Amy Mitchell vinnur sem hjúkrunarfræðingur í Victoria British Columbia í Kanada. Spítalinn sem hún vinnur á, The Royal Jubilee Hospital, er annar af tveimur á Vancouver Island sem sinnir COVID-19 sjúklingum. Amy vinnur á hjartadeildinni, þar sem ástand sjúklinga er nógu stöðugt til að þeir þurfi ekki að vera á gjörgæslu, en ekki nógu stöðugt til að bíða heima eftir því að komast í aðgerð. Eftir að COVID-19 faraldurinn hófst sér deildin núna um alla sem eru með staðfest og grunað smit og þurfa að vera undir hjartaeftirliti. Þegar þetta er ritað hafa 38 einstaklingar látist úr nýju kórónaveirunni á svæðinu.
Hverjar eru helstu áskoranirnar sem fylgja starfi þínu þessa dagana?
„Það er verulega slæmt að það skuli vera skortur á nauðsynlegum búnaði. Bæði COVID-19 próf og hlífðarbúnaður er naumt skammtað. Reglunum um hlífðarbúnað var breytt á vinnustaðnum …
Athugasemdir