Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mótmæla ákvörðun Bandaríkjastjórnar

Ís­lensk stjórn­völd hafa kom­ið á fram­færi mót­mæl­um vegna ákvörð­un­ar Banda­ríkja­stjórn­ar að banna flug­ferð­ir frá flest­um lönd­um Evr­ópu. Rík­is­stjórn­in fund­ar í há­deg­inu í dag vegna þeirr­ar stöðu sem upp er kom­in vegna Covid-19 veirunn­ar og banns Banda­ríkja­stjórn­ar. Í kjöl­far­ið fund­ar rík­is­stjórn­in með for­mönn­um stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna.

Mótmæla ákvörðun Bandaríkjastjórnar
Mótmæla ferðabanni Forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að ríkisstjórnin hefði mótmælt ferðabanni til Bandaríkjanna. Mynd: Pressphotos

Íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum vegna þeirrar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar að banna flugferðir frá flestum löndum Evrópu. Ríkisstjórnin fundar í hádeginu í dag vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid-19 veirunnar og þessarra ákvörðunar banns Bandaríkjastjórnar. Í kjölfarið fundar ríkisstjórnin með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna.

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu mikilvægt að allir þingmenn hefðu jafnan aðgang að upplýsingum um stöðu mála.

Logi Einarsson„Við erum öll í sama bátnum og það þarf allar hendur upp á dekk.“

Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að ekki mætti bíða eftir að „veruleikinn teiknaðist einhvernveginn upp“. Hann sagði velferðarkerfið „í molum“ vegna hægristefnu í nokkur ár og að innviðir hefðu verið að grotna niður. Nú þyrfti að snúa þessari þróun við.  „Mun ríkisstjórnin kalla stjórnarandstöðina og verkalýðshreyfinguna til borðsins til að leita lausna? Við erum öll í sama bátnum og það þarf allar hendur á dekk,“ sagði Logi.

Staðan önnur en 2008

Forsætisráðherra var til andsvara og sagði að ríkisstjórnin myndi koma saman til fundar í hádeginu og í kjölfarið funda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Á morgun yrði fundað með aðilum vinnumarkaðarins. „Staðan er allt önnur en 2008,“ sagði Katrín. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og viðskiptajöfnuður væri jákvæður. „Þær aðgerðir sem við kynntum eru aðeins þær fyrstu. Við verðum að tryggja að við komum standandi niður.“

„Þær aðgerðir sem við kynntum eru aðeins þær fyrstu. Við verðum að tryggja að við komum standandi niður“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Öllu máli skiptir að miðla upplýsingum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði að upplýsingagjöf til stjórnarandstöðunnar hefði ekki verið til fyrirmyndar og fagnaði boðuðum fundi með forystumönnum stjórnarandstöðunnar „Öllu máli skiptir að miðla upplýsingum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín og lýsti yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Bandaríkjastjórnar. 

Utanríkisnefnd komi saman við fyrsta tækifæri

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði því til að íslensk stjórnvöld hefðu komið á framfæri mótmælum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarmálaráðherra, hefði átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna í morgun, og í kjölfarið fund með staðgengli hans vegna málsins til þess að koma mótmælum á framfæri.

Katrín Jakobsdóttir „Tíðindi næturinnar hafa sett þetta í nýtt samhengi.“

„Utanríkisráðherra hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd við fyrsta tækifæri til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Tíðindi næturinnar hafa sett þetta í nýtt samhengi,“ sagði Katrín.

Í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að Guðlaugur Þór hafi í þessum samtölum við bandarísk stjórnvöld lagt á það ríka áherslu að Ísland verði undanþegið ákvæðunum í ljósi landfræðilegrar sérstöðu sinnar og þeirra aðgerða sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til til að hefta útbreiðslu Covid-19 hér á landi.

 

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár