Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

13 sænsk fyrirtæki en ekkert íslenskt á svörtum lista Alþjóðabankans út af spillingu

Fjöl­mörg nor­ræn fyr­ir­tæki eru á svört­um lista Al­þjóða­bank­ans út af spill­ing­ar­mál­um. Um er að ræða fyr­ir­tæki sem bank­inn tel­ur hafa beitt spillt­um að­ferð­um í verk­efn­um sem bank­inn hef­ur fjár­magn­að.

13 sænsk fyrirtæki en ekkert íslenskt á  svörtum lista Alþjóðabankans út af spillingu
Mikilvægi uppljóstara Sænska ríkissjónvarpið segir svarta lista Alþjóðabankans sýna hversu mikilvægir uppljóstrarar eru við það að koma upp um spillingarmál í samfélögum. Jóhannes Stefánsson er uppljóstrarinn í Samherjamálinu í Namibíu sem opinberað var í fyrra. Mynd: Davíð Þór

Þrettán sænsk fyrirtæki eru svörtum lista Alþjóðabankans (World Bank) út af spillingarmálum, meðal annars mútugreiðslum, víðs vegar um heiminn. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá þessu. Ekkert íslenskt fyrirtæki er á listanum, sem Alþjóðabankinn uppfærir reglulega. Þar eru hins vegar tvö norsk fyrirtæki, sjö dönsk og tvö finnsk. Ísland er því eina landið af Norðurlöndunum sem á ekkert fyrirtæki á svarta listanum.

Alls eru um 2000 fyrirtæki á  listanum. Mismunandi er hversu lengi fyrirtækin eru á viðkomandi lista en Alþjóðabankinn hefur nú þegar ákveðið að sum fyrirtækin þurfi að vera þar í meira en 900 ár allt til 2999. Önnur fyrirtæki eru hins vegar einungis nokkur ár á listanum. Öll fyrirtækin sem lenda á listanum hafa verið þátttakendur í einhverjum þróunarverkefnum sem Alþjóðabankinn hefur fjármagnað víða um heiminn. Ef fyrirtæki lendir á svarta listanum þýðir það að þau fá ekki að hafa neina aðkomu að neinum verkefnum sem Alþjóðabankinn fjármagnar. 

Sænska ríkissjónvarpið hefur það eftir sérfræðingi í mútubrotum, Natali Phálen, að Alþjóðabankinn telji að „spilling sé ein stærsta ógnin sem hóti þróunarverkefnum og baráttunni gegn fátækt“ í heiminum. 

Ekki ígildi dóms

Sænska ríkissjónvarpið undirstrikar mikilvægi uppljóstrara í því að hafa komið upp um viðkomandi mútumál sem sænsku fyrirtækjunum er nú refsað fyrir. „Yfirleitt er þetta lokaður heimur. Mútumálin sem hafa verið opinberuð hjá sænskum fyrirtækjum hefðu ekki komið fram í dagsljósið án uppljóstrara. En nú eru þau á svörtum lista Alþjóðabankans,“ segir í frétt sænska miðilsins. 

Sænska ríkissjónvarpið undirstrikar hins vegar að ekki beri að leggja veru umræddra fyrirtækja á listanum að jöfnu við dóm í sakamáli jafnvel þó að Alþjóðabankinn leggi mikla vinnu í rannsóknir á þeim áður en þau lenda á listanum. 

Í nóvember í fyrra greindu Kveikur og Stundin, í samvinnu við Wikileaks, frá mútumáli útgerðarfélagsins Samherja í Namibíu og byggði sú umfjöllun á upplýsingum og gögnum frá fyrrverandi starfsmanni félagsins, Jóhannesi Stefánssyni.

Samherji getur hins vegar ekki lent á umræddum lista Alþjóðabankans þar sem það var ekki bankinn sem tók þátt í fjármögnun þeirra verkefna sem Samherji kom að í Afríkuríkinu. Mál Samherja í Namibíu er hins vegar keimlíkt málum margra þeirra fyrirtækja sem eru á umræddum lista. Aðrar alþjóðlegar stofnanir og samtök, meðal annars Transparency International, hafa hins vegar fjallað um Samherjamálið í sínum gögnum. 

Gömul mál þar sem jafnvel dómar liggja fyrir

Málin sem tengjast sænskum fyrirtækjum eru flest hver margra ára gömul og hafa fallið dómar í einhverjum þeirra.  Átta af fyrirtækjunum sem eru listanum tengjast til dæmis mútumálum sem voru opinberuð árið 2003. 

Eitt af nýrri málunum sem tengist sænskum fyrirtækjum er mál orkufyrirtækisins GE Power Sweden sem í dag er í eigu bandarískju samsteypunnar General Electric. Áður var fyrirtækið í eigu Alstom Power og í tíð þess eiganda mútaði fyrirtækið embættismönnum  í Litháen með 50 milljónum sænskra króna, rúmlega 550 milljónum íslenskra króna, til að fá verksamning í landinu. Mútugreiðslurnar áttu sér stað á árunum 2004 til 2010. og hófst rannsókn þess árið 2012. Samningurinn var virði tveggja milljarða sænskra króna, rúmlega 25 milljarða íslenskra króna. Verkefnið gekk út að hreinsa eitraðan reyk frá verksmiðju í Litháen.  Samningurinn var fjármagnaður af Evrópska þróunarbankanum.

Í fyrra voru þrír af stjórnendum fyrirtækisins dæmdir í fangelsi í Bretlandi út af þessu mútumáli. Einn af þessum þremur var sænskur. 9 ár liðu því frá því að múturnar áttu sér stað þar til einhver var dæmdur fyrir þær og rannsóknin á málinu hófst sjö árum áður en dómur féll í því.

Af þessu sést hversu langan tíma það getur tekið fyrir mútubrot að koma upp á yfirborðið og hversu langt ferli getur legið á bak við rannsóknir og, eftir atvikum, dóma í slíkum málum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár