Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Í skoðun að framleiða pinna hér á landi

Heil­brigð­is­yf­ir­völd leita allra leiða til að fá fleiri sýna­tökup­inna til grein­ing­ar á COVID-19 veirunni og í skoð­un er að fram­leiða þá inn­an­lands. 701 barn hef­ur ver­ið skim­að og af þeim reynd­ust þrjú bera veiruna.

Í skoðun að framleiða pinna hér á landi
Á fundi Almannavarna Frá vinstri: Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Mynd: Lögreglan

Heilbrigðisyfirvöld hafa nú allar klær úti við að reyna að fá fleiri sýnatökupinna til greiningar á COVID-19 og í skoðun er að framleiða þá innanlands. Þetta  sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var klukkan 14 í dag. 701 barn hefur verið skimað og af þeim reyndust þrjú bera veiruna. 

Hann sagði að liggja myndi fyrir á næstu dögum hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti, en nú hafa 588 smit verið staðfest, þar af eru 13 á sjúkrahúsi samkvæmt vefsíðunni Covid.is. Skimanir sýndu að smithætta til barna yngri en 10 ára væri óveruleg. Af þeim 268 börnum sem skimuð hefðu verið á vegum sýkla- og veirufræðideildar Landspítala hefðu þrjú börn greinst með veiruna.

433 börn hefðu verið skimuð hjá Íslenskri erfðagreiningu og ekkert þeirra hefði reynst vera með veiruna. „Það er mat okkar á þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til er að við séum á réttri leið. Við erum að grípa til réttra aðgerða og stoppa smit. Dagleg meðaltalsaukning sýkinga er einna lægst hér á landi, sé miðað við nágrannalöndin,“ sagði Þórólfur.

„Ég held að við getum fullyrt út frá þessum tölum að það er ekki sjáanlegt verulegt smit meðal barna í þessu samfélagi,“ sagði Þórólfur. Umræða um mikið smit hjá börnum og smithættu í grunnskólum hefði því ekki raungerst þótt svo ekki væri hægt að segja til um hvað síðar yrði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár