Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tobba Marinós ráðin ritstjóri DV: „Verður allt annað blað“

Ný­ráð­inn rit­stjóri DV, Þor­björg Marinós­dótt­ir, seg­ist ætla að hefja blað­ið til vegs og virð­ing­ar. Hlé verð­ur gert á út­gáfu blaðs­ins til að byrja með.

Tobba Marinós ráðin ritstjóri DV: „Verður allt annað blað“

Þorbjörg Marínósdóttir, Tobba, er nýr ritstjóri DV. Hún segir að fyrirhugaðar séu talsverðar breytingar á efnistökum og útliti blaðsins og dv.is og að ekki standi annað til en að blaðið muni áfram koma út í prentútgáfu. Blaðið byggi á góðum grunni og til standi að hefja blaðið til vegs og virðingar.

Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku kaup útgáfufélagsins Torgs á DV,  dv.is og tengdum miðlum.

 „Betra blaði fyrst og fremst. Meiri gleði og meira fjör,“ svarar Tobba spurð um hvaða efnistökum og áherslum megi búast við í blaðinu. „Þetta verður allt annað blað, ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða það, þó að við munum halda í allt það mikilvæga og góða sem DV hefur staðið fyrir í gegnum tíðina. Við erum að aðlaga miðilinn að öðrum miðlum Torgs sem eru Fréttablaðið og Hringbraut. Mitt leiðarljós í þeirri vinnu verður virðing fyrir viðmælandanum og vönduð efnistök og það mun sjást í blaðinu strax frá fyrsta degi.“

Tobba er fjölmiðlafræðingur að mennt og með MA-gráðu í verkefnastjórnun. Hún hefur skrifað fjölda bóka, stýrt sjónvarpsþáttum, starfað í útvarpi og á fjölmiðlum, setið í framkvæmdastjórn Skjás eins og nýverið hóf hún granólaframleiðslu undir heitinu Náttúrulega gott. 

Harðar fréttir í bland við mannlífsfréttir og viðtöl

Tobba segir að hún hafi fylgst vel með þróun DV allan sinn fjölmiðlaferil en hann hófst á sumarstarfi hjá Séð og heyrt sem gefið var út af Birtíngi sem einnig gaf DV út. „Þetta er fjölmiðill sem hefur í gegnum tíðina verið brautryðjandi og verið leiðandi að mörgu leyti og núna er það okkar, sem núna höfum tekið við, að finna okkar stefnu.“

Hún segir að til umfjöllunar verði harðar fréttir í bland við vandaðar mannlífsfréttir og viðtöl. Blaðið mun koma út í prentútgáfu á föstudögum eins og hingað til, að sögn Tobbu, en útliti þess verður gjörbreytt. Þá verður vefsíðan dv.is áfram starfrækt, en efnisáherslum þar verður breytt, líkt og í prentútgáfunni.

„Þetta er fjölmiðill sem hefur í gegnum tíðina verið brautryðjandi og verið leiðandi að mörgu leyti“

Hlé verður nú gert á prentútgáfu DV en stefnt er að því að fyrsta blaðið, undir ritstjórn Tobbu, komi út innan fárra vikna. Ekkert hlé verður á starfsemi dv.is og undirvefja þess.

Segir ráðninguna hafa borið brátt að

Spurð hvort þessa ráðningu hafi borið brátt að segir Tobba svo vera. „Þegar maður er ekki að leita að neinu, þá fær maður svo fín tilboð. Það er vel þekkt! En ég ráðfærði mig við fjölskylduna mína áður en ég gaf endanlegt svar.  Í minni ítölsku fjölskyldu tökum við engar stórar ákvarðanir nema allir séu um borð. Ég stofnaði nýlega granólafyrirtæki sem gengur gríðarlega vel, en það verður í góðum höndum hjá mömmu, pabba, litlu systur minni, ömmu og öllu okkar góða starfsfólki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár