Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tobba Marinós ráðin ritstjóri DV: „Verður allt annað blað“

Ný­ráð­inn rit­stjóri DV, Þor­björg Marinós­dótt­ir, seg­ist ætla að hefja blað­ið til vegs og virð­ing­ar. Hlé verð­ur gert á út­gáfu blaðs­ins til að byrja með.

Tobba Marinós ráðin ritstjóri DV: „Verður allt annað blað“

Þorbjörg Marínósdóttir, Tobba, er nýr ritstjóri DV. Hún segir að fyrirhugaðar séu talsverðar breytingar á efnistökum og útliti blaðsins og dv.is og að ekki standi annað til en að blaðið muni áfram koma út í prentútgáfu. Blaðið byggi á góðum grunni og til standi að hefja blaðið til vegs og virðingar.

Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku kaup útgáfufélagsins Torgs á DV,  dv.is og tengdum miðlum.

 „Betra blaði fyrst og fremst. Meiri gleði og meira fjör,“ svarar Tobba spurð um hvaða efnistökum og áherslum megi búast við í blaðinu. „Þetta verður allt annað blað, ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða það, þó að við munum halda í allt það mikilvæga og góða sem DV hefur staðið fyrir í gegnum tíðina. Við erum að aðlaga miðilinn að öðrum miðlum Torgs sem eru Fréttablaðið og Hringbraut. Mitt leiðarljós í þeirri vinnu verður virðing fyrir viðmælandanum og vönduð efnistök og það mun sjást í blaðinu strax frá fyrsta degi.“

Tobba er fjölmiðlafræðingur að mennt og með MA-gráðu í verkefnastjórnun. Hún hefur skrifað fjölda bóka, stýrt sjónvarpsþáttum, starfað í útvarpi og á fjölmiðlum, setið í framkvæmdastjórn Skjás eins og nýverið hóf hún granólaframleiðslu undir heitinu Náttúrulega gott. 

Harðar fréttir í bland við mannlífsfréttir og viðtöl

Tobba segir að hún hafi fylgst vel með þróun DV allan sinn fjölmiðlaferil en hann hófst á sumarstarfi hjá Séð og heyrt sem gefið var út af Birtíngi sem einnig gaf DV út. „Þetta er fjölmiðill sem hefur í gegnum tíðina verið brautryðjandi og verið leiðandi að mörgu leyti og núna er það okkar, sem núna höfum tekið við, að finna okkar stefnu.“

Hún segir að til umfjöllunar verði harðar fréttir í bland við vandaðar mannlífsfréttir og viðtöl. Blaðið mun koma út í prentútgáfu á föstudögum eins og hingað til, að sögn Tobbu, en útliti þess verður gjörbreytt. Þá verður vefsíðan dv.is áfram starfrækt, en efnisáherslum þar verður breytt, líkt og í prentútgáfunni.

„Þetta er fjölmiðill sem hefur í gegnum tíðina verið brautryðjandi og verið leiðandi að mörgu leyti“

Hlé verður nú gert á prentútgáfu DV en stefnt er að því að fyrsta blaðið, undir ritstjórn Tobbu, komi út innan fárra vikna. Ekkert hlé verður á starfsemi dv.is og undirvefja þess.

Segir ráðninguna hafa borið brátt að

Spurð hvort þessa ráðningu hafi borið brátt að segir Tobba svo vera. „Þegar maður er ekki að leita að neinu, þá fær maður svo fín tilboð. Það er vel þekkt! En ég ráðfærði mig við fjölskylduna mína áður en ég gaf endanlegt svar.  Í minni ítölsku fjölskyldu tökum við engar stórar ákvarðanir nema allir séu um borð. Ég stofnaði nýlega granólafyrirtæki sem gengur gríðarlega vel, en það verður í góðum höndum hjá mömmu, pabba, litlu systur minni, ömmu og öllu okkar góða starfsfólki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu