Meira en 130 lönd víða um heim hafa ýmist lokað landamærum sínum vegna COVID-19 faraldursins eða takmarkað ferðir fólks sem kemur frá tilteknum löndum eða heimssvæðum.
Meðal þeirra landa sem lengst hafa gengið eru Noregur og Sádi-Arabía þar sem öllum höfnum og flugvöllum hefur verið lokað, Ástralía og Nýja-Sjáland sem frá og með deginum í dag loka á alla útlendinga nema þeir hafi gilt landvistarleyfi, Argentína og Rússland.
Öllum Íslendingum sem koma til landsins er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir koma.
Athugasemdir