Á meðan íslenska utanríkisþjónustan hvatti Íslendinga sem staddir voru erlendis til að halda heim vegna óvissu sem útbreiðsla COVID-19 kórónavírussins hefur valdið gerðu sumir þveröfugt. Hrafnkell Lárusson býr í Varsjá í Póllandi og er um þessar mundir á lokastigum í skrifum á doktorsritgerð sinni í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hrafnkell var staddur hér á landi í síðustu viku þegar pólsk yfirvöld ákváðu með litlum fyrirvara að loka landamærum Póllands og mátti hann hafa sig allan við til að komast úr landi og heim til sín í Varsjá.
Hrafnkell hefur að mestu dvalið ytra síðastliðin tvö ár. „Í lok árs 2017 stóð ég frammi fyrir því að þurfa að finna mér nýtt húsnæði á Íslandi og mér reiknaðist til að á bilinu 80 til 90 prósent ráðstöfunartekna minna hefðu farið í húsaleigu, hefði ég fundið mér hæfilegt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ég var að mestu búinn með gagnaöflun og gat því tekið …
Athugasemdir