Karlkyns þolandi lýsir reynslu sinni af ofbeldi í nánu sambandi, upplifun af stuðningsúrræðum fyrir þolendur ofbeldis og aðferðum gerandans til að koma sök á hann.
Maðurinn kemur ekki fram undir nafni af ótta við að ofbeldið taki sig upp á ný, en hér er talað um hann sem Gunnlaug. Nafni konunnar hefur sömuleiðis verið breytt, en hann rifjar upp kynni þeirra Maríu: „Við sem sagt kynntumst á netinu, urðum náin mjög fljótt og ég var fluttur inn til hennar sirka þremur eða fjórum mánuðum eftir að við kynntumst. Ég náði sterkum tengslum við son hennar og tók strax mikla ábyrgð á honum sem mér fannst dásamlegt.“
Stjórnun og hótanir
Gunnlaugur fór fljótt að upplifa stjórnun og hótanir af hálfu hennar: „Ofbeldið hófst fljótlega eftir að ég var fluttur inn. Fyrst sem pirringur upp úr þurru en síðan varð þetta alvarlegra. Núna veit ég að þetta var dæmigert munstur fyrir ofbeldissamband. …
Athugasemdir