Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af þekktari kaupsýslumönnum Íslands á árunum fyrir hrunið 2008, er orðinn stjórnarformaður olíufélagsins Skeljungs tæpum þrettán árum eftir umdeild viðskipti Glitnis banka og viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, Pálma Haraldssonar, með fyrirtækið.
Á árunum fyrir efnahagshrunið áttu félög tengd Jóni Ásgeiri í endurteknum viðskiptum við Pálma Haraldsson með olíufélagið. Síðast í gegnum Glitni þar sem bankinn var milliður í sölu olíufélagsins og sölutryggði það fyrir Pálma upp á 8,7 milljarða króna. Þetta þýddi að bankinn þurfti að kaupa Skeljung af Pálma fyrir þetta verð ef enginn kaupandi fyndist. Á endanum varð þetta raunin.
Jón Ásgeir var sagður hafa verið höfuðpaurinn innan Glitnis eftir uppljóstranir um hvernig hann stýrði Glitni á bak við tjöldin. Enda sýndu tölvupóstar og önnur gögn það óskoraða vald sem hann hafði yfir bankastjóranum, Lárusi Welding. Jón Ásgeir hafði sjálfur handvalið Lárus til að taka við af hinum reynslumeiri Bjarna Ármannssyni eftir að félög Jóns …
Athugasemdir