Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Í skoðun að framleiða pinna hér á landi

Heil­brigð­is­yf­ir­völd leita allra leiða til að fá fleiri sýna­tökup­inna til grein­ing­ar á COVID-19 veirunni og í skoð­un er að fram­leiða þá inn­an­lands. 701 barn hef­ur ver­ið skim­að og af þeim reynd­ust þrjú bera veiruna.

Í skoðun að framleiða pinna hér á landi
Á fundi Almannavarna Frá vinstri: Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Mynd: Lögreglan

Heilbrigðisyfirvöld hafa nú allar klær úti við að reyna að fá fleiri sýnatökupinna til greiningar á COVID-19 og í skoðun er að framleiða þá innanlands. Þetta  sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var klukkan 14 í dag. 701 barn hefur verið skimað og af þeim reyndust þrjú bera veiruna. 

Hann sagði að liggja myndi fyrir á næstu dögum hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti, en nú hafa 588 smit verið staðfest, þar af eru 13 á sjúkrahúsi samkvæmt vefsíðunni Covid.is. Skimanir sýndu að smithætta til barna yngri en 10 ára væri óveruleg. Af þeim 268 börnum sem skimuð hefðu verið á vegum sýkla- og veirufræðideildar Landspítala hefðu þrjú börn greinst með veiruna.

433 börn hefðu verið skimuð hjá Íslenskri erfðagreiningu og ekkert þeirra hefði reynst vera með veiruna. „Það er mat okkar á þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til er að við séum á réttri leið. Við erum að grípa til réttra aðgerða og stoppa smit. Dagleg meðaltalsaukning sýkinga er einna lægst hér á landi, sé miðað við nágrannalöndin,“ sagði Þórólfur.

„Ég held að við getum fullyrt út frá þessum tölum að það er ekki sjáanlegt verulegt smit meðal barna í þessu samfélagi,“ sagði Þórólfur. Umræða um mikið smit hjá börnum og smithættu í grunnskólum hefði því ekki raungerst þótt svo ekki væri hægt að segja til um hvað síðar yrði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár