Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ferðaþjónustufyrirtækið Sterna Travel gjaldþrota

Á ann­an tug missa vinn­una auk verk­taka. Áð­ur var bú­ið að segja upp nokkr­um fjölda starfs­fólks. Enn er hægt að bóka ferð­ir í gegn­um síðu Sterna en ann­að fyr­ir­tæki mun veita þjón­ust­una. Gjald­þrot­ið ekki tengt kór­óna­veirunni.

Ferðaþjónustufyrirtækið Sterna Travel gjaldþrota
Farið í þrot Skiptastjóri segir að þrot Sterna Travel tengist á engan hátt kórónaveirufaraldrinum.

Ferðaþjónustufyrirtækið Sterna Travel var lýst gjaldþrota 4. mars síðastliðinn. Enn er þó hægt að bóka ferðir með fyrirtækinu sem hefur boðið upp á norðurljósaferðir, rútuferðir um Gullna hringinn og á Suðurlandi, auk ferða á Vesturlandi og ýmissa dagtúra frá Reykjavík. Samkvæmt skiptastjóra er ástæða þess að enn er hægt að bóka ferðir sú, að verið er að bjarga þeim verðmætum í sem í bókunarkerfinu felast. Á annan tug starfsmanna missti vinnuna við gjaldþrotið en áður var búið að segja nokkrum fjölda upp. Þá starfaði talsverður fjöldi verktaka fyrir fyrirtækið. Skiptastjóri segir að gjaldþrot fyrirtækisins hafi ekkert að gera með Covid-19 veirufaraldurinn sem nú herjar.

Heiðar Ásberg Atlason, hæstaréttarlögmaður hjá LOGOS, hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Hann segir að nú sé unnið að því að skoða hvaða eignir séu í búinu og gera það upp. „Það var búið að segja einhverjum starfsmönnum fyrirtækisins upp áður en til gjaldþrotsins kom, en öllum þeim starfsmönnum sem enn störfuðu hjá fyrirtækinu var sagt upp síðastliðinn föstudag.“

Að sögn Heiðars fengu á bilinu 15 til 20 manns uppsagnarbréf þá, en mikill fjöldi þeirra sem störfuðu fyrir fyrirtækið voru verktakar.

Enn hægt að bóka ferðir

Nú er unnið að því að fara yfir þær eignir sem eru í þrotabúinu og reiknar Heiðar með því að þær verði seldar á næstunni. „Það var gert tímabundið samkomulag við annan aðila í sambærilegum rekstri að sinna þeim bókunum sem búið var að bóka í ferðir hjá fyrirtækinu. Það er sömuleiðis enn hægt að bóka ferðir á heimasíðu Sterna og það er gert með samþykki skiptastjóra. Það er vegna þess að ef lokað yrði fyrir bókunarsíðuna myndi lokast á verðmæti sem þar eru og þetta er gert svona tímabundið, meðan verið er að vinda ofan af stöðunni,“ segir Heiðar og bætir við að sá aðili, sem búið er að semja við um að sinna þjónustu fyrir þrotabúið, muni einnig sinna nýjum bókunum. Þetta fyrirkomulag verður haft á út marsmánuð, en Heiðar gerir ráð fyrir að búið verði að selja þrotabúið fyrir þann tíma.

„Það er eitthvað virði í þessu en fyrirtækið fór auðvitað í þrot svo virðið er takmarkað“

Þau verðmæti sem eru í þrotabúinu eru nokkur fjöldi langferðabíla sem þarf að selja, þó þeir séu veðsettir. Þá eru einhver verðmæti í rekstrinum sjálfum, í bókunarkerfi og öðru. „Það er eitthvað virði í þessu en fyrirtækið fór auðvitað í þrot, svo virðið er takmarkað.“

Hvetur starfsfólk til að hafa samband við stéttarfélög

Spurður hvort miklar launakröfur séu útistandandi segir Heiðar að samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum fyrirtækisins séu ekki svo, en væntanlega eigi kröfur eftir að koma fram, enda sé standi kröfulýsingafrestur enn yfir.

Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, segir að starfsmenn Sternu, sem séu félagar í VR,  haft samband og VR sé að vinna í þeirra málum. Hún hvetur starfsfólk Sternu til að snúa sér sem fyrst til sinna stéttarfélaga. Fyrrverandi starfsmenn Sternu sem Stundin ræddi við sögðu að þeir ættu flestir inni laun fyrir í það minnsta febrúarmánuð og sumir meira. Auk þess ættu allir starfsmenn að fá greidd laun úr marsmánuð og þeir sem hafa verið í starfi í sex mánuði hjá fyrirtækinu eiga einnig rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Samkvæmt ársreikningi Sterna Travel fyrir árið 2018 nam hagnaður félagsins 33,5 milljónum króna á árinu en eigið fé var neikvætt um 124 þúsund krónur. Tap fyrirtækisins nam hins vegar 25 milljónum króna árið 2017 og 23 milljónum króna árið 2016. Sterna var að fullu í eigu Icelandic Tourist Group ehf en stærsti eigandi var Benedikt Gísli Guðmundsson sem átti 86,72 prósent í fyrirtækinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár