Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

GusGus gefur tuttugu miða á tónleika eftir faraldurinn

Les­end­ur Stund­ar­inn­ar geta tek­ið þátt í út­drátt­ar­leik og feng­ið gef­ins miða á tón­leika GusGus sem haldn­ir verða þeg­ar líf­ið held­ur áfram eft­ir far­ald­ur­inn.

GusGus á sviði Uppselt er á tvenna tónleika GusGus sem haldnir verða næsta haust, en bætt hefur verið við þriðju tónleikunum og verða 20 miðar gefnir á Stundinni

Nú þegar uppselt er á tvenna tónleika GusGus í nóvember næstkomandi hefur hljómsveitin ákveðið að gefa tuttugu miða á þriðju tónleikana í Eldborgarsal Hörpu, í samstarfi við Stundina.

Um er að ræða 25 ára afmælistónleika GusGus sem haldnir verða 6. til 7. nóvember næstkomandi. Með þessu er ætlunin að leiða huga fólks að því að lífið heldur áfram sinn vanagang eftir að COVID-19 faraldrinum slotar og samkomubanni verður aflétt.

Þátttaka í útdráttarleiknum krefst þess að skrá nafn sitt í ummælum hér fyrir neðan fréttina og tilgreina þar hvaða lag með GusGus er í uppáhaldi hjá viðkomandi, ásamt því að deila fréttinni. 

Dregið verður í leiknum á Páskadag, sunnudaginn 12. apríl. Sem fyrr segir er uppselt á tvenna tónleika hljómsveitarinnar. Ákveðið var að bæta við þriðju tónleikunum og hefst miðasala á þá fimmtudaginn 2. apríl.

Á tónleikunum munu fyrri meðlimir GusGus einnig koma fram til að flytja mörg af vinsælustu og bestu lögum hljómsveitarinnar í gegnum árin.

Fram koma, ásamt GusGus: Daníel Ágúst Haraldsson, Emiliana Torrini, John Grant, Högni Egilsson, Magnús Jónsson og President Bongo.

GusGus hélt áður tónleika í Eldborgarsalnum fyrir ári síðan, við góðar viðtökur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár