Kórónaveiran, Covid-19, er þriðja veiran sinnar tegundar undanfarna tvo áratugi sem smitast yfir í menn. Þær fyrri voru SARS-CoV og MERS-CoV og ástæðan í öllum tilvikunum er líklega dráp og neysla á villtum dýrum.
Þetta segir Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ. „Svo eru líka veirur eins og HIV sem hafa borist í manninn úr öðrum dýrategundum. Okkur hættir til að halda að maðurinn sé sérstakur og standi fyrir utan náttúruna. Við erum hluti af henni, í allri sögu mannkyns höfum við verið að neyta villtra dýra og veirur hafa verið að fara yfir í okkur úr öðrum dýrum og úr okkur yfir í önnur dýr.“
Arnar segir að dæmi séu um að veirur hafi stökkbreyst og ýmist orðið meira eða minna smitandi og valdið alvarlegri sjúkdómum, eftir að þær bárust í menn. Engar forsendur séu fyrir hendi til að fullyrða að slíkt gerist með Covid-19 veiruna. …
Athugasemdir