Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ferðaþjónustufyrirtækið Sterna Travel gjaldþrota

Á ann­an tug missa vinn­una auk verk­taka. Áð­ur var bú­ið að segja upp nokkr­um fjölda starfs­fólks. Enn er hægt að bóka ferð­ir í gegn­um síðu Sterna en ann­að fyr­ir­tæki mun veita þjón­ust­una. Gjald­þrot­ið ekki tengt kór­óna­veirunni.

Ferðaþjónustufyrirtækið Sterna Travel gjaldþrota
Farið í þrot Skiptastjóri segir að þrot Sterna Travel tengist á engan hátt kórónaveirufaraldrinum.

Ferðaþjónustufyrirtækið Sterna Travel var lýst gjaldþrota 4. mars síðastliðinn. Enn er þó hægt að bóka ferðir með fyrirtækinu sem hefur boðið upp á norðurljósaferðir, rútuferðir um Gullna hringinn og á Suðurlandi, auk ferða á Vesturlandi og ýmissa dagtúra frá Reykjavík. Samkvæmt skiptastjóra er ástæða þess að enn er hægt að bóka ferðir sú, að verið er að bjarga þeim verðmætum í sem í bókunarkerfinu felast. Á annan tug starfsmanna missti vinnuna við gjaldþrotið en áður var búið að segja nokkrum fjölda upp. Þá starfaði talsverður fjöldi verktaka fyrir fyrirtækið. Skiptastjóri segir að gjaldþrot fyrirtækisins hafi ekkert að gera með Covid-19 veirufaraldurinn sem nú herjar.

Heiðar Ásberg Atlason, hæstaréttarlögmaður hjá LOGOS, hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Hann segir að nú sé unnið að því að skoða hvaða eignir séu í búinu og gera það upp. „Það var búið að segja einhverjum starfsmönnum fyrirtækisins upp áður en til gjaldþrotsins kom, en öllum þeim starfsmönnum sem enn störfuðu hjá fyrirtækinu var sagt upp síðastliðinn föstudag.“

Að sögn Heiðars fengu á bilinu 15 til 20 manns uppsagnarbréf þá, en mikill fjöldi þeirra sem störfuðu fyrir fyrirtækið voru verktakar.

Enn hægt að bóka ferðir

Nú er unnið að því að fara yfir þær eignir sem eru í þrotabúinu og reiknar Heiðar með því að þær verði seldar á næstunni. „Það var gert tímabundið samkomulag við annan aðila í sambærilegum rekstri að sinna þeim bókunum sem búið var að bóka í ferðir hjá fyrirtækinu. Það er sömuleiðis enn hægt að bóka ferðir á heimasíðu Sterna og það er gert með samþykki skiptastjóra. Það er vegna þess að ef lokað yrði fyrir bókunarsíðuna myndi lokast á verðmæti sem þar eru og þetta er gert svona tímabundið, meðan verið er að vinda ofan af stöðunni,“ segir Heiðar og bætir við að sá aðili, sem búið er að semja við um að sinna þjónustu fyrir þrotabúið, muni einnig sinna nýjum bókunum. Þetta fyrirkomulag verður haft á út marsmánuð, en Heiðar gerir ráð fyrir að búið verði að selja þrotabúið fyrir þann tíma.

„Það er eitthvað virði í þessu en fyrirtækið fór auðvitað í þrot svo virðið er takmarkað“

Þau verðmæti sem eru í þrotabúinu eru nokkur fjöldi langferðabíla sem þarf að selja, þó þeir séu veðsettir. Þá eru einhver verðmæti í rekstrinum sjálfum, í bókunarkerfi og öðru. „Það er eitthvað virði í þessu en fyrirtækið fór auðvitað í þrot, svo virðið er takmarkað.“

Hvetur starfsfólk til að hafa samband við stéttarfélög

Spurður hvort miklar launakröfur séu útistandandi segir Heiðar að samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum fyrirtækisins séu ekki svo, en væntanlega eigi kröfur eftir að koma fram, enda sé standi kröfulýsingafrestur enn yfir.

Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, segir að starfsmenn Sternu, sem séu félagar í VR,  haft samband og VR sé að vinna í þeirra málum. Hún hvetur starfsfólk Sternu til að snúa sér sem fyrst til sinna stéttarfélaga. Fyrrverandi starfsmenn Sternu sem Stundin ræddi við sögðu að þeir ættu flestir inni laun fyrir í það minnsta febrúarmánuð og sumir meira. Auk þess ættu allir starfsmenn að fá greidd laun úr marsmánuð og þeir sem hafa verið í starfi í sex mánuði hjá fyrirtækinu eiga einnig rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Samkvæmt ársreikningi Sterna Travel fyrir árið 2018 nam hagnaður félagsins 33,5 milljónum króna á árinu en eigið fé var neikvætt um 124 þúsund krónur. Tap fyrirtækisins nam hins vegar 25 milljónum króna árið 2017 og 23 milljónum króna árið 2016. Sterna var að fullu í eigu Icelandic Tourist Group ehf en stærsti eigandi var Benedikt Gísli Guðmundsson sem átti 86,72 prósent í fyrirtækinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár