Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óútskýrðar 10,5 milljóna króna greiðslur til ráðgjafarfélags starfsmanns GAMMA

Pét­ur Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri hjá fast­eigna­fé­lagi GAMMA, seg­ist vera sak­laus af því að hafa með óeðli­leg­um hætti þeg­ið 58 millj­ón­ir króna af verk­taka­fyr­ir­tæk­inu VHE sem starf­aði fyr­ir GAMMA. Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveik­ur greindi frá greiðsl­un­um en svo virð­ist sem fleiri að­il­ar en VHE hafi greitt Pétri fyr­ir ráð­gjöf.

Óútskýrðar 10,5 milljóna króna greiðslur til ráðgjafarfélags starfsmanns GAMMA
Málið til rannsóknar Embætti héraðssaksóknara, sem Ólafur Hauksson stýrir, er komið með mál Péturs Hannessonar og verktakafyrirtækisins VHE til rannsóknar. Pétur segist vera saklaus í málinu. Mynd: Kristinn Magnússon / Stundin

Félag framkvæmdastjóra fasteignafélags GAMMA, Péturs Hannesssonar, fékk 10,5 milljónum króna meira í tekjur á árunum 2017 og 2018 en verktakafyrirtækið VHE greiddi honum á þessum árum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sagði frá umræddum „leynigreiðslum“ VHE til félags Péturs Hannesar þann 24. mars síðastliðinn.  

Þetta bendir til þess að einhver annar aðili en VHE hafi greitt félagi framkvæmdastjórans, S3 ráðgjöf ehf., fjármuni.

Pétur stýrði margra milljarða króna fasteignaverkefnum fasteignafélags GAMMA sem hét Upphaf. Eigandi Upphafs var sjóður GAMMA, Novus, sem meðal annars var í eigu íslenskra tryggingafélaga sem enduðu á því að tapa háum fjárhæðum á fjárfestingum sínum í sjóðnum. Samtals greiddi Upphaf um 7 milljarða króna til verktakafyrirtækisins VHE á liðnum árum vegna byggingar íbúða fyrir hönd Upphafs, líkt og fram kom í Kveik. 

„Ég veit alveg að ég gerði ekkert rangt.“

Sjóður GAMMA, Novus, komst í fréttirnar síðastliðið haust þegar greint var frá því að eignir sjóðsins, áðurnefnt Upphaf fasteignafélag, hefðu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár