Frakkland
Emmanuel Macron
forseti Frakklands og formaður miðjuflokksins En Marche
„Við eigum í stríði. Óvinurinn er þarna; ósýnilegur og slyngur og hann sækir í sig veðrið. Ég biðla til ykkar um að færa fórnir til að stöðva farsóttina, en þær mega ekki koma niður á viðkvæmasta hópnum. Enginn Frakki verður látinn vera án bjargráða.“
Danmörk
Mette Frederiksen
forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins
„Ef við bregðumst ekki við núna, þá munum við gjalda fyrir það. Við erum að fara ótroðnar slóðir. Við stöndum í sporum sem ekkert okkar hefur verið í áður. Danir sýna stórkostlega samfélagsábyrgð, þrátt fyrir að það sé ekki auðvelt.“
Spánn
Pedro Sánchez
forsætisráðherra og formaður Sósíalíska verkamannaflokksins
„Við erum í stríði til varnar öllu því sem við höfum hingað til tekið sem sjálfsögðu. Það versta á eftir að koma, þar sem heilbrigðiskerfið verður þanið til hins ítrasta, þegar enn fleiri verða …
Athugasemdir