Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forstjóri Icelandair: „Við verðum að geta farið að fljúga aftur í sumar“

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir fyr­ir­tæk­ið geta ver­ið tekju­laust í ein­hverja mán­uði fram á sum­ar en þá verði að fara að koma inn tekj­ur. Að­gerð­irn­ar nú séu sárs­auka­full­ar en ekk­ert ann­að sé í stöð­unni.

Forstjóri Icelandair: „Við verðum að geta farið að fljúga aftur í sumar“
Sársaukafullt en ekker annað hægt Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að ráðast í sársaukafullar aðgerðir. Mynd: RÚV

Icelandair þolir að vera tekjulaust í einhverja mánuði og fram á sumar en þá verði að vera hægt að fara að fljúga aftur, eigi fyrirtækið að lifa af. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við Stundina. Icelandair sendi í morgun frá sér tilkynningu um að 240 starfsmönnum yrði sagt upp störfum og að 92% starfsmanna þar myndu taka á sig skert starfshlutfall.  

Bogi segir að hluti þeirra 92 prósenta starfsmanna sem farið verði fram á að taka á sig skert starfshlutfall muni njóta úrræðis ríkisstjórnarinnar um mótframlag vegna slíkrar skerðingar. Það eigi til að mynda við um flugþjóna og flugliða, en eigi hins vegar ekki við um alla starfsmenn, til að mynda eigi það ekki við um flugmenn sem sumir hverjir hafi verið beðnir um að taka sér launalaust leyfi.

„Í venjulegu ári koma mjög margir áhafnarmeðlimir inn yfir sumartímann, bæði flugliðar og flugmenn. Þar var búið að skera mjög mikið niður í þeim hópi áður en þessar aðgerðir núna áttu sér stað og verður enn frekar nú. Flugfreyjur eru að fara í hlutastörf, og flugliðar, eða það var það sem var óskað eftir af okkar hálfu og það þurfa auðvitað allir að samþykkja það. Það er síðan óskað eftir því að flugmenn hjá fyrirtækinu taki á sig fimmtíu prósenta launaskerðingu næstu tvo mánuði. Varðandi uppsagnirnar þá eru þær bara víðs vegar í fyrirtækinu, í raun á öllum sviðum,“ segir Bogi.

„Stjórnendur munu allir taka á sig launaskerðingu“ 

Bogi segir jafnframt að allir muni taka á sig launalækkanir innan félagsins, stjórnendur jafnt sem aðrir. Það sé þó misjafnt hvernig það verði útfært. Óskað verður eftir því að 92 prósent starfsmanna annað hvort lækki laun sín um 50 prósent, eins og til dæmis flugmenn í tvo mánuði og munu þeir því ekki njóta hlutastarfaúrræða ríkisstjórnarinnar, og hins vegar muni aðrir starfsmenn fara í hlutastörf. „Stjórnendur munu allir taka á sig launaskerðingu þrátt fyrir mikið álag á ýmsum sviðum, það eru allir að taka á sig eitthvað.“

Bogi segir að aðgerðir þær sem ríkisstjórnin hefur kynnt til aðstoðar atvinnulífinu séu góð byrjun. „Við munum nýta okkur allt sem þar er. Við erum í mjög góðu sambandi við yfirvöld, við erum kerfislega mikilvægt fyrirtæki og því er mikilvægt að vera í góðum samskiptum.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár