Með samkomubanni og sóttkví, hvort sem hún er sjálfskipuð eða tilneydd, er erfiðara fyrir landann að stytta sér stundir með því að horfa á góða kvikmynd. Með tilkomu streymis frá efnisveitum eins og Netflix, Amazon Prime og sambærilegrar þjónustu hérlendis er þó orðið auðveldara að létta sér lund með skemmtilegri gamanmynd.
Kvikmyndahúsin hafa þó ekki lokað. Sýningar halda áfram í kvikmyndahúsum Senu, Sambíóanna og Bíó Paradís, en miðasala á einstaka sýningar hefur verið takmörkuð þannig að hægt sé að hafa 2 metra á milli allra gesta í salnum. Þá hafa kvikmyndahús gripið til þess að merkja svæði við veitingasöluna svo fólk hópist ekki saman, bjóða upp á spritt, þrífa svæði aukalega og hvetja fólk til að kaupa miða á netinu.
Sem betur fer getur fólk enn horft á kvikmyndir í þægindunum heima hjá sér. Hægt er að fá 30 daga prufuáskrift að Netflix án endurgjalds og á vef RÚV er …
Athugasemdir