Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mótmæla ákvörðun Bandaríkjastjórnar

Ís­lensk stjórn­völd hafa kom­ið á fram­færi mót­mæl­um vegna ákvörð­un­ar Banda­ríkja­stjórn­ar að banna flug­ferð­ir frá flest­um lönd­um Evr­ópu. Rík­is­stjórn­in fund­ar í há­deg­inu í dag vegna þeirr­ar stöðu sem upp er kom­in vegna Covid-19 veirunn­ar og banns Banda­ríkja­stjórn­ar. Í kjöl­far­ið fund­ar rík­is­stjórn­in með for­mönn­um stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna.

Mótmæla ákvörðun Bandaríkjastjórnar
Mótmæla ferðabanni Forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að ríkisstjórnin hefði mótmælt ferðabanni til Bandaríkjanna. Mynd: Pressphotos

Íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum vegna þeirrar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar að banna flugferðir frá flestum löndum Evrópu. Ríkisstjórnin fundar í hádeginu í dag vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid-19 veirunnar og þessarra ákvörðunar banns Bandaríkjastjórnar. Í kjölfarið fundar ríkisstjórnin með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna.

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu mikilvægt að allir þingmenn hefðu jafnan aðgang að upplýsingum um stöðu mála.

Logi Einarsson„Við erum öll í sama bátnum og það þarf allar hendur upp á dekk.“

Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að ekki mætti bíða eftir að „veruleikinn teiknaðist einhvernveginn upp“. Hann sagði velferðarkerfið „í molum“ vegna hægristefnu í nokkur ár og að innviðir hefðu verið að grotna niður. Nú þyrfti að snúa þessari þróun við.  „Mun ríkisstjórnin kalla stjórnarandstöðina og verkalýðshreyfinguna til borðsins til að leita lausna? Við erum öll í sama bátnum og það þarf allar hendur á dekk,“ sagði Logi.

Staðan önnur en 2008

Forsætisráðherra var til andsvara og sagði að ríkisstjórnin myndi koma saman til fundar í hádeginu og í kjölfarið funda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Á morgun yrði fundað með aðilum vinnumarkaðarins. „Staðan er allt önnur en 2008,“ sagði Katrín. Gjaldeyrisforði væri öflugur, skuldahlutfall lágt og viðskiptajöfnuður væri jákvæður. „Þær aðgerðir sem við kynntum eru aðeins þær fyrstu. Við verðum að tryggja að við komum standandi niður.“

„Þær aðgerðir sem við kynntum eru aðeins þær fyrstu. Við verðum að tryggja að við komum standandi niður“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Öllu máli skiptir að miðla upplýsingum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði að upplýsingagjöf til stjórnarandstöðunnar hefði ekki verið til fyrirmyndar og fagnaði boðuðum fundi með forystumönnum stjórnarandstöðunnar „Öllu máli skiptir að miðla upplýsingum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín og lýsti yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Bandaríkjastjórnar. 

Utanríkisnefnd komi saman við fyrsta tækifæri

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði því til að íslensk stjórnvöld hefðu komið á framfæri mótmælum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarmálaráðherra, hefði átt samtal við sendiherra Bandaríkjanna í morgun, og í kjölfarið fund með staðgengli hans vegna málsins til þess að koma mótmælum á framfæri.

Katrín Jakobsdóttir „Tíðindi næturinnar hafa sett þetta í nýtt samhengi.“

„Utanríkisráðherra hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd við fyrsta tækifæri til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Tíðindi næturinnar hafa sett þetta í nýtt samhengi,“ sagði Katrín.

Í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu segir að Guðlaugur Þór hafi í þessum samtölum við bandarísk stjórnvöld lagt á það ríka áherslu að Ísland verði undanþegið ákvæðunum í ljósi landfræðilegrar sérstöðu sinnar og þeirra aðgerða sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til til að hefta útbreiðslu Covid-19 hér á landi.

 

 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu