Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorgrímur Þráinsson ræðir um læsi

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag fjall­ar Þor­grím­ur Þrá­ins­son um mik­il­vægi lest­urs, hreyf­ing­ar, svefns og mataræð­is. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Stundin mun á næstu vikum senda út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Viðburðirnir verða haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á meðan samkomubanni stendur vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Hægt verður að sjá viðburðina á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi.

Meðal þeirra sem koma fram í viðburðaröðinni eru Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, Gerður Kristný skáld,  Jógvan, Matti Matt, Vignir Snær, Ragna Fróðadóttir, Andri Snær Magnason rithöfundur, Sigurbjörn Bernharðsson, Halla Oddný, Þorgrímur Þráinsson, Elín Björk Jónasdóttir, Einar Falur, Kordo kvartettinn og Hrönn Egilsdóttir.

Í dag fjallar Þorgrímur Þráinsson um mikilvægi lesturs, hreyfingar, svefns og mataræðis. Útsendingin hefst klukkan 13. Streymi af viðburðinum verður birt í þessari frétt og á fyrrgreindum Facebook-síðum ásamt forsíðu Stundarinnar. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:

Kúltúr klukkan 13 | Þorgrímur Þráinsson

Þorgrímur Þráinsson ræðir um læsi í Kúltúr klukkan 13 miðvikudaginn 8. apríl. Læsi er eitt mikilvægasta lýðheilsumál þjóðarinnar. Ef börn ná tökum á læsi, eflist sjálfsmynd þeirra, árangur í skóla batnar og börnin ná tökum á sjálfum sér. Ein mikilvægasta glíma lífsins er glíman við mann sjálfan og reglulega stöndum við frammi fyrir mikilvægum áskorunum. 

Þorgrímur Þráins fjallar um mikilvægi lesturs, hreyfingar, svefns og mataræðis. Hann er sjálfur þriggja barna faðir og segist hafa gert fjölda mistaka í uppeldismálum. Og lært af þeim. 

Þorgrímur Þráinsson var fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og hefur starfað með liðinu síðastliðin 13 ár. Þá hefur hann verið tengdur forvarnastarfi í liðlega 30 ár og síðastliðin 12 ár hefur hann heimsótt alla skóla á landinu, árlega, og flutt fyrirlesturinn; Verum ástfangin af lífinu fyrir nemendur í 10. bekk. Að auki hefur hann skrifað 38 bækur, flestar fyrir börn og ungmenni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kúltúr klukkan 13

GerðarStundin klukkan 13: Mósaík úr matvælum
MenningKúltúr klukkan 13

Gerð­ar­Stund­in klukk­an 13: Mósaík úr mat­væl­um

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag verð­ur þriðja Gerð­ar­Stund­in send út frá Gerð­arsafni þar sem mynd­list­ar­menn­irn­ir Berg­ur Thom­as And­er­son, Logi Leó Gunn­ars­son og Una Mar­grét Árna­dótt­ir leiða skap­andi fjöl­skyldu­smiðju í Stúd­íói Gerð­ar. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár