„Hamingjan í mínum huga er að geta lifað sáttur við sjálfan sig og annað fólk,“ segir Haukur Ingi Jónasson, sem er í forsvari fyrir MPM-nám verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, en hann er menntaður bæði í guðfræði og sálfræði. „Hamingjan er eitthvað sem maður reynir að vinna í og viðhalda. En hamingjan er líka gæfa sem sumir öðlast en kannski ekki alveg allir. Hamingjan hefur verið sögð afleiðing langtímaástundunar þar sem maður fetar til góðs götuna fram eftir veg með því að forðast öfgar og keppa að því sem skapar tilfinningu fyrir sátt. Þessi ástundun lýtur að umgengni við sjálfan sig, annað fólk, dýr, dauða hluti, náttúruna og það áhugaverða fyrirbæri sem er lífið sjálft.“
Haukur segir að það skipti máli varðandi hamingjuna að hafa ríka tilfinningu fyrir tilgangi, skýrt hlutverk og sjá líf sitt í samhengi við stóru myndina. „Það má gera þetta með ýmiss konar iðkun, svo sem með …
Athugasemdir