Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

James Ratclif­fe seg­ir frum­vörp sem hafa áhrif á land­ar­eign sína á Aust­ur­landi og sam­þjöpp­un veiðirétt­inda vera brot á al­þjóð­leg­um skuld­bind­ing­um Ís­lands. Var­ar hann við flókn­um og tíma­frek­um mála­ferl­um vegna ákvarð­ana ráð­herra.

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum
James Ratcliffe Net félaga Ratcliffe á fjölda landareigna á Austurlandi.

James Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlands og landeigandi á Austurlandi, telur fyrirhugaðar lagabreytingar varðandi eignarhald á jörðum stangast á við EES-rétt og veita ráðherra of mikil völd. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem send var inn af Veiðiklúbbnum Streng fyrir hönd allra félaga Ratcliffe sem eiga jarðir á Íslandi.

Þá hefur Ratcliffe hlotið liðsinni Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem skrifaði fyrir hann sérfræðiálit um annað frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem snýr að því að setja þak á atkvæðarétt einstakra aðila í veiðifélögum. Telur hann það ólögmæta takmörkun á frjálsu flæði fjármagns samkvæmt EES-samningnum

Fasteignir og jarðir sem Ratcliffe og viðskiptafélagar hans hafa keypt á Austurlandi liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám og hefur mikið verið lagt í framkvæmdir, til að mynda byggingu laxastiga til að efna laxastofna. Félag hans Halicilla Limited hefur fjárfest í íslensku landi fyrir 2,2 milljarða króna hið minnsta. Á félagið net dótturfélaga og meirihluta í Veiðiklúbbnum Streng. Samanlögð stærð landsins sem Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga hlut í er ríflega 1000 ferkílómetrar, eða 1% alls landsvæðis Íslands.

Í frumvarpi Katrínar eru sett skilyrði um samþykki ráðherra fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum. Á það meðal annars við ef kaupandi lögbýlis á fyrir fleiri lögbýli sem eru samanlagt 50 hektarar eða meira að stærð, ef fasteign er 350 hektarar eða stærri og ef kaupandi og tengdir aðilar eiga fasteignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð. Í sömu tilfellum þarf einnig að afla samþykkis fyrir breytingu á yfirráðum yfir lögaðila sem er eigandi lands, svo sem ef eignarhlutur í fyrirtæki skiptir um hendur að hluta eða í heild. Þá er gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra.

Í umsögn Strengs, sem Gísli Stefán Ásgeirsson framkvæmastjóri skrifar undir, er sagt að ekki sé ljóst hvernig ráðherra muni beita þessum ákvæðum í framkvæmd. „Telur Strengur að þetta leiði óhjákvæmilega til þess að beiting þessara ákvæða, verði þau að lögum, og þar með raunverulegt inntak þeirra, verði lítt fyrirsjáanlegt. Þá býður þetta fyrirkomulag jafnframt heim hættu á að samræmis og jafnræðis verði ekki gætt. Slíkt fyrirkomulag telur Strengur ekki vera í samræmi við framangreindar kröfur EES-réttar, auk þess sem það skapar möguleika á handahófskenndri ákvörðunartöku.“

Þá gagnrýnir Strengur að ákvörðun ráðherra verði endanleg á stjórnsýslustigi. „Í því felst að slík ákvörðun verður þar með ekki endurskoðuð á stjórnsýslustigi, heldur verður henni eingöngu skotið til dómstóla, með tilheyrandi kostnaði og umstangi fyrir aðila, auk þess sem slík málsmeðferð er afar tímafrek og er dómstólum óheimilt við slíka endurskoðun að taka nýja stjórnvaldsákvörðun. Telur Strengur þessa ráðstöfun ekki fela í sér fullnægjandi réttaröryggi, enda óneitanlega íþyngjandi,“ segir í umsögninni.

„Að lokum telur Strengur óheppilegt að slík ákvarðanataka, um réttindi og skyldur aðila í einstökum málum, svo sem hér um ræðir, fari yfir höfuð fram hjá ráðherra, sem einkum hefur það hlutverk að framfylgja pólitískri stefnumótun.“

Í umsögninni er tekið fram að hún sé sett fram fyrir hönd Halicilla Limited, eignarhaldsfélags Ratcliffe, og allra tengdra félaga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár