Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Í skoðun að framleiða pinna hér á landi

Heil­brigð­is­yf­ir­völd leita allra leiða til að fá fleiri sýna­tökup­inna til grein­ing­ar á COVID-19 veirunni og í skoð­un er að fram­leiða þá inn­an­lands. 701 barn hef­ur ver­ið skim­að og af þeim reynd­ust þrjú bera veiruna.

Í skoðun að framleiða pinna hér á landi
Á fundi Almannavarna Frá vinstri: Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Mynd: Lögreglan

Heilbrigðisyfirvöld hafa nú allar klær úti við að reyna að fá fleiri sýnatökupinna til greiningar á COVID-19 og í skoðun er að framleiða þá innanlands. Þetta  sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var klukkan 14 í dag. 701 barn hefur verið skimað og af þeim reyndust þrjú bera veiruna. 

Hann sagði að liggja myndi fyrir á næstu dögum hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti, en nú hafa 588 smit verið staðfest, þar af eru 13 á sjúkrahúsi samkvæmt vefsíðunni Covid.is. Skimanir sýndu að smithætta til barna yngri en 10 ára væri óveruleg. Af þeim 268 börnum sem skimuð hefðu verið á vegum sýkla- og veirufræðideildar Landspítala hefðu þrjú börn greinst með veiruna.

433 börn hefðu verið skimuð hjá Íslenskri erfðagreiningu og ekkert þeirra hefði reynst vera með veiruna. „Það er mat okkar á þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til er að við séum á réttri leið. Við erum að grípa til réttra aðgerða og stoppa smit. Dagleg meðaltalsaukning sýkinga er einna lægst hér á landi, sé miðað við nágrannalöndin,“ sagði Þórólfur.

„Ég held að við getum fullyrt út frá þessum tölum að það er ekki sjáanlegt verulegt smit meðal barna í þessu samfélagi,“ sagði Þórólfur. Umræða um mikið smit hjá börnum og smithættu í grunnskólum hefði því ekki raungerst þótt svo ekki væri hægt að segja til um hvað síðar yrði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár