Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Telja ókunnuga hunsa tilmæli Almannavarna

Mik­il trú er á að­gerð­um Al­manna­varna sam­kvæmt könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar. Ís­lend­ing­ar telja sig og fólk sem þeir þekkja fara vel eft­ir til­mæl­um, en hafa minni trú á hegð­un allra annarra í sam­fé­lag­inu.

Telja ókunnuga hunsa tilmæli Almannavarna
Almannavarnir Mikil trú er á sóttvarnaraðgerðum meðal Íslendinga. Mynd: Heiða Helgadóttir

Mikill stuðningur er við aðgerðir Almannavarna vegna Covid-19 faraldursins og útbreidd þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum er líkleg til að hafa átt veigamikinn þátt í hægum vexti faraldursins. Þetta er niðurstaða könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

„Allt frá 1. apríl hefur mikill meirihluti svarenda, yfir 95 prósent, haft þá trú á að sóttvarnaraðgerðir myndu „mjög líklega“ eða „frekar líklega“ skila þeim árangri að hægja verulega á faraldrinum,“ segir í grein um niðurstöður könnunarinnar. „Eins og við mætti búast eykst fjöldi þeirra sem segja það „mjög líklegt“ eftir að faraldurinn byrjar að réna undir lok tímabilsins, en þá skoðun hafa 70% svaranda í nýjustu mælingunni.“

Niðurstöður benda sterklega til þess að mikill meirihluti almennings hafi tekið tilmæli almannavarna alvarlega, en tæplega 90 prósent svarenda hafa fylgt þessum tilmælum að frekar miklu eða öllu leyti allt tímabilið sem skoðað var.

Þá telja milli 71 og 85 prósent svarenda að þeir aðilar sem þeir eru í mestum samskiptum við fylgi tilmælum almannavarna að mjög miklu eða öllu leyti. Hins vegar virðist fólk hafa minni trú á hegðun allra annarra í samfélaginu. Einungis á milli 34 og 47 prósent svarendanna töldu að Íslendingar almennt væru að fara eftir tilmælunum að miklu eða öllu leyti.

„Trú almennings á aðgerðirnar og að þær myndu skila árangri var sömuleiðis mjög sterk“

„Þær niðurstöður sem hér er fjallað um benda til þess að mikill meirihluti almennings hafi fylgt tilmælum Almannavarna strax í upphafi,“ segir í greininni. „Trú almennings á aðgerðirnar og að þær myndu skila árangri var sömuleiðis mjög sterk, jafnvel á meðan faraldurinn var í fullum vexti. Þetta gerðist jafnvel þótt sektir og lögregluafskipti hafi verið sjaldgæf og að mun meiri áhersla hafi verið á að höfða til borgaralegrar skyldu en beitingu viðurlaga. Samhliða opinni upplýsingagjöf hefur verið lögð áhersla á ávinning samfélagsins af aðgerðunum, frekar en á ávinning einstaklinga. Slagorð aðgerðanna, „við erum öll Almannavarnir“ er dæmi um hvernig send hafa verið skilaboð um að yfirvöld og almenningur séu á sama báti. Útbreidd þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum er líkleg til að hafa átt veigamikinn þátt í hægum vexti faraldursins.“

Könnunin er send til 400 einstaklinga á hverjum degi og þannig er hægt að greina hvernig afstaða Íslendinga breytist yfir tíma. Þátttakendur eru valdir með slembivali. Niðurstöðurnar ná til tímabilsins 1. til 19. apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár