Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Telja ókunnuga hunsa tilmæli Almannavarna

Mik­il trú er á að­gerð­um Al­manna­varna sam­kvæmt könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar. Ís­lend­ing­ar telja sig og fólk sem þeir þekkja fara vel eft­ir til­mæl­um, en hafa minni trú á hegð­un allra annarra í sam­fé­lag­inu.

Telja ókunnuga hunsa tilmæli Almannavarna
Almannavarnir Mikil trú er á sóttvarnaraðgerðum meðal Íslendinga. Mynd: Heiða Helgadóttir

Mikill stuðningur er við aðgerðir Almannavarna vegna Covid-19 faraldursins og útbreidd þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum er líkleg til að hafa átt veigamikinn þátt í hægum vexti faraldursins. Þetta er niðurstaða könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

„Allt frá 1. apríl hefur mikill meirihluti svarenda, yfir 95 prósent, haft þá trú á að sóttvarnaraðgerðir myndu „mjög líklega“ eða „frekar líklega“ skila þeim árangri að hægja verulega á faraldrinum,“ segir í grein um niðurstöður könnunarinnar. „Eins og við mætti búast eykst fjöldi þeirra sem segja það „mjög líklegt“ eftir að faraldurinn byrjar að réna undir lok tímabilsins, en þá skoðun hafa 70% svaranda í nýjustu mælingunni.“

Niðurstöður benda sterklega til þess að mikill meirihluti almennings hafi tekið tilmæli almannavarna alvarlega, en tæplega 90 prósent svarenda hafa fylgt þessum tilmælum að frekar miklu eða öllu leyti allt tímabilið sem skoðað var.

Þá telja milli 71 og 85 prósent svarenda að þeir aðilar sem þeir eru í mestum samskiptum við fylgi tilmælum almannavarna að mjög miklu eða öllu leyti. Hins vegar virðist fólk hafa minni trú á hegðun allra annarra í samfélaginu. Einungis á milli 34 og 47 prósent svarendanna töldu að Íslendingar almennt væru að fara eftir tilmælunum að miklu eða öllu leyti.

„Trú almennings á aðgerðirnar og að þær myndu skila árangri var sömuleiðis mjög sterk“

„Þær niðurstöður sem hér er fjallað um benda til þess að mikill meirihluti almennings hafi fylgt tilmælum Almannavarna strax í upphafi,“ segir í greininni. „Trú almennings á aðgerðirnar og að þær myndu skila árangri var sömuleiðis mjög sterk, jafnvel á meðan faraldurinn var í fullum vexti. Þetta gerðist jafnvel þótt sektir og lögregluafskipti hafi verið sjaldgæf og að mun meiri áhersla hafi verið á að höfða til borgaralegrar skyldu en beitingu viðurlaga. Samhliða opinni upplýsingagjöf hefur verið lögð áhersla á ávinning samfélagsins af aðgerðunum, frekar en á ávinning einstaklinga. Slagorð aðgerðanna, „við erum öll Almannavarnir“ er dæmi um hvernig send hafa verið skilaboð um að yfirvöld og almenningur séu á sama báti. Útbreidd þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum er líkleg til að hafa átt veigamikinn þátt í hægum vexti faraldursins.“

Könnunin er send til 400 einstaklinga á hverjum degi og þannig er hægt að greina hvernig afstaða Íslendinga breytist yfir tíma. Þátttakendur eru valdir með slembivali. Niðurstöðurnar ná til tímabilsins 1. til 19. apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár