Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

GusGus gefur tuttugu miða á tónleika eftir faraldurinn

Les­end­ur Stund­ar­inn­ar geta tek­ið þátt í út­drátt­ar­leik og feng­ið gef­ins miða á tón­leika GusGus sem haldn­ir verða þeg­ar líf­ið held­ur áfram eft­ir far­ald­ur­inn.

GusGus á sviði Uppselt er á tvenna tónleika GusGus sem haldnir verða næsta haust, en bætt hefur verið við þriðju tónleikunum og verða 20 miðar gefnir á Stundinni

Nú þegar uppselt er á tvenna tónleika GusGus í nóvember næstkomandi hefur hljómsveitin ákveðið að gefa tuttugu miða á þriðju tónleikana í Eldborgarsal Hörpu, í samstarfi við Stundina.

Um er að ræða 25 ára afmælistónleika GusGus sem haldnir verða 6. til 7. nóvember næstkomandi. Með þessu er ætlunin að leiða huga fólks að því að lífið heldur áfram sinn vanagang eftir að COVID-19 faraldrinum slotar og samkomubanni verður aflétt.

Þátttaka í útdráttarleiknum krefst þess að skrá nafn sitt í ummælum hér fyrir neðan fréttina og tilgreina þar hvaða lag með GusGus er í uppáhaldi hjá viðkomandi, ásamt því að deila fréttinni. 

Dregið verður í leiknum á Páskadag, sunnudaginn 12. apríl. Sem fyrr segir er uppselt á tvenna tónleika hljómsveitarinnar. Ákveðið var að bæta við þriðju tónleikunum og hefst miðasala á þá fimmtudaginn 2. apríl.

Á tónleikunum munu fyrri meðlimir GusGus einnig koma fram til að flytja mörg af vinsælustu og bestu lögum hljómsveitarinnar í gegnum árin.

Fram koma, ásamt GusGus: Daníel Ágúst Haraldsson, Emiliana Torrini, John Grant, Högni Egilsson, Magnús Jónsson og President Bongo.

GusGus hélt áður tónleika í Eldborgarsalnum fyrir ári síðan, við góðar viðtökur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár