Kórónaveirufaraldurinn er að mörgu leyti prófsteinn á styrk alþjóðasamfélagsins. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, doktor í stjórnmálafræði og dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að viðbrögð margra þjóða sýni að þegar á reyni standi alþjóðasamstarf ekki eins traust og ætla mætti, heldur hugsi hver um sinn hag.
Hún hefur fylgst með viðbrögðum og aðgerðum alþjóðasamfélagsins við faraldrinum og segir að talsverður munur sé þar á. „Hér á landi hefur fagfólk staðið í eldlínunni í allri upplýsingagjöf og því varla hægt að setja pólitískan merkimiða á ákvarðanirnar sem er verið að taka. En víða erlendis, eins og til dæmis í Danmörku og í Bandaríkjunum og nú síðast á vettvangi leiðtoga Evrópusambandsins, hafa stjórnmálamenn verið í þessu hlutverki. Það hefur komið fram gagnrýni á að stjórnmálamenn séu að taka pólitískar ákvarðanir sem séu ekkert endilega byggðar á vísindalegum grunni.“
Athugasemdir