„Það er mjög sérstakt. Ekki átti maður von á að upplifa þetta,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir hárgreiðslumeistari. Hún hefur átt og rekið hárgreiðslustofuna Greiðuna á Háaleitisbraut undanfarin 13 ár, en stofan var stofnuð fyrir meira 60 árum og þar starfa 5-6 að jafnaði. Dyrum hennar verður lokað á miðnætti í kvöld og verða lokaðar að minnsta kosti fram yfir páska vegna herts samkomubanns til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
„Þetta er auðvitað pínu sjokk. Ég er með nokkra í vinnu og maður þarf að spá í hvað maður gerir,“ segir Hrafnhildur.
Í gær var tilkynnt um hertar takmarkanir á samkomum og í því felst meðal annars að starfsemi og þjónustu sem krefst mikillar nálægðar við viðskiptavini verður lokað frá og með miðnætti í kvöld. Til slíkrar þjónustu teljast meðal annars hárgreiðslustofur.
Heyrði fyrst þessari ákvörðun í fréttum
Hrafnhildur segist hafa heyrt af þessari ákvörðun í fréttum eins og allir …
Athugasemdir