Stundin ræddi við konu sem segir að amma sín þurfi að bíða af sér faraldurinn alein í sóttkví. Ástæðuna fyrir því segir hún vera þá að amma sín sé mjög veik fyrir og því í mikilli hættu ef það kæmi til þess að hún smitaðist af COVID-19. Glímir hún við lungnakrabbamein á efsta stigi, auk þess sem hún er með bælt ónæmiskerfi.
„Hún er með lungnakrabbamein og síðan slasaðist hún á fæti, þannig að hún var búin að vera akkúrat mjög mikið heima. Svo kemur þetta í ofanálag. Hún rak sig í tröppu. Það blæddi að innan og þess vegna var hún mjög bólgin mjög lengi af því að ónæmiskerfið gat ekki unnið á þessu,“ útskýrir konan.
Amma hennar er nú búin að vera í sóttkví í um hálfan mánuð og stefnir að því að vera það allt þar til faraldurinn gengur yfir, sem gæti að endingu orðið nokkrir mánuðir. …
Athugasemdir