Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samskiptastjóri VG valinn í vinnuhóp um falsfréttir

Starfs­mað­ur og fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóri Vinstri grænna var skip­að­ur í vinnu­hóp til að sporna gegn rang­færsl­um um Covid-19. Sig­ríð­ur And­er­sen gagn­rýn­ir skip­an hóps­ins og verk­efni hans.

Samskiptastjóri VG valinn í vinnuhóp um falsfréttir
Anna Lísa Björnsdóttir Samskipta- og viðburðastjóri VG hefur verið skipaður í vinnuhóp um upplýsingaóreiðu. Mynd: VG

Anna Lísa Björnsdóttir, starfsmaður á skrifstofu Vinstri grænna og fyrrverandi kosningastjóri, er ein þeirra sem valin hefur verið í vinnuhóp á vegum þjóðaröryggisráðs til að sporna gegn upplýsingaóreiðu vegna Covid-19. Anna Lísa sinnir samskiptum og viðburðum fyrir Vinstri græn.

Tilkynnt var um vinnuhópinn í gær, en honum er falið að „kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni“. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að íslensk stjórnvöld séu nú í samstarfi við önnur EES-ríki um að sporna gegn upplýsingaóreiðu og rangfærslum í tengslum við faraldurinn. „Sjaldan hefur verið mikilvægara að almenningur hafi aðgang að réttum upplýsingum eins og nú í tengslum við þennan heimsfaraldur sem nú geisar.“

Vinnuhópinn skipa Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, Kjartan Hreinn Njálsson frá Landlæknisembættinu, Jón Gunnar Ólafsson, doktor í fjölmiðlafræði, Anna Lísa Björnsdóttir, samskiptamiðlafræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður, María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneytinu, Sigurður Emil Pálsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Þórunn J . Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs, sem leiðir starf hópsins.

Anna Lísa hefur verið félagi í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði frá stofnun flokksins og var kosningastjóri hans í Reykjavík vorið 2018. Hún sinnir samskiptum og viðburðum í starfi sínu á skrifstofu VG og stýrir einnig VG-varpinu, hlaðvarpsþætti Vinstri grænna. Í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu er hún titluð samskiptamiðlafræðingur.

Ekki eru greidd laun fyrir setu í vinnuhópnum, að því fram kemur í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar. „Leitað var til einstaklinga sem hafa innsýn og þekkingu á sviði fjölmiðlunar, samskiptamiðla og heilbrigðismála í tengslum við COVID-19 auk tengiliða hjá þeim ráðuneytum sem fara með málefni á sviði fjölmiðlunar, netöryggis og alþjóðasamskipta,“ segir í svarinu.

Samkvæmt lögum um þjóðaröryggisráð skal það „í samvinnu við háskólasamfélagið, hugveitur og fjölmiðla beita sér fyrir opinni og lýðræðislegri umræðu um þjóðaröryggismál og eflingu fræðslu og upplýsingagjöf um þau mál“. Heilbrigðisöryggi og farsóttir eru hluti af þjóðaröryggisstefnu samkvæmt þingsályktun þess efnis sem samþykkt var 2016.

Í þjóðaröryggisráði sjálfu sitja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG, sem er formaður ráðsins, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar viðkomandi ráðuneyta. Tveir alþingisþingmenn, einn úr meirihluta Alþingis og einn úr minnihluta, sitja einnig í ráðinu, sem og forstjóri Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóri og fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

„Hvað í ósköpunum ætla menn að gera ef finnst t.d. röng frétt um Covid einhvers staðar?“

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi skipan vinnuhópsins á Facebook síðu sinni í gær.

„Nú átta ég mig ekki á að hverju eða hverjum þessi vinna átta manna á að beinast,“ skrifaði Sigríður. „Varla að þríeykinu svokallaða sem hefur nánasta einokað umræðuna hér á landi um Covid19? Það væri hins vegar forvitnilegt að vita fyrirfram hverju þessu vinna á að skila. Hvað í ósköpunum ætla menn að gera ef finnst t.d. röng frétt um Covid einhvers staðar? Hvað?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár