Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir tveggja metra regluna ekki virta í spilasölum

Alma Haf­steins­dótt­ir, formað­ur Sam­taka áhuga­fólks um spilafíkn seg­ir að þess sé ekki gætt í spila­söl­un­um að tveir metr­ar séu á milli við­skipta­vina. Sam­tök­in skora á land­lækni, sótt­varna­lækni, stjórn Al­manna­varna og rekstarað­ila spila­kassa að láta loka tíma­bund­ið spila­söl­um og spila­köss­um og þannig fækka smit­leið­um á COVID-19 veirunni.

Segir tveggja metra regluna ekki virta í spilasölum
Í spilasal Myndin var tekin í spilasal á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Alma Hafsteinsdóttir hjá Samtökum áhugafólks um spilafíkn segir að þar hafi ekki verið gætt þess að tveir metrar væru á milli fólks. Mynd: Aðsend

Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á landlækni, sóttvarnalækni, stjórn Almannavarna og rekstaraðila spilakassa að láta loka tímabundið spilasölum og spilakössum og þannig fækka smitleiðum á COVID-19 veirunni. Alma Hafsteinsdóttir, formaður samtakanna, segir að þess sé ekki gætt í spilasölunum að tveir metrar séu á milli viðskiptavina.

Alma Hafsteinsdóttir Vill láta loka tímabundið spilasölum og spilakössum og þannig fækka smitleiðum á COVID-19 veirunni.

Hún segir að samtökin hafi  óskað eftir afskiptum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, innanríkis- og dómsmálaráðherra,  upp úr miðjum mánuði vegna þessa, en ekkert svar hafi borist. Þá hafi þau einnig sent beiðni til  alþjóðahreyfingar Rauða krossins um að grípa fram fyrir hendur Íslandsdeildar Rauða krossins, sem er einn rekstraraðila kassanna, og láta loka kössunum, en þaðan hafi ekki borist svör.

Fagna ákvörðun Vestmannaeyjabæjar

Samtökin fagna þeirri ákvörðun Vestmannaeyjarbæjar um að loka öllum spilakössum og spilasölum, en það var gert í dag sem hluti af hertum aðgerðum vegna útbreiðslu COVID-19. 

Alma segir að fyllsta ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að leyfishafar kassanna muni reyna að komast hjá þeim takmörkunum sem kunni að verða settar og bendir á að ekki sé um lífsnauðsynlega starfsemi að ræða. Hún fór, ásamt öðrum úr samtökunum á nokkra spilastaði í gærkvöld og segir að svo hafi virst sem  hvorki fyrirmælum um hreinlæti né fjarlægð milli spilara hafi verið framfylgt.

„Auðvitað ættu þessir leyfishafar að bregðast við að fyrra bragði og sýna samfélagslega og siðferðislega ábyrgð en þau virðast ekki ætla að gera það, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir,“ segir Alma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár