Guðni þakkar sjálfboðaliðum: „Nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi“

Sjálf­boða­lið­ar út­vega 1.200 manns matarpakka og björg­un­ar­sveit­ir hjálpa til við af­hend­ingu vegna COVID-19.

Guðni þakkar sjálfboðaliðum: „Nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi“
Þakkir frá Guðna Á myndinni sést Guðni þakka Rósu Bragadóttur, öryrkja og sjálfboðaliða Fjölskylduhjálparinnar, fyrir framlagið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um kvöldmatarleytið í dag þegar hann þakkaði sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar Íslands og björgunarsveitarfólki sem tekið hafa að sér að koma matarpökkum til efnalítilla fjölskyldna.

„Gangi ykkur vel í ykkar góðu störfum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Nú stöndum við saman, nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi. Og saman komumst við í gegnum þessa erfiðleika sem nú er við að etja, því saman erum við svo miklu sterkari,“ sagði Guðni.

Vegna samkomubanns þurfa sjálfboðaliðar að keyra út matarpakka til fólks, ef matvæli eiga að komast til þeirra sem á þurfa að halda. Um er að ræða ólaunuð störf. Um 1.200 manns þiggja mataraðstoðina.

Í gær greindust 80 ný smit af COVID-19 á Íslandi. Þá kom í ljós að ástralskur ferðamaður, sem lést á Húsavík, hafði látist af völdum veirunnar. Starfsemi Alþingis verður takmörkuð við viðbrögð við veirunni næstu vikurnar. Fram kom í gær að þrír starfsmenn Alþingis væru smitaðir af veirunni. Yfir 3.700 manns voru í sóttkví í dag og samtals hafa 330 verið greindir með veiruna.

Sjálfboðaliðar að störfum
Hlaðið matarpokum
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár