Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

13 sænsk fyrirtæki en ekkert íslenskt á svörtum lista Alþjóðabankans út af spillingu

Fjöl­mörg nor­ræn fyr­ir­tæki eru á svört­um lista Al­þjóða­bank­ans út af spill­ing­ar­mál­um. Um er að ræða fyr­ir­tæki sem bank­inn tel­ur hafa beitt spillt­um að­ferð­um í verk­efn­um sem bank­inn hef­ur fjár­magn­að.

13 sænsk fyrirtæki en ekkert íslenskt á  svörtum lista Alþjóðabankans út af spillingu
Mikilvægi uppljóstara Sænska ríkissjónvarpið segir svarta lista Alþjóðabankans sýna hversu mikilvægir uppljóstrarar eru við það að koma upp um spillingarmál í samfélögum. Jóhannes Stefánsson er uppljóstrarinn í Samherjamálinu í Namibíu sem opinberað var í fyrra. Mynd: Davíð Þór

Þrettán sænsk fyrirtæki eru svörtum lista Alþjóðabankans (World Bank) út af spillingarmálum, meðal annars mútugreiðslum, víðs vegar um heiminn. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá þessu. Ekkert íslenskt fyrirtæki er á listanum, sem Alþjóðabankinn uppfærir reglulega. Þar eru hins vegar tvö norsk fyrirtæki, sjö dönsk og tvö finnsk. Ísland er því eina landið af Norðurlöndunum sem á ekkert fyrirtæki á svarta listanum.

Alls eru um 2000 fyrirtæki á  listanum. Mismunandi er hversu lengi fyrirtækin eru á viðkomandi lista en Alþjóðabankinn hefur nú þegar ákveðið að sum fyrirtækin þurfi að vera þar í meira en 900 ár allt til 2999. Önnur fyrirtæki eru hins vegar einungis nokkur ár á listanum. Öll fyrirtækin sem lenda á listanum hafa verið þátttakendur í einhverjum þróunarverkefnum sem Alþjóðabankinn hefur fjármagnað víða um heiminn. Ef fyrirtæki lendir á svarta listanum þýðir það að þau fá ekki að hafa neina aðkomu að neinum verkefnum sem Alþjóðabankinn fjármagnar. 

Sænska ríkissjónvarpið hefur það eftir sérfræðingi í mútubrotum, Natali Phálen, að Alþjóðabankinn telji að „spilling sé ein stærsta ógnin sem hóti þróunarverkefnum og baráttunni gegn fátækt“ í heiminum. 

Ekki ígildi dóms

Sænska ríkissjónvarpið undirstrikar mikilvægi uppljóstrara í því að hafa komið upp um viðkomandi mútumál sem sænsku fyrirtækjunum er nú refsað fyrir. „Yfirleitt er þetta lokaður heimur. Mútumálin sem hafa verið opinberuð hjá sænskum fyrirtækjum hefðu ekki komið fram í dagsljósið án uppljóstrara. En nú eru þau á svörtum lista Alþjóðabankans,“ segir í frétt sænska miðilsins. 

Sænska ríkissjónvarpið undirstrikar hins vegar að ekki beri að leggja veru umræddra fyrirtækja á listanum að jöfnu við dóm í sakamáli jafnvel þó að Alþjóðabankinn leggi mikla vinnu í rannsóknir á þeim áður en þau lenda á listanum. 

Í nóvember í fyrra greindu Kveikur og Stundin, í samvinnu við Wikileaks, frá mútumáli útgerðarfélagsins Samherja í Namibíu og byggði sú umfjöllun á upplýsingum og gögnum frá fyrrverandi starfsmanni félagsins, Jóhannesi Stefánssyni.

Samherji getur hins vegar ekki lent á umræddum lista Alþjóðabankans þar sem það var ekki bankinn sem tók þátt í fjármögnun þeirra verkefna sem Samherji kom að í Afríkuríkinu. Mál Samherja í Namibíu er hins vegar keimlíkt málum margra þeirra fyrirtækja sem eru á umræddum lista. Aðrar alþjóðlegar stofnanir og samtök, meðal annars Transparency International, hafa hins vegar fjallað um Samherjamálið í sínum gögnum. 

Gömul mál þar sem jafnvel dómar liggja fyrir

Málin sem tengjast sænskum fyrirtækjum eru flest hver margra ára gömul og hafa fallið dómar í einhverjum þeirra.  Átta af fyrirtækjunum sem eru listanum tengjast til dæmis mútumálum sem voru opinberuð árið 2003. 

Eitt af nýrri málunum sem tengist sænskum fyrirtækjum er mál orkufyrirtækisins GE Power Sweden sem í dag er í eigu bandarískju samsteypunnar General Electric. Áður var fyrirtækið í eigu Alstom Power og í tíð þess eiganda mútaði fyrirtækið embættismönnum  í Litháen með 50 milljónum sænskra króna, rúmlega 550 milljónum íslenskra króna, til að fá verksamning í landinu. Mútugreiðslurnar áttu sér stað á árunum 2004 til 2010. og hófst rannsókn þess árið 2012. Samningurinn var virði tveggja milljarða sænskra króna, rúmlega 25 milljarða íslenskra króna. Verkefnið gekk út að hreinsa eitraðan reyk frá verksmiðju í Litháen.  Samningurinn var fjármagnaður af Evrópska þróunarbankanum.

Í fyrra voru þrír af stjórnendum fyrirtækisins dæmdir í fangelsi í Bretlandi út af þessu mútumáli. Einn af þessum þremur var sænskur. 9 ár liðu því frá því að múturnar áttu sér stað þar til einhver var dæmdur fyrir þær og rannsóknin á málinu hófst sjö árum áður en dómur féll í því.

Af þessu sést hversu langan tíma það getur tekið fyrir mútubrot að koma upp á yfirborðið og hversu langt ferli getur legið á bak við rannsóknir og, eftir atvikum, dóma í slíkum málum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár