Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir tveggja metra regluna ekki virta í spilasölum

Alma Haf­steins­dótt­ir, formað­ur Sam­taka áhuga­fólks um spilafíkn seg­ir að þess sé ekki gætt í spila­söl­un­um að tveir metr­ar séu á milli við­skipta­vina. Sam­tök­in skora á land­lækni, sótt­varna­lækni, stjórn Al­manna­varna og rekstarað­ila spila­kassa að láta loka tíma­bund­ið spila­söl­um og spila­köss­um og þannig fækka smit­leið­um á COVID-19 veirunni.

Segir tveggja metra regluna ekki virta í spilasölum
Í spilasal Myndin var tekin í spilasal á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Alma Hafsteinsdóttir hjá Samtökum áhugafólks um spilafíkn segir að þar hafi ekki verið gætt þess að tveir metrar væru á milli fólks. Mynd: Aðsend

Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á landlækni, sóttvarnalækni, stjórn Almannavarna og rekstaraðila spilakassa að láta loka tímabundið spilasölum og spilakössum og þannig fækka smitleiðum á COVID-19 veirunni. Alma Hafsteinsdóttir, formaður samtakanna, segir að þess sé ekki gætt í spilasölunum að tveir metrar séu á milli viðskiptavina.

Alma Hafsteinsdóttir Vill láta loka tímabundið spilasölum og spilakössum og þannig fækka smitleiðum á COVID-19 veirunni.

Hún segir að samtökin hafi  óskað eftir afskiptum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, innanríkis- og dómsmálaráðherra,  upp úr miðjum mánuði vegna þessa, en ekkert svar hafi borist. Þá hafi þau einnig sent beiðni til  alþjóðahreyfingar Rauða krossins um að grípa fram fyrir hendur Íslandsdeildar Rauða krossins, sem er einn rekstraraðila kassanna, og láta loka kössunum, en þaðan hafi ekki borist svör.

Fagna ákvörðun Vestmannaeyjabæjar

Samtökin fagna þeirri ákvörðun Vestmannaeyjarbæjar um að loka öllum spilakössum og spilasölum, en það var gert í dag sem hluti af hertum aðgerðum vegna útbreiðslu COVID-19. 

Alma segir að fyllsta ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að leyfishafar kassanna muni reyna að komast hjá þeim takmörkunum sem kunni að verða settar og bendir á að ekki sé um lífsnauðsynlega starfsemi að ræða. Hún fór, ásamt öðrum úr samtökunum á nokkra spilastaði í gærkvöld og segir að svo hafi virst sem  hvorki fyrirmælum um hreinlæti né fjarlægð milli spilara hafi verið framfylgt.

„Auðvitað ættu þessir leyfishafar að bregðast við að fyrra bragði og sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð en þau virðast ekki ætla að gera það, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir,“ segir Alma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu