Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Guðni þakkar sjálfboðaliðum: „Nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi“

Sjálf­boða­lið­ar út­vega 1.200 manns matarpakka og björg­un­ar­sveit­ir hjálpa til við af­hend­ingu vegna COVID-19.

Guðni þakkar sjálfboðaliðum: „Nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi“
Þakkir frá Guðna Á myndinni sést Guðni þakka Rósu Bragadóttur, öryrkja og sjálfboðaliða Fjölskylduhjálparinnar, fyrir framlagið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um kvöldmatarleytið í dag þegar hann þakkaði sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar Íslands og björgunarsveitarfólki sem tekið hafa að sér að koma matarpökkum til efnalítilla fjölskyldna.

„Gangi ykkur vel í ykkar góðu störfum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Nú stöndum við saman, nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi. Og saman komumst við í gegnum þessa erfiðleika sem nú er við að etja, því saman erum við svo miklu sterkari,“ sagði Guðni.

Vegna samkomubanns þurfa sjálfboðaliðar að keyra út matarpakka til fólks, ef matvæli eiga að komast til þeirra sem á þurfa að halda. Um er að ræða ólaunuð störf. Um 1.200 manns þiggja mataraðstoðina.

Í gær greindust 80 ný smit af COVID-19 á Íslandi. Þá kom í ljós að ástralskur ferðamaður, sem lést á Húsavík, hafði látist af völdum veirunnar. Starfsemi Alþingis verður takmörkuð við viðbrögð við veirunni næstu vikurnar. Fram kom í gær að þrír starfsmenn Alþingis væru smitaðir af veirunni. Yfir 3.700 manns voru í sóttkví í dag og samtals hafa 330 verið greindir með veiruna.

Sjálfboðaliðar að störfum
Hlaðið matarpokum
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár