Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

James Ratclif­fe seg­ir frum­vörp sem hafa áhrif á land­ar­eign sína á Aust­ur­landi og sam­þjöpp­un veiðirétt­inda vera brot á al­þjóð­leg­um skuld­bind­ing­um Ís­lands. Var­ar hann við flókn­um og tíma­frek­um mála­ferl­um vegna ákvarð­ana ráð­herra.

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum
James Ratcliffe Net félaga Ratcliffe á fjölda landareigna á Austurlandi.

James Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlands og landeigandi á Austurlandi, telur fyrirhugaðar lagabreytingar varðandi eignarhald á jörðum stangast á við EES-rétt og veita ráðherra of mikil völd. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem send var inn af Veiðiklúbbnum Streng fyrir hönd allra félaga Ratcliffe sem eiga jarðir á Íslandi.

Þá hefur Ratcliffe hlotið liðsinni Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem skrifaði fyrir hann sérfræðiálit um annað frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem snýr að því að setja þak á atkvæðarétt einstakra aðila í veiðifélögum. Telur hann það ólögmæta takmörkun á frjálsu flæði fjármagns samkvæmt EES-samningnum

Fasteignir og jarðir sem Ratcliffe og viðskiptafélagar hans hafa keypt á Austurlandi liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám og hefur mikið verið lagt í framkvæmdir, til að mynda byggingu laxastiga til að efna laxastofna. Félag hans Halicilla Limited hefur fjárfest í íslensku landi fyrir 2,2 milljarða króna hið minnsta. Á félagið net dótturfélaga og meirihluta í Veiðiklúbbnum Streng. Samanlögð stærð landsins sem Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga hlut í er ríflega 1000 ferkílómetrar, eða 1% alls landsvæðis Íslands.

Í frumvarpi Katrínar eru sett skilyrði um samþykki ráðherra fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum. Á það meðal annars við ef kaupandi lögbýlis á fyrir fleiri lögbýli sem eru samanlagt 50 hektarar eða meira að stærð, ef fasteign er 350 hektarar eða stærri og ef kaupandi og tengdir aðilar eiga fasteignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð. Í sömu tilfellum þarf einnig að afla samþykkis fyrir breytingu á yfirráðum yfir lögaðila sem er eigandi lands, svo sem ef eignarhlutur í fyrirtæki skiptir um hendur að hluta eða í heild. Þá er gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra.

Í umsögn Strengs, sem Gísli Stefán Ásgeirsson framkvæmastjóri skrifar undir, er sagt að ekki sé ljóst hvernig ráðherra muni beita þessum ákvæðum í framkvæmd. „Telur Strengur að þetta leiði óhjákvæmilega til þess að beiting þessara ákvæða, verði þau að lögum, og þar með raunverulegt inntak þeirra, verði lítt fyrirsjáanlegt. Þá býður þetta fyrirkomulag jafnframt heim hættu á að samræmis og jafnræðis verði ekki gætt. Slíkt fyrirkomulag telur Strengur ekki vera í samræmi við framangreindar kröfur EES-réttar, auk þess sem það skapar möguleika á handahófskenndri ákvörðunartöku.“

Þá gagnrýnir Strengur að ákvörðun ráðherra verði endanleg á stjórnsýslustigi. „Í því felst að slík ákvörðun verður þar með ekki endurskoðuð á stjórnsýslustigi, heldur verður henni eingöngu skotið til dómstóla, með tilheyrandi kostnaði og umstangi fyrir aðila, auk þess sem slík málsmeðferð er afar tímafrek og er dómstólum óheimilt við slíka endurskoðun að taka nýja stjórnvaldsákvörðun. Telur Strengur þessa ráðstöfun ekki fela í sér fullnægjandi réttaröryggi, enda óneitanlega íþyngjandi,“ segir í umsögninni.

„Að lokum telur Strengur óheppilegt að slík ákvarðanataka, um réttindi og skyldur aðila í einstökum málum, svo sem hér um ræðir, fari yfir höfuð fram hjá ráðherra, sem einkum hefur það hlutverk að framfylgja pólitískri stefnumótun.“

Í umsögninni er tekið fram að hún sé sett fram fyrir hönd Halicilla Limited, eignarhaldsfélags Ratcliffe, og allra tengdra félaga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár