Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Auglýstu slagsmál tveggja stúlkna á Instagram

Tug­ir barna og ung­menna víðs veg­ar að af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, allt nið­ur í 12 ára, söfn­uð­ust sam­an á skóla­lóð í Grafar­vogi skömmu fyr­ir jól til að fylgj­ast með slags­mál­um tveggja ung­lings­stúlkna. Of­beld­ið var aug­lýst á In­sta­gram.

Auglýstu slagsmál tveggja stúlkna á Instagram
Slagsmál Skjáskot af mynd sem tekin var af slagsmálum tveggja stúlkna á skólalóð í Grafarvogi. Slagsmálin voru auglýst á samfélagsmiðlum, meðal annars á síðum með nöfn á borð við slagur.is og Slagsmál Ísland á Instagram.

Á milli 70 og 100 börn og unglingar söfnuðust saman á lóð grunnskóla í Grafarvogi í nóvember síðastliðnum til að fylgjast með slagsmálum tveggja unglingsstúlkna. Ofbeldið hafði verið auglýst á samfélagsmiðlum og komu börnin víðs vegar að af höfuðborgarsvæðinu, mörg með strætó

Að sögn foreldris í hverfinu vildu stjórnendur viðkomandi skóla lítið skipta sér af málinu því það hefði átt sér stað utan skólatíma. Foreldrið, sem ekki treystir sér til að koma fram undir nafni vegna ótta við að hefndaraðgerðir unglinganna gætu bitnað á fjölskyldunni, segir að lögreglu hafi verið gert viðvart þegar vart varð við að fjöldi unglinga hafði safnast saman við skólann um átta leytið að kvöldi. „Lögreglan kom á staðinn og þá fóru krakkarnir í burtu. En um leið og lögreglan fór, þá komu þau aftur.“

Auglýst á Instagram

Unglingarnir og börnin voru þarna til að fylgjast með slagsmálum tveggja stúlkna í efstu bekkjum grunnskóla sem hugðust gera upp ágreining sín á milli á þennan hátt. Slagsmálin voru auglýst á samfélagsmiðlum, meðal annars á slagsmálasíðum með nöfn á borð við slagur.is og Slagsmál Ísland á Instagram. 

„Einhverjir strákanna hótuðu mér og kölluðu mig öllum illum nöfnum fyrir að skilja þær“

„Kona, sem býr nálægt skólanum sá þetta út um gluggann hjá sér,“ segir foreldrið.  „Hún hélt fyrst að það væri einhver samkoma fyrir krakkana í skólanum, en sá fljótt að þarna var eitthvað annað um að vera. Í Facebook-færslu sem hún deildi í samfélagsmiðlahópi foreldra í hverfinu skrifaði hún að hún vildi að foreldrar í hverfinu vissu að rétt í þessu hefðu skipulögð slagsmál verið á lóð skólans í hverfinu.“ 

Logandi flugeldar á flugi og allt brjálað 

„Ég sá stóran hóp af krökkum í stórum hring og ég fór til að sjá hvað var um að vera. Þarna voru tvær stúllkur í miðju hringsins í hörðum slagsmálum og ég skildi þær að. Einhverjir strákanna hótuðu mér og kölluðu mig öllum illum nöfnum fyrir að skilja þær að og skemma þannig skemmtunina fyrir hópnum,“  skrifaði sjónarvotturinn í Facebook-færslunni. „Ég hringdi á lögregluna. Það var allt brjálað þarna, krakkar hlaupandi út um allt, það var verið að fleygja logandi flugeldum. Flestir voru að taka atvikið upp á símana sína. Þarna voru krakkar niður í 12 ára samankomnir til að horfa á alvarlegt ofbeldi, margir höfðu komið með strætó.“ 

Foreldrar hótuðu að kæra birtingu myndbands 

Viðmælandi Stundarinnar segir að upptaka af slagsmálunum hafi verið sett á samfélagsmiðlahóp foreldra í hverfinu í von um að einhverjir foreldranna myndu þar þekkja börn sín og gætu þá tekið á þessu athæfi. Það hefði lítinn árangur borið, viðbrögð margra foreldra hafi verið þau að birting myndbandsins bryti í bága við persónuverndarlög, hótuðu að kæra birtinguna og það var tekið af síðunni.

„Þarna voru krakkar niður í 12 ára samankomnir til að horfa á alvarlegt ofbeldi, margir höfðu komið með strætó“ 

„Ég tilkynnti þessar síður til Instagram sem tók þær niður vegna birtingar óviðeigandi efnis. En það spretta þá bara upp nýjar síður með svipuðum nöfnum,“ segir foreldrið. „Við verðum að vera meira meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netimu og hvaða hópum þau eru í á samfélagsmiðlum. Í hópum eins og þessum er verið að vegsama ofbeldismenningu, það getur ekki verið að það sé það sem við viljum.“

Að sögn foreldrisins var lögreglu tilkynnt um atvikið. „En eftir því sem ég best veit, þá hafði þetta engar afleiðingar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár