Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Smitvarnir auknar á Alþingi

Auka þarf smit­varn­ir á Al­þingi eft­ir að sex starfs­menn, sem all­ir vinna í sama húsi, og einn þing­mað­ur, Smári McCart­hy þing­mað­ur Pírata, eru smit­að­ir af kór­óna­veirunni. Að­eins þeir þing­menn, sem þurfa að taka þátt í um­ræð­um á þing­fund­um hverju sinni, verði í Al­þing­is­hús­inu.

Smitvarnir auknar á Alþingi
Alþingi Smitvarnir verða auknar á Alþingi.

Auka þarf smitvarnir á Alþingi eftir að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, og sex starfsmenn Alþingis, sem allir vinna í sama húsi, reyndust smitaðir af kórónaveirunni. Mælst er til þess að aðeins þeir þingmenn, sem þurfa að taka þátt í umræðum á þingfundum hverju sinni, séu í Alþingishúsinu og nefndafundir munu fara fram með fjarfundabúnaði. Þá hefur verið ákveðið að einungis það starfsfólk Alþingis, sem þarf að sinna verkefnum á þingsvæðinu, mæti til vinnu.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem viðbragðsteymi Alþingis sendi þingmönnum og starfsfólki seint í gærkvöldi. Þar er fólk ennfremur hvatt til þess að halda sig heima, finni það fyrir flensueinkennum.

Fjórir eru í fyrirskipaðri sóttkví, þingmenn og starfsfólk, og að auki eru nokkrir þingmenn og starfsmenn í sjálfskipaðri sóttkví vegna persónulegra heilsufarsástæðna sinna eða nákominna.

Smári McCarthyHann er nú í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19 smit.

Smári McCarthy segir á facebooksíðu sinni að hann hafi farið í sjálfskipaða sóttkví fyrir viku eftir að hann hafi farið að hósta og á föstudaginn hafi hann verið greindur með COVID-19 smit. Þar segist Smári vera hress og að einkennin séu væg. Hann muni reyna að sinna þingstörfum eftir bestu getu. Hann skrifar ennfremur að hann viti ekki hvar eða hvernig hann hafi smitast.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár