Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samfylkingin vill flytja Alþingi í Hörpu

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur ósk­að eft­ir því við for­sæt­is­nefnd Al­þing­is að grip­ið verði til að­gerða svo þing­ið geti starf­að. „Óvenju­leg­ar að­stæð­ur kalla á óhefð­bundn­ar lausn­ir.“

Samfylkingin vill flytja Alþingi í Hörpu
Logi Einarsson Samfylkingin telur hættu á mistökum við þingstörf í núverandi aðstæðum. Mynd: Pressphotos

Þingflokkur Samfylkingarinnar telur að brýn mál fái ekki afgreiðslu og að hætta á mistökum við lagasetningu hafi aukist vegna Covid-19 faraldursins. Þingflokkurinn sendi forsætisnefnd Alþingis erindi í gær þar sem óskað var eftir því að þingstörf verið flutt í hentugri sal, til dæmis tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.

Í erindinu segir að þrátt fyrir góðan vilja og vinnu viðbragðsteymis og starfsfólks Alþingis telji þingflokkurinn að grípa þurfi til frekari aðgerða svo Alþingi geti starfað. „Þörf er á djörfum og skapandi lausnum og vilja til að afskrifa ekki hugmyndir of snemma,“ segir í erindinu. „Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir.“

Þingflokkurinn segir að ríkisstjórnin hafi haldið samráði við stjórnarandstöðu í algjöru lágmarki að undanförnu vegna aðstæðna. „Rétt er að muna að Alþingi þarf að veita heimildir fyrir öllum þeim útgjöldum sem mál ríkisstjórnarinnar munu hafa í för með sér. Mörg brýn mál bíða afgreiðslu þingsins, einnig mál sem ekki tengjast COVID-19 beint en varða hag landsins og framtíð þess. Með hentugra fyrirkomulagi má ætla að við getum unnið áfram hluta af þeim,“ segir í erindinu.

„Mörg brýn mál bíða afgreiðslu þingsins“

Samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar verður þinghald áfram takmarkað, þingfundir aðeins haldnir tvisvar í viku og mál tengd faraldrinum njóta forgangs. „Fjöldi mála er komast fyrir í takmarkaðri dagskrá þingsins er lítill og fyrirséð að brýn mál fá ekki afgreiðslu á þessu löggjafarþingi,“ segir í erindi þingflokksins. „Fyrir utan þann lýðræðishalla sem slíkar takmarkanir skapa, sérstaklega í ljósi afstöðu framkvæmdarvaldsins, telur þingflokkur Samfylkingarinnar að þær margfaldi hættu á mistökum við lagasetningu.

Af þessum sökum leggur Samfylkingin til að þingstörf verði færð í hentugri þingsal, t.d. Hörpu sem stendur nú auð, svo löggjafinn geti sinnt lýðræðislega hlutverki sínu. Tæknilegar útfærslur eru einfaldar, enda er t.d. Harpa vel búin öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynlegar eru til að gera útfærslu þingfunda sem skilvirkasta auk þess að hafa yfir að ráða tæknifólki sem getur hæglega sett upp þingfund með skömmum fyrirvara. Þá hafa samtöl leitt í ljós að einfalt sé að sé að setja upp öruggt atkvæðagreiðslukerfi.“

Þingflokkurinn óskar eftir rökstuðningi frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og viðbragðsteyminu, verði ekki orðið við tillögunni.

Erindi þingflokksins í heild sinni:

Erindi til forsætisnefndar vegna starfa þingsins á tímum COVID-19 heimsfaraldurs 

Þrátt fyrir góðan vilja og vinnu viðbragðsteymis og starfsfólks Alþingis telur þingflokkur Samfylkingarinnar nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að tryggja að löggjafarþingið geti starfað með sem eðlilegustum hætti á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn gengur yfir. Þörf er á djörfum og skapandi lausnum og vilja til að afskrifa ekki hugmyndir of snemma. Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir. 

Mikilvægt er að þingmenn geti farið vandlega yfir þá neyðarpakka og þingmál sem ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan leggja fram vegna COVID-19 – bæði til að lagfæra þau en ekki síður til að veita aðhald eins og þingræðisfyrirkomulag okkar gerir ráð fyrir. Rétt er að muna að Alþingi þarf að veita heimildir fyrir öllum þeim útgjöldum sem mál ríkisstjórnarinnar munu hafa í för með sér. Mörg brýn mál bíða afgreiðslu þingsins, einnig mál sem ekki tengjast COVID-19 beint en varða hag landsins og framtíð þess. Með hentugra fyrirkomulagi má ætla að við getum getum unnið áfram hluta af þeim. Miklu máli skiptir að samfella sé í störfum þingsins og viss fyrirsjáanleiki. 

Eðlilegra þinghald gæfi þingmönnum auk þess betri möguleika á að kalla eftir bakgrunnsupplýsingum, sviðsmyndagreiningum og frekari gögnum sem er nauðsynlegt fyrir löggjafann að búa yfir til að geta tekið upplýsta afstöðu og ákvarðanir um mál sem fjallað verður um í þingnefndum og greidd atkvæði um. 

Þetta er ekki síður mikilvægt í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda samráði og samskiptum við löggjafann í algjöru lágmarki en vísað til þess að samráð eigi sér stað í þinglegri meðferð mála. Eins og sást glöggt á skjótum viðbrögðum þingsins við hlutabótaúrræðinu, sem Velferðarnefndar fékk ófullburða í fangið án nokkurrar aðkomu á fyrri stigum, er stjórnarandstaðan reiðurbúin til að leggja sitt af mörkum. Hægt væri að hraða vinnu, auka traust á aðgerðum stjórnvalda sem og störfum þingsins ef þingmönnum yrði gert betur kleift að sinna stjórnarskrárbundinni skyldu sinnu auk þess sem þingið gæti starfað í fullri virkni við meðferð annarra mála.

Sú tilhögun sem viðbragðsteymið hefur ákveðið í samráði við forseta þingsins felur því miður í sér að þinghald verði áfram takmarkað – þó að vissulega hafi fundist fyrirkomulag á störfum þingfunda og atkvæðagreiðslum er augljóst að það bindur hendur þingmanna. Fjöldi mála er komast fyrir í takmarkaðri dagskrá þingsins er lítill og fyrirséð að brýn mál fá ekki afgreiðslu á þessu löggjafarþingi. Fyrir utan þann lýðræðishalla sem slíkar takmarkanir skapa, sérstaklega í ljósi afstöðu framkvæmdarvaldsins, telur þingflokkur Samfylkingarinnar að þær margfaldi hættu á mistökum við lagasetningu.

Af þessum sökum leggur Samfylkingin til að þingstörf verði færð í hentugri þingsal, t.d. Hörpu sem stendur nú auð, svo löggjafinn geti sinnt lýðræðislega hlutverki sínu. Tæknilegar útfærslur eru einfaldar, enda er t.d. Harpa vel búin öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynlegar eru til að gera útfærslu þingfunda sem skilvirkasta auk þess að hafa yfir að ráða tæknifólki sem getur hæglega sett upp þingfund með skömmum fyrirvara. Þá hafa samtöl leitt í ljós að einfalt sé að sé að setja upp öruggt atkvæðagreiðslukerfi. 

Ef forseti og viðbragðsteymi Alþingis telur slíkt ekki mögulegt óskum við eftir rökstuðningi þar um sem allra fyrst.

Við áskiljum okkur rétt til að kynna fjölmiðlum efni bréfsins.

Þingflokkur Samfylkingarinnar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár