Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tveir til viðbótar látnir af völdum Covid-19: „Ég elska ykkur bæði“

Mað­ur sem hef­ur misst báða for­eldra sína af völd­um Covid-19 veirunn­ar minn­ist for­eldra sinna. Tveir lét­ust af völd­um veirunn­ar á síð­asta sól­ar­hring. Ann­ar þeirra var eig­in­mað­ur Jóninnu Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur sem lést af völd­um sjúk­dóms­ins í síð­ustu viku.

Tveir til viðbótar látnir af völdum Covid-19: „Ég elska ykkur bæði“
Fjórir hafa látist af vödum COVID-19 hér á landi Mynd: Pixabay

Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna COVID-19. Þetta kemur fram á vefsíðu spítalans. Annar þeirra er eiginmaður Jóninnu Margrétar Pétursdóttur sem lést af völdum sjúkdómsins í síðustu viku. Hann var 75 ára gamall.

Sonur þeirra minnist foreldra sinna með þessum orðum: Ég er eiginlega búinn með orðin, ég vona bara að þau séu á góðum stað og líði vel saman. Ég elska ykkur bæði.

„Ég vona bara að þau séu á góðum stað og líði vel saman

Tólf á gjörgæslu

Fjórir hafa látist látist hér á landi af völdum sjúkdómsins, sá fyrsti var ástralskur ferðamaður sem lést á Húsavík 17. mars. Á síðasta sólarhring voru 99 greindir með COVID-19 veiruna og eru smitaðir því orðnir 1.319 talsins. Alls eru 950 fullorðnir og 108 börn undir eftirliti COVID-göngudeildar Landspítalans. 

Af þeim eru flestir í einangrun heima hjá sér eða 1.031, en nú liggja 43 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og þar af eru 12 á gjörgæslu á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu á Akureyri. Tveir til viðbótar eru innilagðir á Landspítala þar sem grunur leikur á að þeir séu með COVID-19 veiruna. 

Á upplýsingafundi almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra í dag kom fram að um helmingur þeirra sem greindust á síðasta sólahring hafi þegar verið í sóttkví og að ekki væri mikið um samfélagsleg smit. Greindu Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Alma D. Möller landlæknir frá þvía ð faraldurinn fylgi almennt spálíkani, en verstu spám þegar kemur að alvarlegustu veikindum vegna veirunnar, þeim sem lenda á gjörgæslu. Mögulega væri skýringin sú að líkanið fylgir gögnum frá Kína þar sem heilbrigðiskerfið hafi ekki verið undirbúið til að takast á við faraldurinn, ekki hafi verið hægt að uppfylla þarfir fyrir heilbrigðisþjónustu og gjörgæsluþörf hafi líklega verið vanmetin. 

Vottuðu þeir sem þar komu fram aðstandendum hinna látnu samúð. 

„Það er mjög dapurlegt að svona fari,“ sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. 

Hrakaði hratt

Í viðtali við Stundina sagði sonur hjónanna að faðir hans hefði ekki glímt við nein veikindi áður en hann smitaðist af COVID-19 veirunni. Honum hafi hríðversnað hratt og legið mikið veikur á Landspítalanum. 

Eiginkona hans, Jóninna Margrét Pétursdóttir, lést á Landspítalanum þann 23. mars síðastliðinn, fyrst Íslendinga, eftir að hafa verið flutt þangað mikið veik viku áður, 16. mars síðastliðinn. Fram að því hafði hún engin einkenni sýnt. Sonur þeirra sagði að sökum veikindanna hefðu fáið getað vitjað hennar á spítalanum og hún hefði dáið ein. 

„Hún var ein þegar andlátið bar að garði. Það er mjög erfitt að vita til þess.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár