Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrsta andlát Íslendings vegna COVID-19: „Kom­inn tími til að þessi þjóð taki þessu al­var­lega“

71 árs göm­ul kona lést á Land­spít­al­an­um eft­ir langvar­andi veik­indi. Son­ur kon­unn­ar sem lést seg­ir móð­ur sína hafa bar­ist fyr­ir lífi sínu í viku, smit­uð af COVID-19.

Fyrsta andlát Íslendings vegna COVID-19: „Kom­inn tími til að þessi þjóð taki þessu al­var­lega“
Af bráðamóttöku Landspítalans Konan lést á Landspítalanum í gær. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hún barðist í heila viku fyr­ir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni,“ segir sonur 71 árs gamallar konu af Suðurlandi, sem lést vegna COVID-19.

Konan er fyrsti Íslendingurinn sem fellur frá vegna COVID-19. Hún hafði glímt við erfið veikindi. Andlát hennar er tilkynnt á vef Landspítalans. 

Sonur konunnar kvaddi móður sína með færslu á Facebook í morgun. Í gær hafði hann þurft að kveðja hana í gegnum síma, vegna smithættu.

„Sjálfsagt er flest­um að verða ljóst að litla landið okk­ar hef­ur þurft að þola sitt fyrsta dauðsfall af völd­um Covid 19 veirunn­ar, þó dauðsfall í fjöl­skyld­unni sé mikið einka­mál fyr­ir flesta þá lang­ar mig að sem flest okk­ar læri eitt­hvað af þessu. Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyr­ir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættu­flokki eins og mjög marg­ir aðrir. Þrír úr minni fjöl­skyldu höfðu tæki­færi til að kveðja hana fyr­ir enda­lok­in. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smit­hættu, ég hefði al­veg þegið að fá að horfa í augu henn­ar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minn­ast henn­ar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegn­um sím­ann og ekka­sog. Það er al­veg kom­inn tími til að þessi þjóð og þegn­ar henn­ar taki þessu al­var­lega og hætti að haga sér eins og hálf­vit­ar,“ skrifar hann.

Svohljóðandi var tilkynning frá Landspítalanum í morgun:

„Mánudaginn 23. mars 2020 lést á smitsjúkdómadeild Landspítala liðlega sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi. Andlátið varð í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Landspítali vottar fjölskyldu hennar samúð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár