Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útgerð á Eskifirði með tæpan milljarð á ári frá ríkinu fyrir að „gera ekki handtak“

Bene­dikt Jó­hann­es­son seg­ir að hægt hefði ver­ið að byggja fimm Land­spít­ala á ára­tug fyr­ir „óhóf­leg­an hagn­að“ út­gerð­ar­inn­ar. VG beiti sér fyr­ir lækk­un auð­linda­gjalda og hagn­að­ur safn­ist á hend­ur fárra.

Útgerð á Eskifirði með tæpan milljarð á ári frá ríkinu fyrir að „gera ekki handtak“
Benedikt Jóhannesson Fjármálaráðherrann fyrrverandi segir sjávarútvegsfyrirtæki fá gjöf frá ríkinu fyrir að gera ekki neitt. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir Vinstri græn styðja kvótakerfi sem safnar eignum og auði á hendur fárra eins og samstarfsflokkana í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Hann segir útgerðina hagnast óhóflega og hagnaðinn hverfa úr heimabyggðum þeirra.

„Hagnaður útgerðarinnar á einum áratug eftir hrun er 447.500.000.000 krónur,“ skrifar hann í grein í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn „Vinstri græn og milljarðamæringarnir“. „Það er heppileg tala fyrir útgerðarmenn. Bæði er hagnaðurinn mjög góður og talan er líka svo há að fólk á erfitt með að skilja hana. Setjum fjárhæðina því í samhengi. Fyrir 447 milljarða væri hægt að reisa fjóra til fimm nýja Landspítala.“

Benedikt segir stjórnvöld taka þátt í að fela það að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar að lögum. „Kannski er ósanngjarnt að horfa á margra ára gróða. Skoðum því hagnaðinn á dag. Hann var ekki nema 122.569.159 krónur eða tæplega 123 milljónir króna hvern einasta dag. Fyrir þá fjárhæð mætti kaupa dágott einbýlishús. Þau væru þá orðin 3.651 á áratug. Það væri líka hægt að ráða 10 þúsund manns á lágmarkslaunum allt tímabilið fyrir þessa fjárhæð,“ skrifar hann.

Formenn ríkisstjórnarflokkannaBenedikt segir VG hafa gengist undir stefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjávarútvegsmálum.

„Ríkisstjórnarflokkarnir, með VG í fararbroddi, hafa beitt sér fyrir því að lækka auðlindagjöld útgerðarinnar. Enginn stjórnarflokkanna má heyra á það minnst að nýttir verði kostir frjálsrar samkeppni með því að markaðstengja gjaldið. Hagnaður er góður þegar hann myndast af dugnaði og hugviti. Hagnaður vegna gjafa frá stjórnvöldum er mein á þjóðarlíkamanum.“

700 til 950 milljónir fyrir að leigja út kvóta

Benedikt bendir á að kvótastaða fyrirtækisins Eskju á Eskifirði sé 4.240 tonn miðað við þorskígildi. „Merkilegast við þann kvóta er: 1. Eskja á engan bát sem veiðir bolfiskinn, 2. Eskja á enga fiskvinnslu sem vinnur bolfiskinn. Fyrirtækið miðlar því þessum kvóta sem það fær frá ríkinu til annarra. Hann er leigður „út um allt“ og skapar „ansi góðar leigutekjur fyrir Eskju“, eða 700 til 950 milljónir á ári. Það er myndarleg gjöf frá ríkisstjórninni fyrir að gera ekki handtak,“ skrifar hann.

„Það er myndarleg gjöf frá ríkisstjórninni fyrir að gera ekki handtak“

Hann segir jafnframt að útgerðirnar nýti ekki þennan hagnað til uppbyggingar í heimabyggð, heldur renni hann að mestu til fjárfestinga í Reykjavík eða erlendis. „Til dæmis í fjölmiðlarekstur [sem tekur lengi við], tryggingafélög, samgöngufyrirtæki, brauðgerð, heildsölu, atvinnuhúsnæði, kexverksmiðju og aflabrest á prentmarkaði. Að ógleymdum ævintýrum sem hafa borið hróður Íslands um fjarlæg lönd. Allir vita að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur styðja kerfi sem safnar eignum og auði á hendur fárra. Hvenær varð það grunnstefna VG? Við höfum einfalda lausn. Notum markaðinn! Allt sem þarf er vilji til að nýta afraksturinn í þágu þjóðarinnar. Ekki bara örfárra auðkýfinga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár