Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Guðni þakkar sjálfboðaliðum: „Nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi“

Sjálf­boða­lið­ar út­vega 1.200 manns matarpakka og björg­un­ar­sveit­ir hjálpa til við af­hend­ingu vegna COVID-19.

Guðni þakkar sjálfboðaliðum: „Nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi“
Þakkir frá Guðna Á myndinni sést Guðni þakka Rósu Bragadóttur, öryrkja og sjálfboðaliða Fjölskylduhjálparinnar, fyrir framlagið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um kvöldmatarleytið í dag þegar hann þakkaði sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar Íslands og björgunarsveitarfólki sem tekið hafa að sér að koma matarpökkum til efnalítilla fjölskyldna.

„Gangi ykkur vel í ykkar góðu störfum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Nú stöndum við saman, nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi. Og saman komumst við í gegnum þessa erfiðleika sem nú er við að etja, því saman erum við svo miklu sterkari,“ sagði Guðni.

Vegna samkomubanns þurfa sjálfboðaliðar að keyra út matarpakka til fólks, ef matvæli eiga að komast til þeirra sem á þurfa að halda. Um er að ræða ólaunuð störf. Um 1.200 manns þiggja mataraðstoðina.

Í gær greindust 80 ný smit af COVID-19 á Íslandi. Þá kom í ljós að ástralskur ferðamaður, sem lést á Húsavík, hafði látist af völdum veirunnar. Starfsemi Alþingis verður takmörkuð við viðbrögð við veirunni næstu vikurnar. Fram kom í gær að þrír starfsmenn Alþingis væru smitaðir af veirunni. Yfir 3.700 manns voru í sóttkví í dag og samtals hafa 330 verið greindir með veiruna.

Sjálfboðaliðar að störfum
Hlaðið matarpokum
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu