Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Smitvarnir auknar á Alþingi

Auka þarf smit­varn­ir á Al­þingi eft­ir að sex starfs­menn, sem all­ir vinna í sama húsi, og einn þing­mað­ur, Smári McCart­hy þing­mað­ur Pírata, eru smit­að­ir af kór­óna­veirunni. Að­eins þeir þing­menn, sem þurfa að taka þátt í um­ræð­um á þing­fund­um hverju sinni, verði í Al­þing­is­hús­inu.

Smitvarnir auknar á Alþingi
Alþingi Smitvarnir verða auknar á Alþingi.

Auka þarf smitvarnir á Alþingi eftir að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, og sex starfsmenn Alþingis, sem allir vinna í sama húsi, reyndust smitaðir af kórónaveirunni. Mælst er til þess að aðeins þeir þingmenn, sem þurfa að taka þátt í umræðum á þingfundum hverju sinni, séu í Alþingishúsinu og nefndafundir munu fara fram með fjarfundabúnaði. Þá hefur verið ákveðið að einungis það starfsfólk Alþingis, sem þarf að sinna verkefnum á þingsvæðinu, mæti til vinnu.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem viðbragðsteymi Alþingis sendi þingmönnum og starfsfólki seint í gærkvöldi. Þar er fólk ennfremur hvatt til þess að halda sig heima, finni það fyrir flensueinkennum.

Fjórir eru í fyrirskipaðri sóttkví, þingmenn og starfsfólk, og að auki eru nokkrir þingmenn og starfsmenn í sjálfskipaðri sóttkví vegna persónulegra heilsufarsástæðna sinna eða nákominna.

Smári McCarthyHann er nú í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19 smit.

Smári McCarthy segir á facebooksíðu sinni að hann hafi farið í sjálfskipaða sóttkví fyrir viku eftir að hann hafi farið að hósta og á föstudaginn hafi hann verið greindur með COVID-19 smit. Þar segist Smári vera hress og að einkennin séu væg. Hann muni reyna að sinna þingstörfum eftir bestu getu. Hann skrifar ennfremur að hann viti ekki hvar eða hvernig hann hafi smitast.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár