Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útgerð á Eskifirði með tæpan milljarð á ári frá ríkinu fyrir að „gera ekki handtak“

Bene­dikt Jó­hann­es­son seg­ir að hægt hefði ver­ið að byggja fimm Land­spít­ala á ára­tug fyr­ir „óhóf­leg­an hagn­að“ út­gerð­ar­inn­ar. VG beiti sér fyr­ir lækk­un auð­linda­gjalda og hagn­að­ur safn­ist á hend­ur fárra.

Útgerð á Eskifirði með tæpan milljarð á ári frá ríkinu fyrir að „gera ekki handtak“
Benedikt Jóhannesson Fjármálaráðherrann fyrrverandi segir sjávarútvegsfyrirtæki fá gjöf frá ríkinu fyrir að gera ekki neitt. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir Vinstri græn styðja kvótakerfi sem safnar eignum og auði á hendur fárra eins og samstarfsflokkana í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Hann segir útgerðina hagnast óhóflega og hagnaðinn hverfa úr heimabyggðum þeirra.

„Hagnaður útgerðarinnar á einum áratug eftir hrun er 447.500.000.000 krónur,“ skrifar hann í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn „Vinstri græn og milljarðamæringarnir“. „Það er heppileg tala fyrir útgerðarmenn. Bæði er hagnaðurinn mjög góður og talan er líka svo há að fólk á erfitt með að skilja hana. Setjum fjárhæðina því í samhengi. Fyrir 447 milljarða væri hægt að reisa fjóra til fimm nýja Landspítala.“

Benedikt segir stjórnvöld taka þátt í að fela það að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar að lögum. „Kannski er ósanngjarnt að horfa á margra ára gróða. Skoðum því hagnaðinn á dag. Hann var ekki nema 122.569.159 krónur eða tæplega 123 milljónir króna hvern einasta dag. Fyrir þá fjárhæð mætti kaupa dágott einbýlishús. Þau væru þá orðin 3.651 á áratug. Það væri líka hægt að ráða 10 þúsund manns á lágmarkslaunum allt tímabilið fyrir þessa fjárhæð,“ skrifar hann.

Formenn ríkisstjórnarflokkannaBenedikt segir VG hafa gengist undir stefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjávarútvegsmálum.

„Ríkisstjórnarflokkarnir, með VG í fararbroddi, hafa beitt sér fyrir því að lækka auðlindagjöld útgerðarinnar. Enginn stjórnarflokkanna má heyra á það minnst að nýttir verði kostir frjálsrar samkeppni með því að markaðstengja gjaldið. Hagnaður er góður þegar hann myndast af dugnaði og hugviti. Hagnaður vegna gjafa frá stjórnvöldum er mein á þjóðarlíkamanum.“

700 til 950 milljónir fyrir að leigja út kvóta

Benedikt bendir á að kvótastaða fyrirtækisins Eskju á Eskifirði sé 4.240 tonn miðað við þorskígildi. „Merkilegast við þann kvóta er: 1. Eskja á engan bát sem veiðir bolfiskinn, 2. Eskja á enga fiskvinnslu sem vinnur bolfiskinn. Fyrirtækið miðlar því þessum kvóta sem það fær frá ríkinu til annarra. Hann er leigður „út um allt“ og skapar „ansi góðar leigutekjur fyrir Eskju“, eða 700 til 950 milljónir á ári. Það er myndarleg gjöf frá ríkisstjórninni fyrir að gera ekki handtak,“ skrifar hann.

„Það er myndarleg gjöf frá ríkisstjórninni fyrir að gera ekki handtak“

Hann segir jafnframt að útgerðirnar nýti ekki þennan hagnað til uppbyggingar í heimabyggð, heldur renni hann að mestu til fjárfestinga í Reykjavík eða erlendis. „Til dæmis í fjölmiðlarekstur [sem tekur lengi við], tryggingafélög, samgöngufyrirtæki, brauðgerð, heildsölu, atvinnuhúsnæði, kexverksmiðju og aflabrest á prentmarkaði. Að ógleymdum ævintýrum sem hafa borið hróður Íslands um fjarlæg lönd. Allir vita að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur styðja kerfi sem safnar eignum og auði á hendur fárra. Hvenær varð það grunnstefna VG? Við höfum einfalda lausn. Notum markaðinn! Allt sem þarf er vilji til að nýta afraksturinn í þágu þjóðarinnar. Ekki bara örfárra auðkýfinga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu