Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

BSRB samþykkir verkfall

Verk­falls­að­gerð­ir 15.400 fé­laga í 15 að­ilda­fé­lög­um BSRB hefjast 9. mars, hafi samn­ing­ar ekki tek­ist fyr­ir þann tíma. Verk­fall­ið mun hafa áhrif á starf­semi Land­spít­ala, leik- og grunn­skóla og frí­stunda­heim­ila. Um er að ræða bæði tíma­bundn­ar og ótíma­bundn­ar að­gerð­ir.

BSRB samþykkir verkfall
Sonja Ýr Þorbergsdóttir Verkfall BSRB hefst í mars að óbreyttu. Mynd: Aðsend/BSRB

Verkfallsaðgerðir félaga í 15 aðildarfélögum BSRB hefjast 9. mars, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þetta var niðurstaða atkvæðagreiðslu sem lauk í gær, þar sem 87,6% þeirra sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls.

Verkfallið mun hafa áhrif á starfsemi Landspítala, leik- og grunnskóla og frístundaheimila og um er að ræða bæði tímabundnar og ótímabundnar aðgerðir.  Annars vegar mun meirihluti félagsmanna hjá ríkinum, Sambandi íslenskra  sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf dagana 9., 10., 17., 18., 24., 26. og 31. mars og 1. apríl. Hins vegar munu smærri hópar starfsmanna fara í ótímabundið verkfall frá og með 9. mars. Meðal þeirra eru starfsmenn í grunnskólum og leiðbeinendur á frístundaheimilum á nær öllu höfuðborgarsvæðinu, auk Akraness.

Í tilkynningu frá BSRB segir að reikna megi með að frístundaheimilin verði lokuð frá upphafi verkfalls. Að auki eru í þessum hópi starfsmenn Ríkisskattstjóra og sýslumannsembætta um allt land.

Hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu félagsmenn aðildarfélaga BSRB, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, fara í ótímabundið allsherjarverkfall. Félögin hafa verið án kjarasamnings frá 1. apríl í fyrra og munu kjarasamningsviðræður halda áfram.

Að meðaltali  tóku um 69% félagsmanna hvers aðildarfélags þátt í atkvæðagreiðslunni. Innan BSRB eru 17 félög , hjá einu félaganna Starfsmannafélagi Garðabæjar var þátttaka í atkvæðagreiðslunni ekki næg. Atkvæðagreiðsla hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur enn yfir.

Sjúkraliðafélagið er eitt þeirra aðildarfélaga BSRB sem samþykkti verkfallsboðunina  Um 89,4% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu boðun verkfalls hjá ríkinu. Um 5,8% voru andvíg boðun verkfalls og 4,7% tóku ekki afstöðu.

Einnig var kosið um verkfallsboðun hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Akureyrarbæ. Um 90,4% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samþykktu verkfallsboðun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár