Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nýjar rannsóknir á COVID-19: Svona hegðar veiran sér

Nýj­ar rann­sókn­ir á COVID-19 sýna að til eru meira en yf­ir eitt þús­und af­brigði af veirunni sem veld­ur sjúk­dómn­um og vís­inda­menn vinna baki brotnu við að rann­saka þessi at­birgði. Ein­um hósta geta fylgt allt að 3.000 drop­ar sem geta lent á öðru fólki.

Nýjar rannsóknir á COVID-19: Svona hegðar veiran sér
Læknir í Kína Vísindamenn um allan heim skoða nú stökkbreytingar sem orðið hafa á veirunni. Mynd: Shutterstock

Vísindamenn um allan heim rannsaka nú yfir eitt þúsund afbrigði af kórónaveirunni sem veldur COVID-19 og fundist hafa um 40 stökkbreytt afbrigði af veirunni hér á landi. Kjarnsýrur úr veirunni lifðu í 17 daga um borð í skemmtiferðaskipi þar sem smit kom upp.

Arnar PálssonHann segir að stökkbreyting geti hljómað ógnandi, en um sé að ræða erfðafrávik.

En hvað þýðir það að veiran hafi stökkbreyst? Er það slæmt? Er stökkbreytt veira skæðari? Svo þarf ekki að vera, segir Arnar Pálsson, prófessor í lífupplýsingafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í viðtali á RÚV fyrr í vikunni að þær fjörutíu stökkbreytingar sem fundist hefðu við rannsóknir fyrirtækisins á SARS-CoV-2, veirunni sem veldur COVID-19, væru breytingar sem eingöngu hefðu greinst hér á landi. Þar sagði Kári að fjölbreytileiki veirunnar benti til þess að veiran hefði komið hingað til lands úr fleiri áttum en áður var talið.

 „Stökkbreytingar eru eðlilegur hluti af lífinu,“ segir Arnar.  „Án þeirra væri ekki til neinn breytileiki. Orðið stökkbreyting hljómar ógnvekjandi, en þær fela einfaldlega í sér erfðafrávik; að erfðaefnið breytist. Það þarf ekki að hafa áhrif á virkni veirunnar.“

Eins og límmiði á afturenda fíls

Stökkbreytingar eru skilgreindar á þrenna vegu: jákvæðar, hlutlausar og neikvæðar. Jákvæðar auka hæfni veirunnar, neikvæðar draga úr henni og þær hlutlausu hvorki draga úr né auka hæfni hennar. Arnar segir að mikil minnihluti stökkbreytinga séu jákvæðar, stærra hlutfall þeirra séu neikvæðar og flestar séu hlutlausar. Hann segir líklegt, miðað við þá þekkingu sem nú sé til staðar á kórónaveirunni, að þær breytingar sem hafa orðið og kunni að verða á henni séu hlutlausar. „Það má líkja þessu við límmiða á afturendanum á fíl. Hann er þarna, en hefur engin áhrif á líf fílsins.“

Spurður hvort veira sem þessi geti stökkbreyst endalaust segir Arnar að ekki sé betur vitað en að svo sé, en ekkert bendi til þess að SARS-CoV-2  stökkbreytist hraðar en aðrar veirur svipaðar uppbyggingar. „Hæfni veiru er svo fjölþætt. Hún felst meðal annars í að búa til afkomendur og helst þá sem lifa lengi, að komast inn í frumurnar á hýslinum og sleppa frá ónæmiskerfinu. Líkurnar á því að stökkbreytingarnar valdi akkúrat þessu eru ekkert sérlega miklar. Svo er ekkert fyrirséð að það sé endilega betra fyrir veiruna að sem flestir deyi af hennar völdum, kannski væri það henni í hag að valda mildari sjúkdómi. Eða að geta dulist lengur í fólki eftir að það er smitað þannig að meiri möguleikar séu á að það smiti aðra óafvitandi.“

Gæti orðið stöðugri utan líkamans

Arnar segir að hugsanlega gæti veiran orðið stöðugri utan líkamans og þannig myndi hæfni hennar til að smita aukast. „Það er einfaldlega ómögulegt að spá fyrir um hvaða breytingar eru veirunni í hag. Veirur valda oft alvarlegum sjúkdómum fyrst, en þegar þær hafa aðlagast hýslum sínum, sem í þessu tilfelli eru við mennirnir, verða þær veikari. En það er ómögulegt að segja hversu langan tíma það tekur.“

„Eins og kórónaveiran er núna samsett býr hún yfir bindipróteini til að komast inn í þekjufrumur í öndunarfærum“

Önnur hugsanleg stökkbreyting sem Arnar nefnir eru breytingar á bindipróteini veirunnar, en það virkar sem nokkurs konar lykill að því að komast inn í frumur. „Eins og kórónaveiran er núna samsett býr hún yfir bindipróteini til að komast inn í þekjufrumur í öndunarfærum. Það er erfitt að spá um hvort slíkar breytingar myndu hagnast veirunni. Við vitum svo lítið um líffræði hennar.“

Í þessu samhengi nefnir Arnar aðra tegund kórónaveiru, OC43. „Það er „venjuleg“ kvefveira sem hefur gengið á milli fólks í langan tíma. Stökkbreytingar hennar hafa verið raktar í um tvo áratugi og í ljós hefur komið að bindiprótein hennar hafa breyst talsvert.“

Notuð grímaSums staðar hefur orðið skortur á sótthvarnagrímum.

Arnar segir að eftir því sem COVID-19 faraldurinn muni vara lengur, aukist möguleikar kórónaveirunnar á að breytast á jákvæðan hátt. „Þess vegna er full ástæða til að gera allt sem hægt er til að hamla útbreiðslu faraldursins.“ 

Ekki miklar breytingar miðað við útbreiðslu

Bandaríska dagblaðið The Washington Post fjallaði í gær um stökkbreytingar á kórónaveirunni. Í umfjöllun blaðsins segir að fjöldi vísindamanna vinni nú að því að rannsaka breytingarnar. Einn þeirra er Peter Thielen, sameindaerfðafræðingur við John Hopkins háskóla í Bandaríkjunum. Í samtali við blaðið segir hann að þetta séu ekki margar stökkbreytingar, sé miðað við þann mikla fjölda sem hafi sýkst af veirunni. Fjórar til tíu breytingar séu að jafnaði á þeirri veiru sem hafi gengið í Wuhan og þeirri sem nú gengur í Bandaríkjunum.

„Fjórar til tíu breytingar eru að jafnaði á þeirri veiru sem gekk í Wuhan og þeirri sem nú gengur í Bandaríkjunum“

COVID-19Í grein The Washington Post segir að stökkbreytingar á veirunni séu ekki miklar miðað við útbreiðslu hennar.

„Eins og staðan er núna gefur þetta vísbendingu um að hægt yrði að þróa bóluefni gegn veirunni í eitt skipti fyrir öll í stað þess að þróa ný afbrigði á hverju ári eins og gert er varðandi inflúensubóluefni. Bóluefnið yrði áþekkt bóluefni gegn mislingum eða hlaupabólu á þann hátt að það myndi veita langtíma ónæmi,“ segir Thielen við The Washington Post.  Fjölmörg bóluefni gegn veirunni eru nú í þróun, en ólíklegt er talið að þau komi á markað fyrr en eftir 12-18 mánuði. 

Tveir aðrir vísindamenn taka í sama streng í umfjöllun blaðsins. Stanley Perlmann, Háskólanum í Iowa og Benjamin Neuman, A&M Ríkisháskólanum í Texas í Texarkana eru báðir veirufræðingar og voru í alþjóðlegum hópi vísindamanna sem gaf veirunni nafn. Þeir segja að veiran virðist nokkuð stöðug. „Hún hefur ekki stökkbreyst að neinu ráði,“ segir Perlman. „Þetta er sama slæma útgáfan fyrir alla, enn sem komið er. Ef hún verður ennþá á kreiki eftir ár, þá gætum við séð meiri fjölbreytni,“ segir Neuman.

Fólk í A-blóðflokki næmara

Margar kenningar eru um veiruna, meðal annars hvort fólk af tilteknum blóðflokkum sé næmari fyrir henni en aðrir. Kínverskir vísindamenn báru blóðflokka rúmlega 2.000 íbúa Wuhan- og Shenzhen-héraðs sem sýkst höfðu af veirunni saman við blóðflokka fólks á svæðinu og niðurstaðan var að fólk í A-blóðflokki er líklegra til að smitast af veirunni en fólk í öðrum blóðflokkum og að minnstar líkur eru á að fólk í O-flokki fái veiruna. Fjölmargir fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar, en þær hafa ekki birst í ritrýndum tímaritum, að því er segir á vefsíðu rannsóknarinnar.

Hver eru einkennin?Hvernig er að vera með COVID-19? Skýringarmyndband frá Science Insider.

Hangir í loftinu

Með grímuMyndin er frá götu í Taívan. Veiran berst meðal annars með úðasmiti og því hafa margir brugðið á það ráð að bera grímu.

COVID-19 smitast með snertismiti eða dropa-/úðasmiti. Sá sem smitast ber veiruna með eigin höndum í augu, nef eða munn og smitar þannig sjálfan sig. Þetta gerist oftast á þann hátt  að fólk snertir smitaðan hlut eins og til dæmis hurðarhún, snertiskjái eða hluti sem margir snerta og fer síðan með hendurnar að andlitinu eða grípur eitthvað og setur í munn sér. Eins og svo margar aðrar veirur sem herja á öndunarfæri getur COVID-19 smitast með úða eða dropum sem koma úr munni og nefi smitaðs einstaklings, til dæmis þegar hann hóstar.

Einum hósta geta fylgt allt að 3.000 dropar sem geta lent á öðru fólki, fötum þeirra og yfirborðsflötum og minni agnir úr dropunum geta hangið í loftinu. Niðurstöður rannsóknar sem gerðar voru af Bandarísku heilbrigðismálastofnuninni (NIH),Sjúkdómavarnastofnun Bandaríkjanna og UCLA og Princeton háskólunum sýna að veiran getur lifað í allt að fjórar klukkustundir á kopar, 24 stundir á pappa og tvo til þrjá daga á plasti og ryðfríu stáli. Þá hafa rannsóknir sýnt að hún getur hangið í lofti sem nokkurs konar dropi eða úði í allt að þrjá tíma áður en hún fellur til jarðar. 

Kjarnsýrur úr veirunni lifðu í 17 daga

Merki um RNA kjarnsýrur úr veirunni fundust í káetum skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem kyrrsett var undan strönd Japans í febrúar eftir að smit kom þar upp,  17 dögum eftir að allir farþegar höfðu farið frá borði.  Í skýrslu Sóttvarnareftirlits Bandaríkjanna segir að óvíst sé hvort þessar kjarnsýrur gætu valdið smiti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár