Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Telja ókunnuga hunsa tilmæli Almannavarna

Mik­il trú er á að­gerð­um Al­manna­varna sam­kvæmt könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar. Ís­lend­ing­ar telja sig og fólk sem þeir þekkja fara vel eft­ir til­mæl­um, en hafa minni trú á hegð­un allra annarra í sam­fé­lag­inu.

Telja ókunnuga hunsa tilmæli Almannavarna
Almannavarnir Mikil trú er á sóttvarnaraðgerðum meðal Íslendinga. Mynd: Heiða Helgadóttir

Mikill stuðningur er við aðgerðir Almannavarna vegna Covid-19 faraldursins og útbreidd þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum er líkleg til að hafa átt veigamikinn þátt í hægum vexti faraldursins. Þetta er niðurstaða könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

„Allt frá 1. apríl hefur mikill meirihluti svarenda, yfir 95 prósent, haft þá trú á að sóttvarnaraðgerðir myndu „mjög líklega“ eða „frekar líklega“ skila þeim árangri að hægja verulega á faraldrinum,“ segir í grein um niðurstöður könnunarinnar. „Eins og við mætti búast eykst fjöldi þeirra sem segja það „mjög líklegt“ eftir að faraldurinn byrjar að réna undir lok tímabilsins, en þá skoðun hafa 70% svaranda í nýjustu mælingunni.“

Niðurstöður benda sterklega til þess að mikill meirihluti almennings hafi tekið tilmæli almannavarna alvarlega, en tæplega 90 prósent svarenda hafa fylgt þessum tilmælum að frekar miklu eða öllu leyti allt tímabilið sem skoðað var.

Þá telja milli 71 og 85 prósent svarenda að þeir aðilar sem þeir eru í mestum samskiptum við fylgi tilmælum almannavarna að mjög miklu eða öllu leyti. Hins vegar virðist fólk hafa minni trú á hegðun allra annarra í samfélaginu. Einungis á milli 34 og 47 prósent svarendanna töldu að Íslendingar almennt væru að fara eftir tilmælunum að miklu eða öllu leyti.

„Trú almennings á aðgerðirnar og að þær myndu skila árangri var sömuleiðis mjög sterk“

„Þær niðurstöður sem hér er fjallað um benda til þess að mikill meirihluti almennings hafi fylgt tilmælum Almannavarna strax í upphafi,“ segir í greininni. „Trú almennings á aðgerðirnar og að þær myndu skila árangri var sömuleiðis mjög sterk, jafnvel á meðan faraldurinn var í fullum vexti. Þetta gerðist jafnvel þótt sektir og lögregluafskipti hafi verið sjaldgæf og að mun meiri áhersla hafi verið á að höfða til borgaralegrar skyldu en beitingu viðurlaga. Samhliða opinni upplýsingagjöf hefur verið lögð áhersla á ávinning samfélagsins af aðgerðunum, frekar en á ávinning einstaklinga. Slagorð aðgerðanna, „við erum öll Almannavarnir“ er dæmi um hvernig send hafa verið skilaboð um að yfirvöld og almenningur séu á sama báti. Útbreidd þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum er líkleg til að hafa átt veigamikinn þátt í hægum vexti faraldursins.“

Könnunin er send til 400 einstaklinga á hverjum degi og þannig er hægt að greina hvernig afstaða Íslendinga breytist yfir tíma. Þátttakendur eru valdir með slembivali. Niðurstöðurnar ná til tímabilsins 1. til 19. apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár