Fyrrverandi starfsmaður á spilakassastað segir að dæmi hafi verið um að fólk hafi spilað þar fyrir mörg hundruð þúsund krónur á dag, sumir voru á staðnum frá morgni til kvölds, spiluðu í kössunum allan tímann og stóðu varla upp til að fara á klósett. Nokkuð hafi verið um að fólk hafi komið á staðinn og beðið hann um að hindra að fjölskyldumeðlimur þess eða vinur héldi áfram í spilakössunum.
Tvö fyrirtæki reka spilakassa hér á landi samkvæmt lögum um söfnunarkassa. Annað þeirra er Íslandsspil, sem er í eigu SÁÁ, Rauða kross Íslands og Landsbjargar, hitt er Happdrætti Háskóla Íslands, HHÍ. Þessir tveir aðilar reka saman vefsíðuna Ábyrg spilun þar sem meðal annars eru veittar upplýsingar um áhættuþætti spilafíknar og einkenni hennar.
„Þegar fólk kom og bað mig um að stoppa spilamennsku hjá fjölskyldumeðlimi eða vini, var fátt sem ég gat gert. Þetta er lögleg starfsemi og það er ekki hægt …
Athugasemdir