Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

BSRB samþykkir verkfall

Verk­falls­að­gerð­ir 15.400 fé­laga í 15 að­ilda­fé­lög­um BSRB hefjast 9. mars, hafi samn­ing­ar ekki tek­ist fyr­ir þann tíma. Verk­fall­ið mun hafa áhrif á starf­semi Land­spít­ala, leik- og grunn­skóla og frí­stunda­heim­ila. Um er að ræða bæði tíma­bundn­ar og ótíma­bundn­ar að­gerð­ir.

BSRB samþykkir verkfall
Sonja Ýr Þorbergsdóttir Verkfall BSRB hefst í mars að óbreyttu. Mynd: Aðsend/BSRB

Verkfallsaðgerðir félaga í 15 aðildarfélögum BSRB hefjast 9. mars, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þetta var niðurstaða atkvæðagreiðslu sem lauk í gær, þar sem 87,6% þeirra sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls.

Verkfallið mun hafa áhrif á starfsemi Landspítala, leik- og grunnskóla og frístundaheimila og um er að ræða bæði tímabundnar og ótímabundnar aðgerðir.  Annars vegar mun meirihluti félagsmanna hjá ríkinum, Sambandi íslenskra  sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf dagana 9., 10., 17., 18., 24., 26. og 31. mars og 1. apríl. Hins vegar munu smærri hópar starfsmanna fara í ótímabundið verkfall frá og með 9. mars. Meðal þeirra eru starfsmenn í grunnskólum og leiðbeinendur á frístundaheimilum á nær öllu höfuðborgarsvæðinu, auk Akraness.

Í tilkynningu frá BSRB segir að reikna megi með að frístundaheimilin verði lokuð frá upphafi verkfalls. Að auki eru í þessum hópi starfsmenn Ríkisskattstjóra og sýslumannsembætta um allt land.

Hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu félagsmenn aðildarfélaga BSRB, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, fara í ótímabundið allsherjarverkfall. Félögin hafa verið án kjarasamnings frá 1. apríl í fyrra og munu kjarasamningsviðræður halda áfram.

Að meðaltali  tóku um 69% félagsmanna hvers aðildarfélags þátt í atkvæðagreiðslunni. Innan BSRB eru 17 félög , hjá einu félaganna Starfsmannafélagi Garðabæjar var þátttaka í atkvæðagreiðslunni ekki næg. Atkvæðagreiðsla hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur enn yfir.

Sjúkraliðafélagið er eitt þeirra aðildarfélaga BSRB sem samþykkti verkfallsboðunina  Um 89,4% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu boðun verkfalls hjá ríkinu. Um 5,8% voru andvíg boðun verkfalls og 4,7% tóku ekki afstöðu.

Einnig var kosið um verkfallsboðun hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Akureyrarbæ. Um 90,4% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samþykktu verkfallsboðun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár