Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hrunið út af Covid: „Ég held að enginn hafi upplifað annað eins“

Jó­hann Guð­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Geysis­versl­an­anna, seg­ist að efna­hags­ástand­ið sem upp er kom­ið í kjöl­far út­breiðslu Covid-veirunn­ar sé „án hlið­stæðu“. Hann spá­ir dýpri og verri kreppu en eft­ir banka­hrun­ið ár­ið 2008 þar sem hjól at­vinnu­lífs­ins sé við það að hætta að snú­ast nú.

Hrunið út af Covid: „Ég held að enginn hafi upplifað annað eins“
Þegar ferðamennirnir hverfa Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis, lýsir efnahagsástandi án hliðstæðu í kjölfar Covid-faraldursins. Hann býst við harðari og dýpri kreppu en eftir hrunið 2008. Mynd: Laimonas Dom

Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri Geysis-fataverslananna, segir aðmhann hafi aldrei upplifað aðra eins tíma frá því að hann hóf rekstur Geysisverslunarinnar í Haukadal árið 2007.  Jóhann er einn af viðmælendum Stundarinnar í umfjöllun um ferðaþjónustuna á Íslandi og áhrif Covid-faraldursins á rekstur þessara fyrirtækja. Geysir rekur meðal annars verslun í Haukadal þar sem um 95 prósent af viðskiptavinunum eru erlendir ferðamenn. 

„Það sem er að gerast núna er að tekjur fyrirtækja eru að fara niður í nánast ekki neitt og efnahagshjólin eru að hætta að snúast“ 

Skrúfað fyrir gangverk efnahagslífsins

Síðastliðin 13 ár hefur Jóhann byggt upp og stækkað fyrirtæki sitt mikið með nýjum verslunum og hefur uppgangur fyrirtækisins að stóru leyti byggt á auknum fjölda ferðamanna í landinu. „Ég hef aldrei lent í öðru eins efnahagsástandi. Og ég held að enginn hafi upplifað annað eins, miðað við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu