Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri Geysis-fataverslananna, segir aðmhann hafi aldrei upplifað aðra eins tíma frá því að hann hóf rekstur Geysisverslunarinnar í Haukadal árið 2007. Jóhann er einn af viðmælendum Stundarinnar í umfjöllun um ferðaþjónustuna á Íslandi og áhrif Covid-faraldursins á rekstur þessara fyrirtækja. Geysir rekur meðal annars verslun í Haukadal þar sem um 95 prósent af viðskiptavinunum eru erlendir ferðamenn.
„Það sem er að gerast núna er að tekjur fyrirtækja eru að fara niður í nánast ekki neitt og efnahagshjólin eru að hætta að snúast“
Skrúfað fyrir gangverk efnahagslífsins
Síðastliðin 13 ár hefur Jóhann byggt upp og stækkað fyrirtæki sitt mikið með nýjum verslunum og hefur uppgangur fyrirtækisins að stóru leyti byggt á auknum fjölda ferðamanna í landinu. „Ég hef aldrei lent í öðru eins efnahagsástandi. Og ég held að enginn hafi upplifað annað eins, miðað við …
Athugasemdir