Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tvö sveitarfélög herða COVID-19 aðgerðir

Vest­manna­eyja­bær og Húna­þing vestra hafa hert að­gerð­ir vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Að­gerð­irn­ar hafa þeg­ar tek­ið gildi í Vest­manna­eyj­um. Í Húna­þingi vestra tek­ur nýtt fyr­ir­komu­lag gildi klukk­an 22 í kvöld og þar fara íbú­ar í svo­kall­aða úr­vinnslu­sótt­kví.

Tvö sveitarfélög herða COVID-19 aðgerðir

Tvö sveitarfélög hér á landi, Vestmannaeyjabær og Húnaþing vestra, hafa hert aðgerðir vegna COVID-19 faraldursins.  

Á sjöunda tímanum í kvöld setti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, inn tilkynningu á vefsíðu sveitarfélagsins fyrir hönd aðgerðastjórnar almannavarna á Norðurlandi vestra. Þar segir að fimm smit hafi verið staðfest þar. Því verði gripið til hertra sóttvarnaraðgerða strax. 

„Frá og með kl. 22:00 í kvöld laugardaginn 21.mars 2020 skulu allir íbúar sveitarfélagsins sæta úrvinnslusóttkví. Úrvinnslusóttkví er tímabundin ráðstöfun meðan unnið er að smitrakningu. Í henni felst að einungis einn aðili af hverju heimili getur í hvert sinn yfirgefið heimilið til að afla aðfanga.  Úrvinnslusóttkvíin gildir ekki um lífsnauðsynlega starfsemi, s.s. hjúkrunarheimili, sjúkrahús og dreifingu og verslun með matvæli og eldsneyti,“ segir í tilkynningunni.

„Einungis einn aðili af hverju heimili getur í hvert sinn yfirgefið heimilið til að afla aðfanga“

Ofangreind ákvörðun gildir þar til aðgerðarstjórn tilkynnir um annað.  

„Jafnhliða gildir almennt samkomubann svo sem þegar hefur verið auglýst en þó með þeirri breytingu að hámarksfjöldi aðila sem mega koma saman í Húnaþingi vestra eru 5 aðilar,“ segir þar ennfremur.

Í tilkynningunni segir að höfðað sé til samfélagslegrar ábyrgðar allra íbúa til að virða ofangreint og vera alls ekki á ferli að nauðsynjalausu.

Eyjamenn herða samkomubann

Síðdegis í dag var samkomubann í Vestmannaeyjum hert, en þar hafa 11 smit COVID-19 veirunnar verið staðfest. Í því felst að viðburðir, þar sem tíu eða fleiri koma saman, eru óheimilir. Þá er aðgangur fólks að íþróttamannvirkjum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum óheimill og sömuleiðis felst í því bann við starfsemi, þar sem nálægð er mikil er eins og hárgreiðslustofur, snyrtistofur og nuddstofur. Þá felst í banninu ennfremur að íþróttastarf barna og fullorðinna, þar sem nálægð er minni en tveir metrar og einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi, er bannað. 

„Þá er aðgangur fólks að íþróttamannvirkjum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum óheimill“

Þessar aðgerðir tóku gildi frá og með klukkan 18 í dag og í tilkynningu  á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að í vissum tilvikum verði, auk þessa, gripið til hertra skilyrða hvað sóttkví varðar í nánasta hópi þeirra sem eru með staðfest smit og verður það metið í hverju tilviki.

Í báðum sveitarfélögunum eru aðgerðirnar ákveðnar í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu