Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stuðningur við Donald Trump eykst hratt

Don­ald Trump fær vax­andi stuðn­ing Banda­ríkja­manna, þrátt fyr­ir að Banda­rík­in hafi nú greint flest til­felli COVID-19 af öll­um ríkj­um heims­ins.

Stuðningur við Donald Trump eykst hratt
Donald Trump Hefur haldið daglega blaðamannafundi um veiruna, þar sem hann hefur sjálfur verið í forgrunni. Mynd: Drew Angerer / AFP

Stuðningur við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur stóraukist síðustu daga og hefur hann ekki notið meira trausts frá því skömmu eftir að hann tók við embættinu.

Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti 23. janúar 2017. Innan þriggja vikna frá embættistökunni var meirihluti landsmanna andvígur honum og hefur stuðningur við hann mælst með allra minnsta móti miðað við aðra forseta.

Samkvæmt nýjustu tölum, sem sýna veginn stuðning við forsetann út úr öllum könnunum, er stuðningur við Trump nú í fyrsta sinn orðinn jafnmikill og í janúar 2017. Nú hefur einnig andstæðingum forsetans fækkað og eru þeir í fyrsta sinn frá mars 2017 orðnir minna en helmingur landsmanna.

Trump er nú vinsælli en George Bush eldri var á sama tíma í forsetatíð hans, sem og Jimmy Carter árið 1980. Stuðningur við Trump er aðeins rúmum tveimur prósentustigum minni en stuðningur við Barack Obama á sama tíma forsetatíðar.

Ánægja með viðbrögð við veirunni

Um 60 prósent Bandaríkjamanna segjast sátt við viðbrögð Trumps vegna COVID-19 faraldursins, samkvæmt könnun Gallups. Á sama tíma hafa Bandaríkin nú orðið það land sem er með flest tilfelli COVID-19 í heiminum. Í gær bættust 17 þúsund tilfelli við í Bandaríkjunum, en næst flest viðbætt tilfelli voru rúm átta þúsund á Spáni. Þannig fjölgaði tilfellum í Bandaríkjunum um 25 prósent á einum degi.

Upphaflega gerði Trump lítið úr hættunni, sagði fréttamiðla ýkja veiruna og kallaði faraldurinn „svikamyllu Demókrata“. Frá því hann breytti skilaboðum sínum 11. mars hefur stuðningur við hann aukist hratt.

Samkvæmt nýrri könnun hafa 9 af hverjum 10 Bandaríkjamönnum áhyggjur af kórónaveirunni, sem er mikil breyting frá því áður, þegar Repúblikanar höfðu mun minni áhyggjur af veirunni en Demókratar.

Skilaboðin breyttustViðbrögð Trumps við kórónaveirunni voru að gera lítið úr hættunni. Síðan þá hefur hann lagt áherslu á að um sé að ræða „kínverska veiru“.
Stuðningur við TrumpAppelsínugula línan sýnir andstöðu við Trump en græna línan stuðning. Grafið nær aftur til embættistöku Trumps til dagsins í dag. Gögnin eru vegið meðaltal af öllum könnunum.

Aukinn stuðningur í krísu

Talið er að Trump njóti nú þess að í krísuástandi, sérstaklega þegar hægt er að greina utanaðkomandi ógn, eykst stuðningur við stjórnvöld. Áhrifin eru kölluð Fánaáhrifin, eða Rally 'round the flag effect. Eitt af lykilatriðum í auknum stuðningi við stjórnmálamann er að hann sé áberandi í viðbrögðum við krísunni.

Þannig fór George W. Bush Bandaríkjaforseti úr því að njóta stuðnings 39 prósent kjósenda í 90 prósent stuðning beint í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Eftir að stuðningur við hann þvarr tók hann ákvörðun um að ráðast inn í Írak í mars 2003. Um leið jókst stuðningur við hann úr 57 prósent í 71 prósent.

Faðir George W. Bush, George Bush eldri, jók stuðning við sig um 16 prósentustig frá júlí til ágúst 1990, eða úr 60% í 76%, á milli þess sem hann hóf innrás í Írak í Persaflóastríðinu. Stuðningur við Bush eldri náði síðan hámarki í 89% í mars 1991, en átti eftir að falla niður í 29% vegna lélegs efnahags.

Trump hefur greint frá því að hann líti á sig sem „stríðsforseta“ og hefur hann lagt sig fram um að stýra blaðamannafundum um áhrif veirunnar sjálfur, þrátt fyrir gagnrýni á ítrekaðar rangfærslur hans um veiruna. Þá hefur hann lagt áherslu á að um sé að ræða „kínverska“ og „útlenska“ veiru og ríkisstjórn hans barist fyrir því að nota heitið „Wuhan-vírus“ í yfirlýsingu G-7 ríkjanna. 

New York Times hefur eftir Alec Tyson, rannsakanda hjá Pew Research Center, að ólíklegt sé að margir breyti skoðun sinni á Trump. „Fólk hafði skoðun á forsetanum mjög snemma í stjórnartíð hans og það voru mjög fastheldnar skoðanir. Það er ólíklegt að fólk sé að þróa með sér skoðun á Trump núna.“

Á Íslandi hefur stuðningur við ríkisstjórnina aukist um 14 prósentustig, samkvæmt nýjustu könnun MMR, eftir að áhrifa kórónaveirunnar fór að gæta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár