Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Smitvarnir auknar á Alþingi

Auka þarf smit­varn­ir á Al­þingi eft­ir að sex starfs­menn, sem all­ir vinna í sama húsi, og einn þing­mað­ur, Smári McCart­hy þing­mað­ur Pírata, eru smit­að­ir af kór­óna­veirunni. Að­eins þeir þing­menn, sem þurfa að taka þátt í um­ræð­um á þing­fund­um hverju sinni, verði í Al­þing­is­hús­inu.

Smitvarnir auknar á Alþingi
Alþingi Smitvarnir verða auknar á Alþingi.

Auka þarf smitvarnir á Alþingi eftir að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, og sex starfsmenn Alþingis, sem allir vinna í sama húsi, reyndust smitaðir af kórónaveirunni. Mælst er til þess að aðeins þeir þingmenn, sem þurfa að taka þátt í umræðum á þingfundum hverju sinni, séu í Alþingishúsinu og nefndafundir munu fara fram með fjarfundabúnaði. Þá hefur verið ákveðið að einungis það starfsfólk Alþingis, sem þarf að sinna verkefnum á þingsvæðinu, mæti til vinnu.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem viðbragðsteymi Alþingis sendi þingmönnum og starfsfólki seint í gærkvöldi. Þar er fólk ennfremur hvatt til þess að halda sig heima, finni það fyrir flensueinkennum.

Fjórir eru í fyrirskipaðri sóttkví, þingmenn og starfsfólk, og að auki eru nokkrir þingmenn og starfsmenn í sjálfskipaðri sóttkví vegna persónulegra heilsufarsástæðna sinna eða nákominna.

Smári McCarthyHann er nú í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19 smit.

Smári McCarthy segir á facebooksíðu sinni að hann hafi farið í sjálfskipaða sóttkví fyrir viku eftir að hann hafi farið að hósta og á föstudaginn hafi hann verið greindur með COVID-19 smit. Þar segist Smári vera hress og að einkennin séu væg. Hann muni reyna að sinna þingstörfum eftir bestu getu. Hann skrifar ennfremur að hann viti ekki hvar eða hvernig hann hafi smitast.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár