Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

BSRB samþykkir verkfall

Verk­falls­að­gerð­ir 15.400 fé­laga í 15 að­ilda­fé­lög­um BSRB hefjast 9. mars, hafi samn­ing­ar ekki tek­ist fyr­ir þann tíma. Verk­fall­ið mun hafa áhrif á starf­semi Land­spít­ala, leik- og grunn­skóla og frí­stunda­heim­ila. Um er að ræða bæði tíma­bundn­ar og ótíma­bundn­ar að­gerð­ir.

BSRB samþykkir verkfall
Sonja Ýr Þorbergsdóttir Verkfall BSRB hefst í mars að óbreyttu. Mynd: Aðsend/BSRB

Verkfallsaðgerðir félaga í 15 aðildarfélögum BSRB hefjast 9. mars, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þetta var niðurstaða atkvæðagreiðslu sem lauk í gær, þar sem 87,6% þeirra sem tóku þátt samþykktu boðun verkfalls.

Verkfallið mun hafa áhrif á starfsemi Landspítala, leik- og grunnskóla og frístundaheimila og um er að ræða bæði tímabundnar og ótímabundnar aðgerðir.  Annars vegar mun meirihluti félagsmanna hjá ríkinum, Sambandi íslenskra  sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf dagana 9., 10., 17., 18., 24., 26. og 31. mars og 1. apríl. Hins vegar munu smærri hópar starfsmanna fara í ótímabundið verkfall frá og með 9. mars. Meðal þeirra eru starfsmenn í grunnskólum og leiðbeinendur á frístundaheimilum á nær öllu höfuðborgarsvæðinu, auk Akraness.

Í tilkynningu frá BSRB segir að reikna megi með að frístundaheimilin verði lokuð frá upphafi verkfalls. Að auki eru í þessum hópi starfsmenn Ríkisskattstjóra og sýslumannsembætta um allt land.

Hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu félagsmenn aðildarfélaga BSRB, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, fara í ótímabundið allsherjarverkfall. Félögin hafa verið án kjarasamnings frá 1. apríl í fyrra og munu kjarasamningsviðræður halda áfram.

Að meðaltali  tóku um 69% félagsmanna hvers aðildarfélags þátt í atkvæðagreiðslunni. Innan BSRB eru 17 félög , hjá einu félaganna Starfsmannafélagi Garðabæjar var þátttaka í atkvæðagreiðslunni ekki næg. Atkvæðagreiðsla hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur enn yfir.

Sjúkraliðafélagið er eitt þeirra aðildarfélaga BSRB sem samþykkti verkfallsboðunina  Um 89,4% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu boðun verkfalls hjá ríkinu. Um 5,8% voru andvíg boðun verkfalls og 4,7% tóku ekki afstöðu.

Einnig var kosið um verkfallsboðun hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Akureyrarbæ. Um 90,4% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samþykktu verkfallsboðun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu