Allt flug til og frá Úkraínu hefur verið stöðvað frá og með 28. mars. Síðasti túristinn í Kænugarði mænir til opinna himna. Kannski hefði ég átt að fara heim, en matur á Íslandi er dýrari og áfengi ekki selt í matvörubúðum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá átt. Ég þarf víst að lifa með áhættunni hér. Nú ríður bara á að veikjast ekki.
Ólíkt Rússlandi sem lengi þráaðist við var ákvörðun tekin um að loka Úkraínu, bæði flugvöllum og landleiðinni sem og samgöngum á milli borga. Í raun er Úkraína á milli tveggja elda. Farsótt gæti hæglega lamað heilbrigðiskerfið í einu stærsta en um leið einu fátækasta landi Evrópu. Lokunin hins vegar lamar hagkerfi sem rétt var farið að taka við sér eftir áföllin og innrásina 2014. Og enn geisar stríð í austri.
Lengi vel virtist Úkraína ætla að sleppa vel frá sóttinni, en líklega mældist tíðnin svo lítil einfaldlega …
Athugasemdir