Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Róbert Spanó: Réttarkerfi Íslands notið góðs af Mannréttindadómstólnum

Ró­bert Spanó hef­ur fyrst­ur Ís­lend­inga og jafn­framt fyrst­ur Norð­ur­landa­búa ver­ið kos­inn for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Á með­al mála dóm­stóls­ins tengd­um Ís­landi má nefna tján­ing­ar­frelsi, skatta­mál, saka­mál og Lands­rétt­ar­mál­ið.

Róbert Spanó: Réttarkerfi Íslands notið góðs af Mannréttindadómstólnum
Heiður Róbert segir mikilvægt fyrir okkar litlu þjóð að Íslendingar veljist til leiðtogastarfa á alþjóðlegum vettvangi. Mynd: STEPHANIE KLEIN

Róbert Spanó fæddist í Reykjavík árið 1972. Móðir hans er Reykvíkingur en faðir hans er frá Napolí. „Við fluttum árið 1979 til Quebec-fylkis í Kanada þar sem ég lærði frönsku sem hefur gagnast mér afar vel hér úti í Strassborg þar sem vinnutungumálin eru enska og franska.

Um sjö árum síðar fluttum við til Ítalíu um rúmlega árs skeið og svo aftur til Íslands.

Ég stundaði nám við Hlíðaskóla og fór svo í Verslunarskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist með stúdentspróf árið 1992. Þaðan lá leiðin í lagadeild Háskóla Íslands þar sem ég lauk embættisprófi árið 1997. Loks innritaðist ég í Oxford-háskóla á Englandi árið 1999 og lauk þar meistaragráðu árið 2000.“

Róbert segir að í fjölskyldu sinni hafi lengi verið sagt að hann hafi talað um að verða lögfræðingur frá því hann var krakki. „Ég held það sé rétt. Ég man allavega ekki eftir því að hafa hugsað um að verða eitthvað annað sem er eilítið öðruvísi en fyrir marga sem leggja lögfræði fyrir sig. Ég var alltaf mjög heillaður af lögfræðibíómyndum og þess háttar. Það var þó ekki fyrr en löngu síðar, eftir að ég hóf störf sem dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness, stuttu eftir að ég útskrifaðist úr lagadeild, sem dómstörfin urðu heillandi.“

Hóf ferilinn hjá skattrannsóknarstjóra

Fyrsta starf Róberts eftir útskrift frá lagadeild HÍ árið 1997 var sem lögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. „Ég starfaði þar aðeins um nokkurra mánaða skeið en hef alltaf sagt að það hafi verið afar góður tími sem gaf mér góða innsýn inn í íslenskt skattkerfi. Í september 1997 hóf ég störf sem dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness þar sem ég starfaði í tæpt eitt ár en var svo ráðinn til starfa hjá embætti umboðsmanns Alþingis í ágúst 1998.

Eftir nám mitt í Oxford réð Tryggvi Gunnarson, þá hæstaréttarlögmaður, mig til starfa sem aðstoðarmann umboðsmanns Alþingis en því starfi gegndi ég til ársins 2004 þegar ég var ráðinn dósent við lagadeild Háskóla Íslands en ég hafði verið lektor í hlutastarfi þar frá árinu 2002. Árið 2007 varð ég síðan prófessor við lagadeild HÍ og forseti deildarinnar á árunum 2010–2013. Eftir fall íslensku bankanna á árinu 2008 var Tryggvi skipaður í rannsóknarnefndina um bankahrunið. Alþingi setti mig þá í að leysa hann af sem umboðsmann Alþingis en því starfi gegndi ég frá janúar 2009 fram á mitt ár 2010 og svo aftur á árinu 2013.

„Það var gríðarlega erfitt starf en virkilega gefandi“

Einn eftirminnilegasti en jafnframt krefjandi tíminn við störf á Íslandi var formennska mín í svokallaðri vistheimilanefnd á árunum 2007 til 2012 en sú nefnd rannsakaði meðal annars Breiðavíkurheimilið og önnur vistheimili þar sem börn dvöldu á árum áður. Það var gríðarlega erfitt starf en virkilega gefandi. Sama er að segja um formennsku mína í rannsóknarnefnd kirkjuþings á árinu 2011.“

Elja íslensku þjóðarinnar 

Róbert var í júní árið 2013 kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og hóf formlega störf 1. nóvember. Kjörtímabilið er níu ár og hann lýkur því störfum 31. október 2022. Í maí 2017 var hann svo kjörinn forseti deildar innan dómstólsins, varaforseti í maí 2019 og svo forseti dómstólsins núna í apríl en hann tekur formlega við því starfi 18. maí.

„Þótt forsetakjörið sé auðvitað ákveðinn persónulegur heiður fyrir mig finnst mér skipta meira máli hve mikilvægt það er fyrir okkar litlu þjóð að Íslendingar veljist til leiðtogastarfa á alþjóðlegum vettvangi. Ég er fyrsti Íslendingurinn og raunar fyrsti Norðurlandabúinn til að gegna embætti forseta dómstólsins frá því að hann var stofnaður í núverandi mynd. Þetta sýnir að við Íslendingar erum til alls megnugir, hvort sem það er á sviði íþrótta eða í því að láta gott af okkur leiða hvar sem er í veröldinni. Sá elja og sá kraftur sem býr í okkar litlu þjóð er með ólíkindum eins og síðustu vikur hafa sýnt þar sem íslenska heilbrigðiskerfið og þríeykið okkar, Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller, hafa sýnt að þau eru afburðafólk og með þekkingu á heimsmælikvarða. Ég hef þurft að fylgjast með framvindu mála úr fjarlægð hér frá Strassborg undanfarnar vikur en framganga þeirra og raunar allrar íslensku þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum hefur fyllt mig miklu stolti.

Dómstóllinn Róbert situr þinghald í yfirdeild Mannréttindadómstólsins.

„Þetta sýnir að við Íslendingar erum til alls megnugir“

Erfiðir tímar fram undan

Fram undan er afar erfitt tímabil fyrir mannréttindavernd í Evrópu sem mun hafa mikil áhrif á störf Mannréttindadómstólsins. „Í fyrsta lagi er alls óvíst hvernig farsóttin mun hafa áhrif á líf okkar til frambúðar en eitt er víst að hún mun hafa mikil og langvarandi áhrif. Þar eru mannréttindi borgaranna ekki undanskilin. Á því er hætta á slíkum tímum að þeir sem fara með opinbert vald gangi of langt, einkum þegar lýðræðislegar undirstöður í samfélaginu eru ekki sterkar fyrir. Hlutverk sjálfstæðra dómstóla, sem grunnstofnana réttarríkisins, verður enn mikilvægara og þar mun Mannréttindadómstóll Evrópu þurfa að sinna sínu hlutverki af kostgæfni við að tryggja að fylgt sé meginreglum þeim sem fram koma í Mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað hefur þróun mannréttinda í Evrópu undanfarin ár verið með þeim hætti, einkum í þeim löndum þar sem lýðræðisleg grunngildi og kröfur réttarríkisins hafa látið undan, að áhrif hefur á störf innlendra dómstóla, á sjálfstæði þeirra og störf Mannréttindadómstólsins. Það er einmitt við slíkar aðstæður sem sjálfstæðir dómarar þurfa að standa í lappirnar og halda sínu striki við að dæma í samræmi við lögin eins og þau eru og þá einkum að tryggja mannréttindi þau sem er að finna í stjórnarskrám viðkomandi ríkja og í Mannréttindasáttmála Evrópu.“

Mikið um ferðalög

Mannréttindasáttmálinn er alþjóðleg grundvallarskrá mannréttinda í 47 aðildarríkjum Evrópuráðsins, þar á meðal Íslandi. Lögsaga dómstólsins tekur því samtals til um 820 milljóna manna. Verkefni dómstólsins eru því ærin.

„Sjálfstæðir dómarar þurfa að standa í lappirnar og halda sínu striki“

„Sem stendur eru um 60.000 mál fyrirliggjandi og mörg hver afar erfið og þýðingarmikil. Forseti dómstólsins fer með yfirstjórn dómstólsins í heild sinni en þar starfa tæplega 700 manns. Segja má að helmingur tíma forseta fari í beina stjórnun og að sinna því að vera málsvari dómstólsins út á við gagnvart Evrópuráðinu og aðildarríkjunum. Mikið er því um ferðalög og fundi, enda forsetinn nokkurs konar sendiherra dómstólsins út á við. Hinn helmingurinn fer í bein dómsstörf en forseti MDE situr ávallt í dómsforsæti yfirdeildar sautján dómara, sem dæmir í allra stærstu málunum, nema að um sé að ræða mál frá hans heimaríki eða ef hann hefur vikið sæti. Þá heldur forsetinn áfram að dæma í málum sjö manna deildar dómstólsins sem koma frá heimalandi. Ég mun því halda áfram að dæma í íslenskum málum.“

Íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Saga Íslands innan Evrópuráðsins og sem aðila að Mannréttindasáttmála Evrópu er orðin um 70 ára gömul.

„Réttarkerfi okkar hefur notið afskaplega góðs af þátttöku Íslands í þessu samstarfi og ljóst að MSE hefur haft mikla þýðingu fyrir þróun íslensks réttar. Gerðar hafa verið grundvallarkerfisbreytingar á Íslandi vegna þróunar í dómaframkvæmd á vettvangi Mannréttindadómstóls Evrópu auk þess sem mannréttindakafla stjórnarskrárinnar var breytt á árinu 1995 beinlínis til þess að tryggja samræmi þar á milli.

Þegar sjálfstætt og fullvalda ríki ákveður að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi eins og því sem fer fram í Evrópuráðinu hefur ríkið tekið þá afstöðu að það sé, þegar á heildina er litið og til lengri tíma, til heilla fyrir það að vera þar þátttakandi. Með slíku samstarfi fylgja þó bæði réttindi og skyldur. Með því að Ísland, eins og önnur ríki Evrópuráðsins, hefur ákveðið að undirgangast lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu að þjóðarétti hefur Ísland skuldbundið sig til að framfylgja þeim dómum sem þar ganga. Dómar sem kunna að fela í sér áfelli fyrir aðildarríki eru því eðlilegur hluti af því kerfi sem aðildarríkin hafa ákveðið að fylgja. Það hafa því komið upp mál endrum og eins þar sem reynir á skuldbindingar Íslands samkvæmt sáttmálanum. Á síðastliðnum árum hefur dómstóllinn til að mynda fjallað töluvert um mál þar sem reynir á tjáningarfrelsi, skattamál og nú er töluverður fjöldi mála til meðferðar sem varða sakamál sem höfðuð voru í framhaldi af bankahruninu. Eins og allir þekkja hafa síðan mál er varða skipun dómara við Landsrétt verið til meðferðar úti í Strassborg.“

Dómstóla að veita aðhald 

Þegar Róbert er spurður út í Landsréttarmálið segir hann að það sé ekki rétt af sinni hálfu að tjá sig sérstaklega um einstök mál. „Ég tek aðeins fram að dómarar verða að þola gagnrýni á sín störf; það er hluti af starfinu. Þeir mega ekki taka slíka gagnrýni persónulega eða of nærri sér. Maður verður því að hafa bein í nefinu í svona starfi, annars er bara best að fara að gera eitthvað annað. Þeir sem hins vegar gagnrýna dómstóla, eins og Mannréttindadómstól Evrópu, innlenda dómstóla eða einstaka dóma, verða að leitast við að gera það með málefnalegum rökum og velja orð sín af kostgæfni.

„Það er hlutverk dómstóla að taka afstöðu til þess hvort störf stjórnmálamanna séu í samræmi við Mannréttindasáttmálann“

Það á sérstaklega við um ráðamenn og þá sem fara með opinber völd. Kjósi menn að láta gott af sér leiða á sviði stjórnmálanna verða þeir jafnframt að horfa til þess að í lýðræðis- og réttarríki gilda ákveðnar reglur um slík störf sem þeim ber að fara eftir. Það er hlutverk dómstóla að taka afstöðu til þess hvort störf stjórnmálamanna séu á hverjum tíma í samræmi við Mannréttindasáttmálann, stjórnarskrá og almenn lög. Það er beinlínis það kerfi sem er undirstaða réttarríkisins.“

Ísland alltaf í forgangi

Róbert segir að hvað sem líði einstökum málum sem komið hafa frá Íslandi til Strassborgar á undanförnum árum sé það skoðun sín að þekking íslenskra lögfræðinga, lögmanna og dómara á Mannréttindasáttmálanum og dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sé mikil og hafi raunar verið til fyrirmyndar á síðustu árum.

„Ég ber mikið traust til íslenska dómskerfisins en þar er mikið um afskaplega fært fólk á öllum þremur dómstigunum sem reynir að gera sitt besta. Ég hef miklar væntingar til þess að með tíð og tíma muni hin nýja dómstólaskipan á milli Landsréttar og Hæstaréttar auka enn á fyrirsjáanleika og samkvæmni í dómaframkvæmd. Íslenska lögmannastéttin hefur einnig að geyma mikið af afar hæfileikaríku fólki. Það sé ég þegar íslensk mál koma á mitt borð úti í Strassborg. Ég hef á undanförnum árum leitast við að eiga gott samstarf við dómara og lögmenn á Íslandi og því reglulega komið heim til fyrirlestrarhalds. Það verður líklega erfitt fyrir mig á næstunni þegar ég tek við forsetastarfinu en Ísland verður alltaf í forgangi hjá mér ef óskað er eftir nærveru minni.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár