Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrsta andlát Íslendings vegna COVID-19: „Kom­inn tími til að þessi þjóð taki þessu al­var­lega“

71 árs göm­ul kona lést á Land­spít­al­an­um eft­ir langvar­andi veik­indi. Son­ur kon­unn­ar sem lést seg­ir móð­ur sína hafa bar­ist fyr­ir lífi sínu í viku, smit­uð af COVID-19.

Fyrsta andlát Íslendings vegna COVID-19: „Kom­inn tími til að þessi þjóð taki þessu al­var­lega“
Af bráðamóttöku Landspítalans Konan lést á Landspítalanum í gær. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hún barðist í heila viku fyr­ir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni,“ segir sonur 71 árs gamallar konu af Suðurlandi, sem lést vegna COVID-19.

Konan er fyrsti Íslendingurinn sem fellur frá vegna COVID-19. Hún hafði glímt við erfið veikindi. Andlát hennar er tilkynnt á vef Landspítalans. 

Sonur konunnar kvaddi móður sína með færslu á Facebook í morgun. Í gær hafði hann þurft að kveðja hana í gegnum síma, vegna smithættu.

„Sjálfsagt er flest­um að verða ljóst að litla landið okk­ar hef­ur þurft að þola sitt fyrsta dauðsfall af völd­um Covid 19 veirunn­ar, þó dauðsfall í fjöl­skyld­unni sé mikið einka­mál fyr­ir flesta þá lang­ar mig að sem flest okk­ar læri eitt­hvað af þessu. Þetta er mamma mín, hún barðist í heila viku fyr­ir lífi sínu smituð af Covid-19 veirunni, hún var í áhættu­flokki eins og mjög marg­ir aðrir. Þrír úr minni fjöl­skyldu höfðu tæki­færi til að kveðja hana fyr­ir enda­lok­in. Tveir þeirra vegna þess að þeir eru smitaðir af veirunni og ein sem lagði sig í mikla smit­hættu, ég hefði al­veg þegið að fá að horfa í augu henn­ar og segja bless en vegna aðstæðna var það ekki hægt. Í staðinn fæ ég að minn­ast henn­ar eins og ég sá hana síðast og fékk að kveðja hana í gegn­um sím­ann og ekka­sog. Það er al­veg kom­inn tími til að þessi þjóð og þegn­ar henn­ar taki þessu al­var­lega og hætti að haga sér eins og hálf­vit­ar,“ skrifar hann.

Svohljóðandi var tilkynning frá Landspítalanum í morgun:

„Mánudaginn 23. mars 2020 lést á smitsjúkdómadeild Landspítala liðlega sjötug kona, sem glímt hafði við langvarandi veikindi. Andlátið varð í kjölfar veikinda konunnar af völdum Covid-19-sjúkdómsins. Landspítali vottar fjölskyldu hennar samúð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár