Félag framkvæmdastjóra fasteignafélags GAMMA, Péturs Hannesssonar, fékk 10,5 milljónum króna meira í tekjur á árunum 2017 og 2018 en verktakafyrirtækið VHE greiddi honum á þessum árum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sagði frá umræddum „leynigreiðslum“ VHE til félags Péturs Hannesar þann 24. mars síðastliðinn.
Þetta bendir til þess að einhver annar aðili en VHE hafi greitt félagi framkvæmdastjórans, S3 ráðgjöf ehf., fjármuni.
Pétur stýrði margra milljarða króna fasteignaverkefnum fasteignafélags GAMMA sem hét Upphaf. Eigandi Upphafs var sjóður GAMMA, Novus, sem meðal annars var í eigu íslenskra tryggingafélaga sem enduðu á því að tapa háum fjárhæðum á fjárfestingum sínum í sjóðnum. Samtals greiddi Upphaf um 7 milljarða króna til verktakafyrirtækisins VHE á liðnum árum vegna byggingar íbúða fyrir hönd Upphafs, líkt og fram kom í Kveik.
„Ég veit alveg að ég gerði ekkert rangt.“
Sjóður GAMMA, Novus, komst í fréttirnar síðastliðið haust þegar greint var frá því að eignir sjóðsins, áðurnefnt Upphaf fasteignafélag, hefðu …
Athugasemdir