvert vegna faraldursins.

Haraldur segir að gera megi ráð fyrir því að sveitarfélögin muni þurfa að efla félagsþjónustu sína talsvert, en ekki sé hægt að áætla nú hversu mikið eða á hvaða sviðum. Erfitt sé að sjá hvernig sveitarfélögin eigi að geta nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og aukin þörf sé fyrir þjónustu þeirra.

„Það fer örugglega illa saman. En byggðasamlögin okkar, Sorpa og Strætó, eru reyndar þegar farin að nýta sér þessa leið að einhverju leyti. Það hefur dregið það mikið úr þjónustu þeirra,“ segir Haraldur. Hann segir að það hafi ekki komið til tals á vettvangi SSH að fækka starfsfólki sveitarfélaganna: „Nei, það hefur ekki verið rætt.“

Í minnisblaðinu segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til þess að láta fjárfestingaáætlanir ganga eftir og helst flýta eða auka við framkvæmdir. Framkvæmdaáætlanir sveitarfélaganna gera ráð fyrir að fjárfesta fyrir um 52 milljarða króna á höfuðborgarsvæðinu í ár og með auknu fjármagni og flýtingum um 55 milljarða króna. Samtals eru þetta um 110 milljarða króna fjárfestingar sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra á árunum 2020 og 2021. 

Langvarandi og lamandi áhrif

Haraldur segir líklega allan gang á því hvort sveitarfélögin geti aukið við eða flýtt framkvæmdum. „Í Mosfellsbæ eru reyndar fordæmalausar framkvæmdir á þessu ári, fyrir um það bil þrjá milljarða, og við höfum einfaldlega ekki möguleika á að framkvæma meira. Við höfum aftur á móti flýtt viðhaldsframkvæmdum, til dæmis sinnt viðhaldi á íþróttamannvirkjum á meðan þau hafa verið lokuð, en það hefðum við annars gert í sumar.“

Í minnisblaðinu segir að verði efnahagslegum áhrifum af faraldrinum velt yfir á fjárhag sveitarfélaganna með stóraukinni lántöku sé tvennt ljóst: Í fyrsta lagi myndi það hafa „langvarandi og lamandi áhrif á skóla- og velferðarþjónustuna við íbúa vegna þeirrar hagræðingar og niðurskurðar sem slíkar skuldir, vaxtakostnaður og afborganir myndu hafa í för með sér. Í öðru lagi væri sveitarfélögunum ekki fært að taka þátt í því viðnámi, hvorki í veittri þjónustu, vinnumarkaðsaðgerðum eða verklegum framkvæmdum sem þarf til að samfélagið komist hratt á nýjan og betri stað, með auknum umsvifum og atvinnu um leið og faraldurinn leyfir,“ eins og segir í minnisblaðinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár